Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ
Haustönn 2024 - miðvikudaginn 25. september kl. 11:15
-
Bréf til skólaráðs
Að þessu sinni lágu 23 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
- Umsóknir um leyfi
Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
- Aðrar umsóknir
Nemandi sækir um að sjúkraþjálfun verði metin sem íþróttir vorönn 2024, haustönn 2024 og miðönn 24-25. Erindi vísað til umsagnar í íþróttadeild.
-
Af vettvangi NFFG
- FG-Flens dagurinn er áætlaður 16. október og verður haldinn í Hekluhöllinni að þessu sinni.
- Skólaþing var síðast haldið í desember fyrir tveimur árum. Ákveðið hefur verið að hafa skólaþing 3. desember nk. og jafnvel að tengja það við fjörutíu ára afmæli skólans.
- Ýmislegt tengt síðasta dansleik var til umræðu. Ballið kom úr örlítið í mínus en gekk mjög vel. Tinna og Berglind lýsa yfir ánægju sinni með samstarf við nemendafélagið. Þá var rætt um öryggisreglur og samskipti öryggisgæslu, NFFG og kennara á böllum. Hugmyndir eru uppi um að hafa salsaballið, innanskólaball og takmarka miðafjölda við 300 miða.
- Rætt um hækkun nemendafélagsgjalda. Ákveðið að taka fyrir á næsta fundi en þá ætla nemendur að vera tilbúnir með gögn um upphæð skólagjalda í öðrum skólum.
- Pantaðar hafa verið 20 íþróttatreyjur fyrir nemendur til að nota í nemendakeppnum. Líklega fást einhverjar styrktarauglýsingar á treyjurnar.
- Nemendur kynntu hugmynd að skíðaferð til Noregs. Umræður, nemendur ætla að vinna nánari tillögur.
- Opinn fundur verður haldinn 16. október. Fyrir fundinn ætlar NFFG að útbúa spurningakassa sem verður á bókasafni og hægt verður að koma spurningum á framfæri sem verður svarað á fundinum.
- Nemendafélagskort hafa verið seld fyrir 300.000 kr.
- NFFG hefur áhuga á að breyta lógói FG sem þykir mjög líkt vörumerki „facebook“. Ákveðið að ræða áfram á næsta fundi.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
- Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
- Daníel Orri Árnason, varaforseti NFFG
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari