3. fundur skólanefndar 2024-2025

3. fundur skólanefndar FG á skólaárinu 2024 – 25 haldinn miðvikudaginn 27. desember 2024 kl. 11:45.

Mætt voru:

  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður
  • Frosti Logason fulltrúi í skólanefnd
  • Harpa Valdimarsdóttir, fulltrúi kennara
  • Inga Amal Hasan, fulltrúi í skólanefnd;
  • Erla Hrönn Geirsdóttir, fulltrúi foreldraráðs
  • Kolfinna Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari.

Fundargögn:

  • Staða fjármála eftir janúar 2025

Dagskrá:

  1. Fjármál skólans
  2. Félagslíf nemenda
  3. Kveðjur
  4. Önnur mál

 

    1. Fjármál skólans

      Fjármál skólans eru í lagi en rekstur framhaldsskóla yfirleitt er aðeins að þyngjast. Viðbrögð
      skólans verða að gæta fyllsta aðhalds og draga úr fjarnámi. Vangaveltur um áhrif nýrra
      kjarasamninga sem og krafna um aukna þjónustu við nemendur sem og hugsanlegra
      breytinga á áherslumálum með nýjum menntamálaráðherra.
    2. Félagslíf nemenda

      Kolfinna segir frá því er hæst hefur borið í félagslífi nemenda undanfarið og hvað er á
      döfinni. Skíðaferðin gekk mjög vel. Árshátíðarundibúningur er í fullum gangi sem og
      undirbúningur Imbrudagar. Stefnt er að því að árshátíðin verði sérlega glæsileg í ár.
      Íþróttanefnd og skemmtinefndin ætla að halda góðgerðarviku í apríl svo eru peysusala og
      kosningavika á döfinni.
      Kristinn segir að félagslíf hafi verið óvenjublómlegt í vetur og stjórn nemendafélagsins hafi
      staðið sig frábærlega.
    3. Kveðjur

      Kristinn þakkar skólanefnd fyrir góð störf og alúð í garð Fjölbrautaskólans í Garðabæ en
      skipunarbréf skólanefndar rennur út 13. mars.
      Í nýjum lagadrögum um framhaldsskólann er gert ráð fyrir að valdsvið skólanefnda sé á
      einhvern hátt víkkað út. Kristinn biður Áslaugu að flytja ræðu á útskrift þann 31. maí nk.
    4. Önnur mál

      Ákveðið að næsti fundur verði um mánaðamótin febrúar-mars en það verður síðasti fundur
      þessarar skólanefndar.
      Rætt um kennslumat og kynjaskekkju því tengda. Kristinn segir að yngri karlar komi oft vel út.
      Foreldrafélagið býður til fyrirlestra í næstu viku.

 

Fundi slitið kl. 12:45
Fundarritari: Anna María Gunnarsdóttir