Almennt
Auður stofnunar liggur ekki síst í menntun og reynslu starfsfólks. Endurmenntun
og símenntun er leið til að viðhalda og auka við þessi verðmæti.
Endurmenntun fer ýmist fram á skólatíma eða utan hans.
Fjárhagsáætlun skólans gerir ráð fyrir að ákveðnu fjármagni til endurmenntunar.
Endurmenntun getur falist í fyrirlestrum og/eða námskeiðum, út frá stefnuskrá
skólans, áhersluatriðum eða þróunarvinnu sem skólinn telur æskilegt að kennarar
sæki og svo annars vegar námskeiðum sem kennarar óska eftir að sækja.
Reynt er að forgangsraða endurmenntunarverkefnum og umsóknum starfsmanna eftir því sem talið er að komi skólanum best. Áætlunin þarf stöðugrar endurskoðunar við með tilliti til breytinga bæði hvað varðar starfsmannahald og áherslur í einstökum greinum. Hún getur breyst eftir aðstæðum, framboði og verkefnum hverju sinni.
Magn ræðst af forgangsröðun og stýrist af fjármagni og áherslum skólans hverju
sinni.
Skólinn greiðir fyrir starfstengda endurmenntun sem er að ósk skólastjórnenda.
Skólinn reynir að styrkja aðra endurmenntun sem er fagtengd og talin nýtast
starfsmanni í starfi sínu.
Vinna við endurskoðun endurmenntunaráætlunar fer fram með þeim hætti að starfsmenn gera tillögur um þá þætti sem þeir telja brýnast að fá fræðslu um. Þeim þáttum er forgangsraðað á fundum starfsmanna og í skólastjórnenda.
Endurmenntunaráætlun FG felur m.a. í sér:
Upptalningu á þeim föstu liðum sem skólinn vill sækja eins og t.d. Bett-ráðstefna,
UTN- ráðstefna o.fl.
Að til sé sjóður þannig að hægt sé að styrkja kennara til að sækja ýmsar ráðstefnur og /eða námskeið innanlands sem utan.
Að gert sé ráð fyrir að hægt sé að halda námskeið innan skólans ef áhugi og þörf er á því t.d námskeið í vinnuhagræðingu, líkamsbeitingu, kennslu á ákveðin tölvuforrit og síðan sífelld endurmenntun í notkun námsnetsins.
Náms- og kynnisferðir geta verið liður í endurmenntun.
Samþykkt á kennarafundi 16. sept. 2009