Foreldraráðsfundur
Fundargerð
Kaffistofa starfsfólks, fimmtudaginn 18. janúar 2024
Á fundinum sátu: Linda Wessman, Erlingur E. Jónasson, Erla Hrönn Geirsdóttir, Jóna Ellen Valdimarsdóttir, Elísabet Rós Birgisdóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Berglind M. Valdimarsdóttir, Hrefna Björk Ævarsdóttir, Silja Marteinsdóttir, Brynhildur Guðmundsdóttir og Lilja Ýr Halldórsdóttir
Fundaritari: Lilja Ýr Halldórsdóttir
Dagskrá
1. Kynning á farsældarlögunum
2. Spurningar til Önnu Maríu aðstoðar skólameistara
3. Foreldrafélagssjóður
4. Foreldrakvöld
5. Viðburður/fræðsla fyrir nemendur
6. Önnur mál
- Kynning á farsældarlögunum
- Anna María aðstoðarskólastjóri kynnti:
- Farsældarlögin, þ.e. lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna 86/2021, tóku gildi í byrjun árs 2022
- Áherslur FG í innleiðingu farsældarlaganna er t.d. utanumhald umsjónarkennara, tölvuþjónusta, aðstoð við nemendur af erlendu bergi, sérstakur stuðningur við nemendur með námserfiðleika v/félagslegra eða tilfinningalegra þátta, smiðjutímar, forvarnarfulltrúi, hinseginn fulltrúi og félagsmálafulltrúi, aðgangur nemenda að hjúkrunarfræðing, sálfræðing og sértækri þjónustu á námsmatstíma.
- Verkefni tengiliða (sem í FG eru náms- og starfsráðgjafar), þ.e sinna áskorunum eins og námserfiðleikum, slakrar mætingar, hegðunarerfiðleikar í kennslustundum, aðstoða við næstu skref eða hugsanleg úrræði sem getur verið utan skólans. Athugið að tengiliður grípur þó ekki inn fyrr enn nemandi eða foreldrar óska eftir því.
- Auk þess kynnti Anna María:
- Grundvallaratriði Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna
- Endurgerð framhaldsskólalaganna frá desember 2023
- Grunnstigsþjónustu sem framhaldsskólum ber að bjóða upp á, m.a. skólahjúkrunarfræðing, foreldrafélag, nemendafélag, náms- og starfsráðgjöf, skólasafn, félags-, jafnréttis- og forvarnaráætlun o.fl.
- Drög að mögulegum bjargráðum fyrir kennara varðandi geðheilbrigði nemenda sem kynnt hafa verið verið fyrir starfsfólki
- Sjá nánar um kynningu Önnu Maríu í viðhenginu Kynning 180123 - Foreldraráð (pdf skjal).
- Spurningar til Önnu Maríu aðstoðarskólameistara
- um umsjónartíma, hvað felst í þeim:
- Utanumhald um val og mætingu
- Bjargráðstímar/fræðsluerindi á fyrstu önn
- Lífsleikni í formi kynninga frá háskólunum, fræðsla um útskrift
- Hvar/hvernig fer sálfræðiþjónusta fyrir nemendur fram?
- Náms-og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur að komast áfram varðandi sálfr.þjónustu
- Heilsugæslan býður upp á sálfræðiþjónustu
- FG er með samninga við sálfræðistofur sem geta aðstoðað nemendur. Einnig með úrræði hjá Bjarna Karlssyni presti.
- Geðhjálp getur einnig veitt ráð/aðstoð
- Einnig hægt að óska eftir aðstoð í Berginu (Head Space)
- Foreldrafélagssjóður
- Staða í sjóðnum er um 600 þúsund krónur
- Foreldrakvöld
- Dagsetning fyrir foreldrakvöld er 7. mars kl.17.30.
- Staðfest er að Þórdís Elva mun hafa erindi. Gert er ráð fyrir um 150.000 kr fyrir þetta kvöld.
- Elísabet tekur að sér að sjá um skaffa veitingar.
- Óskað eftir að fá einnig stutt skemmtiatriði á einhverju formi. Hugmyndir:
- Fá Vigdísi Hafliðadóttur með stutt uppistand/skemmtun. Erla Hrönn athugar með hana og Lætur vita niðurstöðu á Facebook síðu Foreldraráðsins. Ef það gengur ekki upp talar Berglind við Nemendafélagið með ósk um atriði frá nemendum.
- Ath hvort Nemendafélagið geti aðstoðað, t.d. einhver frá leikfélaginu, stand up eða tónlistaratriði. Berglind heyrir í Nemendafélaginu hvort einhver þaðan sé til í að koma með atriði.
- Undirbúningur fyrir foreldrakvöldið verður kláraður á Facebook síðu Foreldraráðsins
- Berglind hefur samband við skólameistara og biður hann að senda út upplýsingapóst þar sem foreldrar verða hvattir til að greiða frjálsa framlagið fyrir Foreldraráðið. Upplýsa um foreldrakvöldið í leiðinni. Formaður og Berglind búa saman til póst og senda á Kristinn.
- Upplýsingar um foreldrakvöldið verða einnig lagðar út á Facebook síðu Foreldrafélagsins fljótlega.
- Viðburður/fræðsla fyrir nemendur
- Fræðslan/viðburðurinn er hugsuð fyrir alla nemendur skólans.
- Fræðslan/viðburðurinn þarf að vera þrískipt, hugmynd er að fá Boga frá Kvan að koma til að ræða um samskipti unglinga og foreldra + slá á létta strengi. Verð er um 80.000 kr fyrir hvert skipti.
- Berglind athugar dagsetningarnar 26., 27, og 28. feb. hjá skólastjórninni.
- Önnur mál
- Árshátíð skólans
- Verður haldin fimmtudaginn 14. mars. Það þarf að vera til e-ð fjármagn frá Foreldrafélaginu til að styrkja fyrirmyndarpottinn.
- Skipulagning á vakt foreldra á skólaballinu fer fram á Facebook.
- 40 ára afmæli skólans.
- Berglind athugar hjá skólastjórnendum hvort haldið verði upp á afmælið fyrir eða eftir sumarfrí.
- Foreldraráðið skipuleggur aðkomu Foreldrafélagsins á næsta eða þar næsta fundi, háð því hvoru megin við sumarfrí afmælishátíðin verður.
- Annað á döfinni hjá nemendum:
- Skíðaferð til Akureyrar öðru hvoru megin við páskana. Gist verður i iþróttahúsi.
- Hinseginn félagið með Viku gegn fordómum í næstu viku. ADHD félagið og Einhverfufélagið hafa erindi í smiðjum. Einnig verður dragshow.
- Imbrudagar eru daginn fyrir og sama dag og árshátíðin.
- Ýmislegt:
- Stutt umræða um skólaböllin og hvernig þau ganga. Upplifun um að þau gangi vel fyrir sig, einnig samanborið við aðra framhaldsskóla.
- Forvarnarfulltrúar framhaldsskóla landsins eru byrjaðir að hafa hittinga og stefna á að hittast reglulega til að spegla og samhæfa starfi sitt.
- Andvökunótt Nemendafélagsins hefur dottið upp fyrir sig vegna fjárskorts Nemendafélagsins
Næsti fundur verður fimmtudaginn 11. apríl kl.17.30 á kaffistofu FG. Dagskrá næsta fundar liggur ekki fyrir.