Fréttir

Lið FG sigraði í spunakeppni

Þann 4. nóvember síðastliðinn fór keppnin Leiktu betur fram í Borgarleikhúsinu. Þangað mættu sex framhaldsskólar og kepptu í spuna. Spunaformið er þannig að leikarar spinna stuttar senur þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið. Hitt Húsið heldur þessa keppni árlega og í ár kepptu Borgarholtsskóli, Flensborg, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Það er skemmst frá því að segja að lið FG sigraði í keppninni. Við óskum þeim Helgu, Halldóri, Uglu og Nataliu innilega til hamingju með sigurinn! Þjálfari liðsins var Pálmi Freyr Hauksson.
Lesa meira

Flakk á nemendum

Ýmsir hópar nemenda FG hafa verið á flakki undanfarnar vikur, bæði hér heima og erlendis. Á myndinni má meðal annars sjá tungumálahóp í París, ferð á Njáluslóðir í íslensku, útvistarferð með Petrúnu, hóp frá Tinnu og stjórnmálafræðinema hjá Gunnari í námsferð á Alþingi. Ferðir sem þessar krydda námið.
Lesa meira

Glaðir Hollendingar í heimsókn

Í september fór hópur nemenda frá FG til Amsterdam, sat kennslustundir í skólanum ásamt því að skoða staðarhætti, söfn og fleira. Í ferðinni var gist á hollenskum heimilum sem öllum fannst mjög spennandi. Í október komu svo Hollendingarnir í heimsókn til okkar nemenda. Þeir gistu hjá nemendum, fóru í skólann og ferðuðust um landið. Markmið samstarfsins er að auka víðsýni nemenda, að þeir fái innsýn í menningu og siði hver hjá öðrum sem að og koma á tengslum milli nemenda sem gætu jafnvel nýst þeim í framtíðinni.
Lesa meira

FG-Flensborg-dagurinn á föstudag

Íþróttadagurinn "FG-Flensborg" verður haldinn á föstudaginn 11.október og hefst um hádegisbilið. Þá hittast nemendur úr FG og Flensborg (Hafnarfirði) og takast á í íþróttum. Yfirleitt er hart tekist á, en heiðarlega og næstum alltaf rífandi stuð. Nemendur í FG (mest karlkyns) hituðu upp fyrir daginn í hádeginu miðvikudaginn 9.október með því að hnykla vöðvana í bekkpressu, í anddyri skólans. Og það var nokkuð hressilega tekið á því...áfram FG!
Lesa meira

Haustfrí næstkomandi mánudag, 14.október

Nú líður að lokum haustannar í nýju 3ja anna kerfi hér í FG. Haustfrí verður mánudaginn 14.október og daginn þar á eftir er námsmatsdagur. Þegar þessu er lokið eru alls 13 kennsludagar eftir, en síðasti kennsludagur á haustönn er föstudagurinn 1.nóvember. Próf hefjast síðan 4.nóvember og eru nú aðeins í þrjá daga, til og með 6.nóvember. Kennsla á miðönn hefst síðan fimmtudaginn 14.nóvember og brautskráning fer fram föstudaginn 15.nóvember. Gleðilegt frí!
Lesa meira

Próftaflan haust 2019

Próftafla fyrir haustönn 2019 er komin.
Lesa meira

Yfirvofandi loftslagsverkfall

Óhætt er að segja að loftslagsmálin séu mál málanna um þessar mundir í allri umræðu í samfélaginu og á heimsvísu. Margir hafa af þessu miklar áhyggjur, en sumir ekki. Unga fólkið tekur þessu mjög alvarlega og er það mjög skiljanlegt. Á síðustu önn var blásið til svokallaðra föstudagsmótmæla á Austurvelli og víðar um landið og voru það ungir nemendur sem báru þau uppi. Nú eru frekari mótmæli að hefjast, nánar tiltekið næsta föstudag 20.september. Á fésbókinni má finna dagskrá mótmælanna.
Lesa meira

Upphitun fyrir ballið á miðvikudaginn

Það glumdi í skólanum í hádeginu mánudaginn 16.september, en þá mætti dúettinn eða tvíeykið "Kebabibois" og skemmti nemendum. Halda mætti að þeir hafi drukkið heilt bretti af orkudrykkjum fyrir atriðið - slík var keyrslan! En þetta fór bara vel ofan í viðstadda.
Lesa meira

Árlegt haustgrill tókst vel

Hið árlega haustgrill NFFG fór fram þann 13.september (sem var föstudagur!!) og gekk það stórslysalaust fyrir sig. Að sögn Kjartans Matthíasar (sem er eiginlega grillnefndin) runnu nokkur hundruð pylsur og tilheyrandi meðlæti með, niður í nemendur FG. Næsti atburður í félagslífinu er haustballið/busaballið, sem fram fer næstkomandi miðvikudag 18.september og þá taka nemendur væntanlega fram dansskóna.
Lesa meira

Göngum vel um skólann

Það er stundum sagt; ,,umgengni lýsir innri manni." Það er afar mikilvægt að við göngum vel um skólann okkar, en hér starfa yfir 700 manns á hverjum degi! Víða um skólann eru fyrirtaks ruslafötur, sem hreinlega þyrstir í rusl. Endilega verum dugleg og fyllum þær af rusli, en ekki borðin, stóla, ganga skólans, eða álíka. Við viljum hafa FG fínan ekki satt?
Lesa meira