Um fjarnám

Hægt er að stunda nám í einstökum áföngum eftir þörfum og áhuga hvers og eins.

Skólaárinu er skipt í þrjá u.þ.b. 10 vikna annir sem haldast í hendur við dagskólann og fylgir fjarnámið að mestu leiti skipulagi dagskólans.

Innritun:
Innritun er rafræn og finna má hvenær skráning hefst/lýkur undir flipanum Sækja um fjarnám.
Námsárangur fyrri anna í fjarnámi FG getur haft áhrif á innritun. Nemandi sem ítrekað hefur skráð sig í áfanga og ekki skilað árangri getur ekki búist við að fá aðgang að fjarnáminu. 

Kennslan:
Kennslan fer fram í kennsluumhveri á netinu sem nefnist Inna. Þar getur nemandi verið í samskiptum við kennara sinn og aðra nemendur áfangans. Á innu setur kennari inn það efni sem nemandinn þarf til námsins svo sem:

  • Námsáætlun
  • Námsefni                                                                                                              
  • Verkefni                                                                                                              
  • Gagnvirkar æfingar

Nemandi þarf að hafa rafræn skilríki til að komast inn á Innu.

Annir:
Kennt er á þremur önnum eins og í dagskóla, haustönn, miðönn og vorönn.
Hver önn er u.þ.b. tíu vikur. Nemendur fá námsætlun fyrir hverja önn og er mikilvægt að vinna efnið jafnt og þétt í samræmi við námsáætlun. Nemendum ber að virða þann skilafrest sem kennari gefur og skila verkefnum á réttum tíma.

Námsgögn:
Þau námsgögn sem nemandi þarf að nota í áfanganum koma fram á námsáætlun sem kennari birtir í upphafi annar. 

Námsmat:
Kennarar ráða alfarið námsmati í sínum áföngum og birta upplýsingar um það á námsáætlun hverju sinni. 
Lokapróf/verkefni eru í öllum áföngum í fjarnámi í lok hverrar annar. Þau skulu þau leyst í FG eða á öðrum viðurkenndum próftökustað í samráði við fjarkennslustjóra. Próftöflu hverrar annar má finna hér þegar hún er tilbúin.