2. fundur skólaráðs - vorönn 2024

Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ

2. fundargerð á vorönn 2024 miðvikudaginn 20. mars kl. 11:15

  1. Bréf til skólaráðs
    • Umsóknir um leyfi
      Umsóknir um leyfi voru 27 að þessu sinni. Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
    • Aðrar umsóknir
      • Nemandi sækir um frí á föstudögum milli 11:30- 13:30 til að geta æft með Val
        Beiðni verður tekin fyrir í lok annar.
      • Nemandi óskar eftir að taka efnafræði og/eða eðlisfræði, er á viðskiptabraut.
        Vísað til kennslustjóra viðkomandi brauta til umsagnar.
      • Nemandi óskar eftir að taka frumkvöðlafræði í stað HÖNN2ha05. –
        Samþykkt

  2. Af vettvangi NFFG og foreldraráðs
    • Laufey Rán Svavarsdóttir gjaldkeri NFFG leggur fram yfirlit yfir tekjur og gjöld vegna árshátíðar. Kostnaður var rétt liðlega fimm milljónir og miðar voru seldir fyrir næstum 4,8 milljónir þannig að kostnaður var algerlega innan marka.
    • Ballið var frábært og kvöldverðurinn í skólanum tókst mjög vel.
    • NFFG hrósað í hástert fyrir skipulag árshátíðar sem var vel heppnað frá upphafi til enda..
    • Imbran tókst mjög vel, sérstaklega fyrri dagurinn, gaman að fá gamla nemendur úr FG í hús. Tinna og Fríða eiga mikið hrós skilið fyrir vinnu sína.
    • Í nefndarviku þá sjá nefndir NFFG og Hinseginfélagið um dagskrá einn dag.
    • Áhugi fyrir því að gera eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur fyrir það fé sem til er í sjóðum NFFG.
    • Skíðaferð féll niður en nemendur velta fyrir sér að halda vorhátíð.

  3. Önnur mál
    • Skólameistari segir frá því að mennta- og barnamálaráðuneytið hefur látið gera fimm fræðslumyndbönd ætluð framhaldsskólanemendum í kjölfar #MeToo byltingarinnar í framhaldsskólum haustið 2022. Markmið myndbandanna er að skapa samtöl í framhaldsskólum um mörk, samþykki og virðingu í samskiptum og samböndum. Myndböndin eru liður í forvarnar- og fræðsluátaki Mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna umræðu um kynferðisofbeldi og viðbragðsáætlanir framhaldsskólanna. Myndböndin eru fjögur talsins og taka fyrir byltingarnar í framhaldsskólum og kynferðisofbeldi, klám og kynlíf, mörk og samþykki og margvíslegar samfélagskröfur sem geta haft áhrif á ungt fólk. Tilgangur myndbandanna er að kveikja gagnrýnin samtöl meðal framhaldsskólanemenda á Íslandi. Umræður um hvernig þessum málum verður best fyrir komið í FG og hvar efnið eigi heima.
      Slóðin verður send á alla nemendur og einnig verður efnið tekið fyrir í einstaka áföngum. Líklega verður þetta tekið upp næsta haust í lífsleikni nýnema.
    • Foreldraráð stóð fyrir fræðslufundi fyrir foreldra nemenda um netofbeldi 7. mars sl. Á fundinum flutti Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fræðsluerindi en hún hefur í vetur flutt svipað erindi fyrir alla nýnemahópa og starfsfólk skólans. Fundurinn var vel sóttur en milli 50 og 60 manns sóttu fundinn og í kjölfarið sköpuðust góðar umræður. Í lok fundar var flutt tónlistaratriði frá nemendum.
    • Því miður hefur sigið á ógæfuhlið í flokkunarmálum í vetur. Í umhverfisviku sem verður í níundu kennsluviku vorannar (22.- 26. apríl) stendur umhverfisnefnd fyrir fatamarkaði og eins er ætlunin að selja brúsa, gefa grænan ís o.e.fl. Þá ráðgerir umhverfisnefnd að standa fyrir skiptibókamarkaði á annarskiptum haustannar og miðannar sem og miðannar og vorannar næsta vetur.

Fundinn sátu:

  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari fyrri hluta fundar.
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Guðrún Fjóla Ólafsdóttir, forseti NFFG
  • Kári Viðarsson, kennari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri sem tók við fundarritun seinni hluta fundarins.
  • Kristín Logadóttir, kennari
  • Laufey Rán Svavarsdóttir, gjaldkeri NFFG