1. fundur skólaráðs - miðönn 2024 - 2025

1. fundargerð á miðönn 2024-2025 miðvikudaginn 20. nóvember kl. 11:30

  1. Bréf til skólaráðs

    Að þessu sinni lágu sex leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
        • Umsóknir um leyfi

          Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn.
          Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
        • Umsóknir um leyfi

          Umsóknir um leyfi til skólaráðs voru 15. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
        • Aðrar umsóknir

          Nemendur óska eftir að taka LEIK2sp05 á miðönn til að fylgja jafnöldrum sínum. Því miður var ekki hægt að verða við beiðninni en nemendum er bent á ef þeir hefji nám næsta vetur í leiklist geti þeir byrjað í LEIK1gr05, tekið leik2sp05 á miðönn og þriðja áfangann í leiklist á vorönn.

     

  2. Af vettvangi NFFG

    • Nemendum hrósað og þakkað fyrir mjög góða vinnu í lýðræðisviku. Mikill fjöldi nemenda kom og tók þátt í stefnumóti við stjórnmálaflokka. Skuggakosningar verða fimmtudaginn 21. nóvember.
    • Kolfinna óskar eftir ballfríi fyrir hönd NFFG morguninn eftir salsaball þann 6. desember nk. Leyfi veitt til kl. 8.50. Nemendum finnst það heldur stutt.
    • Mikil dagskrá verður hjá NFFG næstu þrjár vikur.
    • Skemmtó verður með dagskrá í næstu viku. Gestir koma í heimsókn, uppblásinn boxhringur og
      fleira verður til skemmtunar.
    • Eftir það verður íþróttavika og svo salsavika. Jafnvel verður svo jólavika. jólafatadagur o.fl.
  3. Önnur mál

    • Miðönn fer vel á stað.

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Ásgeir Egilsson, gjaldkeri NFFG
  • Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, kennari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri