Heilsustefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ
FG er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna og nemenda skólans. Markmiðið er að bæta heilsu og líðan þeirra sem starfa og nema við skólann. Stefnt er að því að tryggja eins góða og heilsusamlega vinnuaðstöðu og unnt er. Jafnfram eru nemendur og starfsmenn hvattir til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um gildi bættrar heilsu og líðanar. Heislustefnunni er ætlað að hafa áhrif á allar daglegar venjur og starf í skólanum.
Þeir þættir sem stefnan tekur til eru næring, öryggi, hollusta, hreyfing, geðrækt og heilbrigður lífsstíll.
Næring
Markmið að:
hollur matur sé á boðstólnum í mötuneyti nemenda og starfsmanna.
gildi góðrar næringar sé haldið á lofti í sem flestum námsgreinum.
aðgengi að drykkjarvatni sé gott.
boðið verði upp á hollt meðlæti á fundum t.d. ávexti.
Leiðir að markmiðum:
Samvinna og stuðningur við matráða mötuneytanna.
Fá kennara í sem flestum námsgreinum til samvinnu um að leggja áherslu á gildi góðrar næringar. Til dæmis: vinna með texta um hollan mat í tungumálakennslu, reikna út orkuþörf í stærðfræði.
Kaup á vatnsvél.
Kaup á ,,boostvél “ fyrir mötuneyti nemenda. (framkv. 28.11.2011)
Matseðill vikunnar verði birtur á heimasíðu skólans, ásamt verðskrá.
Hreyfing
Markmið að:
leggja áherslu á að starfsmenn leggi rækt við eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni.
hvetja til aukinnar hreyfingar meðal starfsmanna og nemenda skólans.
efla meðvitund um gildi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu.
Leiðir að markmiðum:
Styrkja og standa fyrir ýmsum hreyfitengdum uppákomum, dæmi: golfmót starfsmanna /nemenda á hverri önn, árleg lengri gönguferð kennara, þátttaka nemenda í ýmsum framhaldsskólamótum í íþróttum.
Bjóða upp á fjölreytt úrval íþróttaáfanga á hverri önn og koma þannig til móts við mismunandi þarfir og áhuga nemenda.
Hefja árlegan íþróttadag í FG til vegs og virðingar á ný.
Hvetja til þátttöku í hreyfitengdum viðburðum eins og Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna.
Veita starfsmönnum, þegar svigrúm er í fjárhagsáætlun, styrk til líkamsræktar og stuðla með því að bættri líðan þeirra og heilsu.
Birta fréttir á heimasíðu skólans þegar starfsmenn og/eða nemendur standa sig vel í íþróttum.
Vinna að smíði hjólaskýlis við FG. (framkv. h2011-v2012)
Halda á lofti niðurstöðu þess hluta könnunar sem foreldrafélag FG gerði og snýr að ferðamáta nemenda til og frá skóla.
Geðrækt
Markmið að:
hlúð sé að andlegri heilsu nemenda og starfsmanna í skólastarfinu.
allir leggi sitt af mörkum til að efla góðan starfsanda í skólanum.
Leiðir að markmiðum:
Halda á lofti gildi andlegrar heilsu og þeim þáttum sem ber að leggja áherslu á í forvörnum gegn sjúkdómum að geðrænum toga.
Skólalæknir er starfandi við skólann og til reiðu fyrir nemendur og starfsmenn sem á þurfa að halda.
Leggja áherslu á jákvæð viðhorf.
Lífsstíll
Markmið að:
stuðla á sem víðtækastan hátt að aukinni meðvitund um gildi heilsuræktar í sem víðustum skilningi.
skólinn sé tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður.
Leiðir að markmiðum:
Halda á lofti mikilvægi góðra svefnvenja.
Halda á lofti mikilvægi kynheilbrigðis.
Bjóða upp á námskeið til að hætta að reykja.
Forvarnafulltrúi er virkur í að miðla upplýsingum um skaðsemi og mögulegar leiðir til aðstoðar ef þörf er á.
Gengið eftir að ekki sé reykt né neitt vímuefna á lóð eða í húsnæði skólans.
Öryggismál
Markmið að:
tryggja öllum starfsmönnum og nemendum gott starfsumhverfi sem fullnægir ströngustu kröfum um öryggi, hollustu og vinnuvernd.
öryggisnefnd skólans sé til leiðbeiningar í þeim efnum.
starfsmenn/nemendur beri sjálfir ábyrgð á að fylgja þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra um aðgætni í starfi/námi og leggi þannig fram mikilvægan skerf til aukins starfsöryggis.