4. fundur skólaráðs - haustönn 2024
Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ
Haustönn 2024 - miðvikudaginn 9. október kl. 11:15
-
Bréf til skólaráðs
-
Umsóknir um leyfi
Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
-
Aðrar umsóknir
Nemandi óskar eftir að taka HÖNN3lv07 á vorönn 2025 til að geta útskrifast. Erindi vísað til umsagnar kennslustjóra á Hönnunar- og markaðsbraut en talað um að til þess að nemandi fái slíkt leyfi sé eðlilegt að hann eigi raunhæfa möguleika á að klára í vor og eigi t.d. eftir 20 einingar auk þessa áfanga.
-
Af vettvangi NFFG
- Nemendur eru að byrja að selja FG-boli á 3000 kr.
- NFFG og Verðandi verða með kynningu á opnum fundi í næstu viku
- FG-Flensborg, verður haldið í FG í næstu viku. Undirbúningur er nokkur. Fulltrúar nemenda segja frá því að öll lið FG muni skarta nýjum treyjum þá.
- Þann 3. desember verður skólaþing og dagamunur í tilefni 40 ára afmælis FG á eftir.
- Salsaballið verður haldið 5. desember og verður aðeins fyrir nemendur innan skóla. Á ballinu koma fram fjórir listamenn auk skemmtiatriðis frá Rollunni. Rætt um skreytingar og lýsingu í aðdraganda dansleiksins.
- Nemendafélagsgjöld mismunandi framhaldsskóla lögð fram. Umræður um málið. Ákveðið að hækka skólagjöld NFFG á miðönn og vorönn upp í 3900, (sjá fylgiskjal).
- Skíðaferð verður auglýst í næstu viku en hún er fyrirhuguð í lok janúar. Umræður um skipulag, greiðslur o.fl. og ljóst að að mörgu þarf að hyggja.
- Gettu betur hópur hefur verið myndaður. Aron Unnarsson mun sjá um þjálfun.
- Leiktu betur lið hefur verið valið og keppt verður 8. nóvember undir merkjum Unglistar í Tjarnarbíói.
- NFFG hefur áhuga á að breyta lógói FG sem þykir mjög líkt vörumerki „facebook“. Ákveðið að ræða áfram á næsta fundi.
-
Önnur mál
- október verður bleikur dagur og uppákomur í skólanum af því tilefni.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
- Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari
- Ylfa Ösp Áskelsdóttir, kennari