1. fundur skólanefndar 2024-2025

1. fundur skólanefndar FG á skólaárinu 2024 – 25 haldinn miðvikudaginn 18. september 2024 kl. 11:45.

Mætt voru: Kristinn Þorsteinsson, skólameistari; Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður; Harpa Valdimarsdóttir, fulltrúi kennara; Erla Hrönn Geirsdóttir, fulltrúi foreldraráðs; Daníel Árnason, fulltrúi nemenda og Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari.

Fundargögn:

  • Staða fjármála eftir ágúst
  • Ársreikningur 2023
  • Dagatal FG fyrir skólaárið 2024-2025
  • Skilaboð til nemenda vegna atburða menningarnætur
  • Bréf til foreldra og nemenda um vopnaburð

Dagskrá fundar:

  1. Fjármál skólans eru í lagi. Kristinn segir þó að rekstur sé að þynjgast. Nemendaígildum hefur fjölgað um tíu frá síðasta ári og það hefur vætanlega einhver jákvæð áhrif.
    Ársreikningur síðasta árs lagður fram en hann er einnig aðgengilegur á heimasíðu skólans.
  2. Skóladagatal og upphaf haustannar
  3. Skólinn tók inn 200 nýnema í haust og önnin fer vel á stað og nýnemaárgangur lofar góðu, upp til hópa eru nemendur ákaflega áhugasamir og duglegir. Fyrsta skólaballið verður á morgun og nokkur spenningur fylgir því. Fundur með foreldrum nýnema gekk einnig vel og foreldraráð er vel mannað í vetur. Erla Það mun m.a. vera til staðar fyrir utan nýnemadansleik.
  4. Félagslíf nemenda
    Daníel varaforseti nemendafélasins kynnir sig og segir frá hvernig starfsemi nemendafélagsins verður háttað í vetur. Félagslífið hefur farið vel á stað, nýnemaferð tókst vel og sömleiðis var mikill áhugi nýnema að starfa með nefndum. Framundan er FG-Flens dagurinn, salsaball, árshátíð og skíðaferð svo eitthvað sé nefnt. Einnig leggur NFFG sig fram um að vera með uppákomur á skólatíma í hverri viku. Þá segir hann frá því að forsvarsmenn NFFG hafi áhuga á að hækka nemendafélagsgjöldin lítillega og vinni að samanburði milli skóla á upphæð þeirra.
  5. Skilaboð til nemenda og foreldra vegna atburða menninganætur. Kristinn leggur fram bréf sem fóru til nemenda og foreldra þar sem fjallað var um aukinn vopnaburð og ofbeldi ungmenna. Í bréfunum er einnig fjallað um forvarnargildi og mikilvægi samveru foreldra og barna. Umræður um hver viðbrögð skóla eigi að vera slíkra atburða.
  6. Önnur mál
    Ákveðið að næsti fundur verði um mánaðamótin nóvember-desember.

Fundi slitið kl. 12:45

Fundarritari: Anna María Gunnarsdóttir