Nám og kennsla á starfsbraut er einkum ætluð fötluðum nemendum, sbr. 2. gr.laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, sem hafa verið í sérdeild eða sérskólum og og/eða fengið námsmat samkvæmt 17. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Brautin tekur einnig inn nemendur með sértæka námserfiðleika sem notið hafa verulegrar sérkennslu og stuðnings á grunnskólastigi en hafa jafnframt möguleika á að stunda nám í almennum áföngum.
Um er að ræða fjögurra ára námstilboð með allt að 140 einingum (allt að 200 feiningum) og lýkur með lokaprófi af starfsbraut. Einingar brautarinnar eru einkum hafðar til viðmiðunar um hlutfallslegt vægi innan einstakra námsþátta.
Námið er einstaklingsmiðað og því geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Námið á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi.
Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda.
Markmið náms og kennslu á starfsbrautum eru:
að stuðla að alhliða þroska nemandans
að veita nemendum einstaklingsmiðuð námstækifæri
að auka sjálfstraust nemandans, sjálfstæði og samskiptahæfni til daglegra athafna
að veita nemendum reynslu, þekkingu og færni sem nýtist þeim í daglegu lífi
Helstu námsþættir á starfsbraut eru:
bóklegar námsgreinar: s. s. íslenska, enska, raungreinar (s.s. stærðfræði, náttúrufræði)
samfélagsgreinar: s. s. samfélgasfræði, saga, fjölmiðlafræði
lífsleikni: s.s. heimilisfræði, starfsnám
verk- og listgreinar: s. s. myndlist, smíði, textil
íþróttir og heilsuefling: s. s. líkamsrækt, sund, heilbrigðisfræði
starfsfræðsla, starfsþjálfun og vinnustaðanám