3. fundargerð á miðönn 2024-2025 miðvikudaginn 8. janúar kl. 11:30
Anna María stýrði fundinum í fjarveru Kristins.
-
Bréf
- Umsóknir um leyfi:
Að þessu sinni lágu 6 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
- Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.Bent er á að leyfið er veitt frá tímasókn en ekki námi á umræddum tíma.
- Önnur bréf
- Nemandi sækir um undanþágu frá dönsku til stúdentsprófs. Viðkomandi fékk undanþágu frá dönsku i grunnskóla. Samþykkt.
- Nemandi sækir um að fá að taka VÍÐS3lv05 á vorönn, er að sækja um í annað sinn, en hefur ekki fengið svar við fyrstu umsókn. Samþykkt ef nemandi nær öllu á yfirstandandi önn.
-
Af vettvangi NFFG
- Gettu betur:
Lið FG hafði betur í viðureign við Kvennaskólann í Gettu betur keppni sem fór fram í gærkvöldi og er þar með komið í 16 liða úrslit og sem fara fram í sjónvarpi.
- NFFG sér um hafragrautinn í þessari viku og gengur vel.
- Söngkeppnin Jarmið gekk mjög vel. Vel kom út að leigja sal á Snorrabraut. Nemendur mættuprúðbúnir og framganga þeirra var til fyrirmyndar. Skemmtinefndin á mikinn heiður skilið fyrir frábært skipulag og að skemmtilega umgjörð. Atriði voru rúmlega 15 og Arna Rut Arnarsdóttir sigraði.
- Imbrudagar:
Kolfinna leggur fram dagskrárdrög að tveggja daga IMBRU en á síðasta fundi gerðu nemendur athugasemd við að í skóladagatali væri einungis gert ráð fyrir einum degi. Rætt um árshátíð og tengsl við árshátíðarsýningu. Samþykkt að Imbrudagar verði einn og hálfur.
- Morfís:
Æfingar standa yfir og æfingakeppni verður haldinn við Borgó næstkomandi föstudag. Rætt um þjálfara og keppnisfyrirkomulag og greiðslur til þjálfara.
-
Önnur mál
- Þrír nemendur hafa sagt sig frá frá námi í FG frá síðasta fundi. Milli 20 og 30 nýir nemendur hefja nám við skólann á vorönn 2025.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Auður Konn Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
- Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
- Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi