3. fundur skólaráðs - vorönn 2025
3. fundargerð á vorönn 2025 miðvikudaginn 2. apríl kl. 11:30
-
Umsóknir um leyfi
Að þessu sinni lágu 20 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
-
Af vettvangi NFFG
- Nemendum þakkað fyrir góða kynningu fyrir erlenda gesti í síðustu viku.
- Árshátíðin gekk vel og tap var minna en gert var ráð fyrir.
- Peysusalan fer vel á stað og 120 peysur hafa verið seldar.
- Undirbúningur undir góðgerðarviku gengur vel og hvílir að mestu á íþrótta- og skemmtinefnd. Nemendur ætla að styrkja barna- og unglingageðdeild.
- Hlaup verður fimmtudaginn 10. apríl kl. 16.00. Þrjár vegalengdir verða í boði tveir km, fimm km og tíu km.
- Kosningar NFFG. Kosningavika verður 5.-9. maí og framboðsfrestur rennur út 3. maí. Berglind minnir á að ekki má bjóða upp á orkudrykki.
-
Önnur mál
- Einn nemandi segir sig frá námi.
- Samþykkt breyting á skólareglum:
Nemendur geta aðeins farið í eina skólaferð erlendis á hverri önn. Jafnframt er ekki hægt að fá leyfi til annarra utanlandsferða sömu önn og farið er í ferð erlendis með skólanum. Hægt er að sækja um undanþágu til skólaráðs.
- Opið hús verður haldið 8. apríl milli kl. 16.00 og 17.30. Reiknað er með þátttöku 50-60 nemenda, auk stjórnenda, kennslustjóra og einhverra kennara. Náms- og starfsráðgjafar sjá um skipulagningu.
- Rætt um að nokkrar breytingar þarf að gera á skólanámskrá til að aðlaga hana þriggja anna kerfið.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Berglind M, Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
- Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
- Kritinn Þorsteinsson, skólameistari
- Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
- Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari