Markmið brautarinnar er fyrst og fremst að búa nemendur undir frekara nám í náttúruvísindum. Brautin skiptist í tvö svið, tæknisvið og heilbrigðissvið. Lögð er áhersla á að nemendur fái góða þekkingu í stærðfræði og náttúrufræðigreinum. Á tæknisviði er mikil áhersla lögð á stærðfræði, eðlisfræði og tölvunarfræði enda er það hugsað sem góður undirbúningur undir frekara nám í raunvísindum, stærðfræði , verkfræði og tæknigreinum. Á heilbrigðissviði er meiri áhersla lögð á líffræði og efnafræði og er þetta svið traustur grunnur undir frekara nám í lífvísindum og heilbrigðisvísindum.
Námsmat
Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.
Reglur um námsframvindu
Nemandi þarf að ljúka 202 einingum til að ljúka stúdentsprófi. Námstíminn er að meðaltali 9-12 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.
Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
- afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra.
- taka þátt í rökræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
- skilja þá umræðu sem fer fram í samfélaginu og geta myndað sér skoðanir á henni.
- njóta, virða og vernda náttúruna og nýta hana á skynsamlegan hátt.
- lesa fræðigreinar náttúruvísinda bæði á íslensku og erlendum tungumálum.
- nota helstu rannsóknartæki.
- beita vísindalegri hugsun og aðferðum við öflun upplýsinga, mælinga, úrvinnslu og túlkun á niðurstöðum.
- nota stærðfræðiþekkingu við úrlausn verkefna.
- nota heimildir og vitna í þær samkvæmt stöðluðum reglum.
- miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt.
- takast á við háskólanám í raunvísindum, heilbrigðisvísindum, stærðfræði, verkfræði og skyldum greinum.
Umsögn nemanda: Helgi Már Herbertsson
HEILBRIGÐISSVIÐ |
NÁMSGREIN |
|
|
EIN. |
Líffræði |
LÍFF |
3le05 3ef05 |
10 |
Efnafræði |
EFNA |
3vl05 3lr05 |
10 |
Næringafræði |
NÆRI |
2nf05 |
5 |
Einingafjöldi |
|
|
25 |
TÆKNISVIÐ |
NÁMSGREIN |
|
|
EIN. |
Stærðfræði |
STÆR |
3yá05 |
5 |
Eðlisfræði |
EÐLI |
3ra05 3ne05 |
10 |
Tölvufræði |
TÖLV |
2gr05 2ug05 |
10 |
Einingafjöldi |
|
|
25 |
KJÖRSVIÐ |
NÁMSGREIN |
|
|
EIN. |
Kjörsvið er 15 eininga val með það að markmiði að nemandinn dýpki þekkingu sína. Af þessum 15 einingum þurfa að minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi.
Nemandinn getur farið eftirfarandi leiðir: 1. Hægt er að taka 15 einingar í sömu námsgrein. Dæmi: FJÖL2AJ05-FJÖL3BL05-FJÖL3KL05 2. Hægt er að taka 5, 10 eða 15 einingar sem framhald af áfanga/áföngum sem nemandinn hefur tekið í kjarna brautar. Dæmi: ENSK3HR05 (kjarni brautar)-ENSK3US05 (kjörsvið)-ENSK3YL05 (kjörsvið) Dæmi: DANS3SO05-ÍSLE3BB05-SAGA3SS05 3. Áfangar í viðskiptagreinum, listgreinum og íþrótta- og heilsugreinum (ekki almennir íþróttaáfangar) þurfa ekki að vera í sömu námsgrein aðeins innan sama sviðs Dæmi: MARK2AM05-STJR2ST05-FRUM3FR02 og FRUM3FR03 Dæmi: TEIK1GR05-LITA1LT05-LIST2FB05 Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05-SERH3xx05-VIBS3VI05 Dæmi: HBFR2HE05-LÍFF2LE05/ÍÞRF3íl05-LÍFF3le05/ÍÞRF3LS05 Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05- SERH3xx05- SERH3xx05 Dæmi: FATA1SS05-FATAUA05-FATA3KJ05 Dæmi:TEIK1GR05-TEXT2VA05-TEXT3TV05 4. Undantekning frá reglunni um áfanga á þriðja þrepi er ef teknir eru áfangar í þriðja/fjórða tungumáli, í list-og verkgreinum, íþrótta- og heilsugreinum. 5. FÉLV2af05 getur staðið sem annar eða þriðji áfangi í kjörsviði með félagsgreinum (FÉLA-, FJÖL-, SÁLF- og UPPE- áföngum. 6. Ekki má nota undirbúningsáfanga á kjörsvið. 7. Alla áfanga á þriðja þrepi má setja í kjörsvið ef nemandi hefur lokið undanförum.
|
Einingafjöldi |
|
|
15 |
FRJÁLST VAL |
NÁMSGREIN |
|
|
EIN. |
Frjálst val eru 9 einingar að eigin vali. |
Einingafjöldi |
|
|
9 |
Leiðbeiningar um val áfanga