6. fundur skólaráðs - haustönn 2024

Haustönn 2024 - fimmtudaginn 14. nóvember kl. 8:00

      • Bréf til skólaráðs

        Að þessu sinni lágu sjö leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.

      • Umsóknir um leyf

        Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum

      • Önnur bréf

        • Nemandi sækir um að áfanginn VIÐS3lvs verði kenndur á miðönn eða vorönn svo hann geti útskrifast vor 2025.
          Erindi vísað til kennslustjóra í viðkomandi grein.
        • Nemandi óskar eftir að taka einn áfanga STÆR2ts05 í dagskóla en vera með frjálsa mætingu.
          Erindi hafnað.
        • Nemandi sækir um undanþágu í dönsku til stúdentsprófs.
          Samþykkt.
        • Einn nemandi segir sig frá námi
        • Umsóknarbréf um áframhaldandi skólavist frá þeim nemendum sem höfðu fengið höfnun um áframhaldandi skólavist á miðönn 2024-2025 tekin fyrir.

 Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri