Þessi stofa fyllist af nemendum 25.febrúar 2020
Kennsla á vorönn 2020 hefst með hefðbundnu sniði þriðjudaginn 25.febrúar með hraðtöflu. Nemendum er bent á að kynna sér hana vel, sem og aðrar upplýsingar um námið, s.s. námsáætlanir og annað á INNU.
Það er ýmislegt í gangi á vorönn, en hæst ber ef til vill frumsýningu á leikritinu Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson. Frumsýning verður þann 6.mars og þá er alltaf mikið húllumhæ. Svo eru páskar á sínum stað, með tilheyrandi.
Vorönn líkur þann 30.maí þegar um 100 nemendur munu kveðja FG, sem er óvenju stór útskriftarhópur.