5. fundur skólaráðs - miðönn 2024 - 2025

5. fundargerð á miðönn 2024-2025 miðvikudaginn 5. febrúar kl. 11:30

Anna María stýrði fundinum í fjarveru Kristins.

    1. Bréf

      • Umsóknir um leyfi

        Að þessu sinni lágu sex leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
        Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum. Bent er á að leyfið er veitt frá tímasókn en ekki námi á umræddum tíma.
      • Önnur erindi

        Nemandi óskar eftir að fara í DANS2so03 á vorönn 2025. Er skráður í DANS2lo05 í fjarnámi og lýkur því í vor. Hafnað.
    2. Af vettvangi NFFG

      • Rætt um einingar fyrir félagsstörf.
      • Skíðaferð: Sérlega vel heppnuð í allan stað. NFFG á hrós skilið fyrir alla framkvæmd.
      • Gettu betur: FG er komið í átta liða úrslit í Gettu betur og keppir í sjónvarpi fimmtudaginn 13. febrúar. Skemmtilegt ef góð stemming myndast og mæting verður góð.
      • Morfís: FG vann æfingakeppni við BHS. Aðalkeppnin verður í byrjun mars. Rætt um fyrirkomulag þjálfunar.
      • Árshátíð: Undirbúningur í fullum gangi, verið er að vinna í að fá tilboð í mat og fleira. Dansleikurinn verður í Gamla bíói en verið er að skoða hvort kvöldverðurinn fari fram annars staðar en í FG. Vonandi verður hægt á næsta fundi (á vorönn) að segja frá listamönnum sem skemmta á árshátíðinni. Hvatning frá nemendafélaginu til starfsmanna um að vera með skemmtiatriði á árshátíðinni.
    3. Önnur mál

      • Einn nemandi hefur sagt sig frá námi í FG frá síðasta fundi. Milli 20 og 30 nýir nemendur hefja nám við skólann á vorönn 2025.
      • Rætt var um að breyta þarf lögum NFFG, þar er margt orðið úrelt og þarf að uppfæra til dagsins í dag. Nemendur hvattir til að halda aðalfund eins fljótt og kostur er.
      • Anna María biður nemendur eldri en 18 ára að bregðast vel við könnun um ljósabekkjanotkun.

 

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Auður Konn Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
  • Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Daníel Orri Árnason, varaforseti NFFG
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
  • Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi