Fundur foreldraráðs 21.11.2024

Fundinn sátu:

  • Linda Wessman
  • Berglind Magdalena Valdimarsdóttir
  • Elfa Þöll Grétarsdóttir
  • Hrefna Björk Ævarsdóttir
  • Lilja Ýr Halldórsdóttir
  • Áslaug Thelma Einarsdóttir
  • Erla Hrönn Geirsdóttir.

Fundarritari: Lilja Ýr Halldórsdóttir

Fundarmálefni:

  1. Fræðsla fyrir nemendur
  2. Borðtennisborð fyrir nemendur
  3. Fyrirmyndarpotturinn
  4. Fræðsla fyrir foreldra
  5. Anna María aðstoðarskólameistari fer yfir farsældarlögin
  6. Sjóður Foreldrafélagsins
  7. Hæfniviðmið fyrir námsmat
  8. Önnur mál

 

  1. Fræðsla fyrir nemendur

    Fræðslan um jákvæðni, valdeflingu og hugrekki frá Kristjáni Hafþórssyni hjá Peppandi, kostar 300.000 kr. Skólinn getur sótt um styrk frá Sjóvá upp á 150.000 á móti, og þá standa eftir 150.000 kr. í hlut foreldrafélagsins.

    Fyrsta vikan í mars er möguleg fyrir þessa fræðslu.
    - Ákveðið er að Berglind athugar hvaða tímar henta skólanum best og upplýsir Lindu um tímasetningar.
    - Linda sendir svo póst á Kristján og óskar eftir 3 námskeiðum fyrir nemendahópinn á viðkomandi tímasetningum.
  2. Borðtennisborð fyrir nemendur

    Nemendafélagið hefur óskað eftir styrk fyrir kaup á borðtennisborði. Heildarverð fyrir borðinu er 185.950, óskað er eftir að foreldrafélagið styrki Nemendafélagið um helminginn, eða 93.000 kr.
    • Tekin er ákvörðun um að verða við þeirri bón og samþykkt er að foreldrafélagið styrki Nemendafélagið um 93.000 kr til að kaupa borðtennisborð.
    • Berglind lætur Nemendafélagið vita.
  3. Fyrirmyndarpotturinn

    Það vantar pening í fyrirmyndarpottinn.
    • Ákveðið er að foreldrafélagið noti 100.000 kr í fyrirmyndarpottinn.
  4. Fræðsla fyrir foreldra

    Það er áhugi fyrir því að fá fræðsluerindi á vegum Foreldrafélagsins fyrir foreldra. Dóra Guðrún, Riddarar kærleikans verkefnið, MEMM verkefnið á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Magga Lilja frá Rannsóknir og greining og fleiri eru nefndir sem hugsanlegur valkostur. Vegna lítils fjármagns Foreldrafélagsins er hins vegar hugsanlegt að foreldrafélagið sleppi að halda fræðslu fyrir foreldra í ár.
    • Ákveðið er að Berglind kanni hvort skólinn getu veitt Foreldrafélaginu styrk til að halda fræðslu fyrir foreldra.
    • Einnig er ákveðið að fundarþátttakendur kanni hver í sínu lagi hugsanleg erindi fyrir foreldra og að nánari umræða um málefnið fari fram á Facebook síðu foreldraráðsins.
  5. Anna María aðstoðarskólameistari fer yfir farsældarlögin

    • Í framhaldi af lögum um farsæld barna frá janúar 2022 hefur FG lagt sérstaka áherslu á að stuðla að vellíðan nemenda, t.d. með því að auka fræðslu meðal kennara um hvað þeir geta gert til að efla vellíðan nemenda. Skólinn hefur fengið sálfræðing sem hélt erindi um málefnið og kynnti bjargráðalista, náms- og starfsráðgjafar skólans hafa verið með opna tíma fyrir nemendur, skólinn hefur skipulagt fjölda ólíkra smiðja fyrir nemendur o.fl. Mikil áhersla hefur verið á að allir eignist vini.
    • Nemendafélagið hefur einnig verið öflugt í þessu starfi, þar sem áhersla hefur verið á fjölbreytt félagslíf svo allir hafi möguleika á að finna eitthvað við sitt hæfi.
    • Nýr skólahjúkrunarfræðingur (Ása) er til staðar fyrir nemendur tvo morgna og einn eftirmiðdag í viku.
    • Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar FG, MH og Flensborgar reglulega með sameiginlega hittinga sín á milli til að spegla vinnuna sína og efla sig þannig í starfi sínu með nemendum.
  6. Sjóður foreldrafélagsins

    Sjóður Foreldrafélagsins stendur í 501.000 kr. Eftirstöðvar verða um 158.000 kr. þegar búið verður að styrkja Nemendafélagið um borðtennisborð, greiða í fyrirmyndarpottinn og kaupa fræðslu fyrir nemendur frá Peppandi.
    Sendur var út valgreiðsluseðill til foreldra nemenda (yngri enn 18 ára)/nemenda til styrktar Foreldrafélaginu í haust. 85 greiðsluseðlar voru greiddir.

    • Ákveðið er að senda tölvupóst með endurnýjaðri áminningu um valgreiðsluna í byrjun febrúar, og hugsanlega leggja einnig út bankaupplýsingar á Facebooksíðu Foreldrafélagsins með það að markmiði að fá inn fleiri greiðslur til að styrkja sjóð Foreldrafélagsins.

  7. Hæfniviðmið fyrir námsmat

    Foreldri óskaði eftir umræðu um hvort kennarar væru almennt að notast við hæfniviðmið fyrir námsmat sem væru aðgengileg nemendum fyrir og eftir próf eða verkefni. Umræða skapaðist á meðal fundarþátttakenda, auk þess sem Anna María aðstoðarskólameistari stóð fyrir svörum. Hún upplýsti um að huglægt mat á ekki að liggja að baki einkunnagjöf og almennt eiga nemendur að hafa aðgang að hæfniviðmiðum sem kennarar byggja námsmatið á, en ekki er eftirfylgd með því af hálfu skólastjórnenda.
  8. Önnur mál

    • Berglind upplýsir um félagslíf nemenda:
      • Í síðustu viku voru Skuggakosningar hjá nemendum, kjörsókn nemenda var góð. Hinir ólíku stjórnmálaflokkar voru kynntir af fulltrúum flokkanna sjálfra, nemendur fengu hraðstefnumót við stjórnmálafólk o.fl.
      • Í næstu viku verður Skemmtóvika þar sem Nemendafélagið stendur fyrir ólíkum uppákomum daglega í hádegishléinu.
      • Í þar næstu viku verður Salsavika, með Salsaballi á Hafnartorgi.
      • Vikan þar á eftir verður jólavika þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í ólíkum uppákomum tengdum jólunum.
      • Fyrsta vikan eftir jól verður íþróttavika.
      • Imbrudagar hefjast 13. mars.
      • Washingtonferð sem enskuáfanginn Ferðir og saga fór í fyrr í vetur gekk mjög vel fyrir sig.
      • 40 nemendur og 3 starfsmenn FG fara í skíðaferð til Hafjell í Noregi eftir áramót.
    • Anna María aðstoðarskólameistari upplýsir um að skólinn sé þakklátur fyrir öflugt foreldrasamstarf.
    • Næsti fundur verður 27. febrúar kl.17.30