1. fundur skólaráðs - haustönn 2024

Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ

1. fundargerð á haustönn 2024 miðvikudaginn 28. ágúst kl. 11:15

1. Bréf til skólaráðs

Guðmundur minnir á að efni fundarins hvað varðar málefni einstakra nemenda er trúnaðarmál.

A. Umsóknir um leyfi

Umsóknir um leyfi til skólaráðs voru 15. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.

B. Aðrar umsóknir

Nemandi sækir um stöðupróf í þýsk - Vísað til umsagnar í deild erlendra mála.

Nemandi sækir um stöðupróf í frönsku - Vísað til umsagnar í deild erlendra mála.

Tveir nemendur sækja um stöðupróf í spænsku - Vísað til umsagnar í deild erlendra mála.

Nemandi sækir um stöðupróf í ensku - Vísað til umsagnar í enskudeild.

2. Af vettvangi NFFG

  • Félagslífið fer vel á stað. Nýnemadagurinn var vel heppnaður. Dagskrá hefur verið alla daga í þessari viku.
  • Þemavika og nýnemaferð verða í næstu viku (2.-6. september) sem upptakt af ferðinni stendur NFFG fyrir leikjum í hádeginu þá viku. Nýnemaferðin verður í Vatnaskóg með viðkomu á Akranesi.
  • Mikill áhugi nýnema er að vera með í ýmsum nefndum.
  • Nýnemadansleikur verður haldinn þann 19. september í Gamlabíó á námsmatsdegi.
  • Viðtöl vegna nýnema í nefndir standa yfir.
  • FG-Flensborg miðvikudagur 9.okt eða miðvikudagur 16. okt. Verið er að gera nýjar keppnistreyjur.
  • Fyrirhuguð Þórsmerkurferð sett á ís í bili.
  • Umræður um ritskoðunarnefnd og hinsegin félagið.

3. Önnur mál

  • Hugmyndir um háskólatorg í umsjónartíma, fyrir eldri umsjónarhópa.
  • Heilsunefnd að fara á stað með sitt starf.
  • Sjö nýir foreldrafulltrúar tóku sæti í foreldraráði eftir nýnemakynningu.

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
  • Erla Mjöll Daðadóttir, markaðsstýra NFFG