2. fundur skólaráðs - haustönn 2024

Fundargerð skólaráðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Haustönn 2024 - miðvikudaginn 11. september kl. 11:15

Kristinn fer yfir að á fundinum ríkir trúnaður. Ekki allir á fundinu hafa kosningarétt þá sjaldan
sem til þess kemur að fundurinn greiði atkvæði.

  1. Bréf til skólaráðs

Tíu leyfisbeiðnir lágu fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.

    • Umsóknir um leyfi

      Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að
      sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í
      ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega
      afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta
      kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á
      námsmatsdögum.
    • Aðrar umsóknir

      Nemandi sækir um stöðupróf í frönsku. Vísað til umsagnar í deild erlendra mála.
      Nemandi sækir um undanþágu í dönsku til
      stúdentsprófs.
      Samþykkt.
  1. Af vettvangi NFFG

    • Nemendur leggja fyrir áætlun fyrir nýnemaballið. Hækka þarf miðaverðið vegna þess hve
      mikið allt hefur hækkað. Enginn kvenmaður er á skemmtanalistanum en fram kemur hjá
      nemendum að verðskrá þeirra er töluvert hærri en hjá öðrum. Miðar verða seldir í skólanum
      til kl. 14 á sjálfan balldaginn sem er námsmatsdagur.
    • Nýnemaferðin gekk mjög vel. Ásgeir er búinn að fara í þrjár nýnemaferðir, Vatnaskógur heldur vel utan um hópinn og ferðirnar þangað standa upp úr. Nemendafélagið á hrós skilið fyrir vasklega frammstöðu og góða skipulagningu.
    • Kristinn talar um hvernig nýnemafulltrúar eru valdir í nemendafélagið. Hann lagði til að nýnemar fái að velja sinn fulltrúa en ekki stjórn nemendafélagsins.
    • FG-Flens dagurinn er áætlaður 16. október, verður í Hekluhöllinni að þessu sinni.
    • Íþróttavikan verður í þar næstu viku.
    • Morfís fer að renna af stað og sjö hafa áhuga á að vera í liðinu. Gettu betur er einnig að renna úr hlaði.
    • Skólaþing var í desember fyrir tveimur árum. Áætlað er að hafa skólaþing í komandi desember og jafnvel að tengja það við fjörtíu ára afmæli skólans.
  2. Önnur mál

    • Nemendafélagsskírteinin eru í fullum undirbúningi og verða vonandi tilbúin á allra næstu dögum. Nemendur hvattir til að reyna að koma þeim í umferð sem fyrst. Töluverð umræða um afslætti sem fást með kortinu t.d. í ljósabekki. Nemendur hvattir til að taka umræðuna.
    • Rætt um FG peysur og samninga í kringum það.

Fundinn sátu:

  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
  • Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnafulltrúi
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri og fundarritari
  • Ylfa Ösp Ásgeirsdóttir, kennari
  • Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, kennari