Félagsvísindabraut

Félagsvísindi
Markmið brautarinnar er að nemendur öðlist góða almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísinda, geti greint einkenni og þróun samfélaga og geri sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa. Einnig eiga nemendur að þekkja sögu og þróun menningar, trúarbragða, uppeldisstefna, stjórnmála og fjölmiðla í fortíð og nútíð.

Námsmat
Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

Reglur um námsframvindu
Nemandi þarf að ljúka 202 einingum til að ljúka stúdentsprófi. Námstíminn er að meðaltali 9-12 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.

Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • takast á við háskólanám í félags- og hugvísindum.
  • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra.
  • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt.
  • vitna í upplýsingar í samræmi við reglur um meðferð heimilda.
  • taka þátt í rökræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
  • skilja þá umræðu sem fer fram í samfélaginu og geta myndað sér skoðanir á henni.
  • skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þeirra sem búa við önnur skilyrði en hann sjálfur.
  • meta eigin styrkleika og veikleika.
  • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi.
  • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum.
  • meðhöndla og túlka tölulegar upplýsingar.
  • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins, skynsamlegrar nýtingu þess og verndunar.
  • sýna frumkvæði og beita sköpun við lausn flókinna verkefna.

 Umsögn nemanda: Salný Kaja Sigurgeirsdóttir

 
           KJARNI BRAUTAR          
 NÁMSGREIN            EIN. 
 Íslenska undirbúnings áf.  ÍSLE  1un05  
 Íslenska                                                ÍSLE   2mg05 2es05 3sn05 3na05                                           20  
 Enska undirbúnings áf.  ENSK  1ub05   
 Enska  ENSK   2ms05 2kk05  3hr05 3fa05   20
 Danska undirbúnings áf.  DANS  1fr05  
 Danska  DANS   2lo05 2so03   8
 Stærðfræði undirbúnings áf.  STÆR  1hs05  
 Stærðfræði  STÆR   2ts05 3tl05            10
 Raungreinar
 Val 2 af 3
 JARР
 LÍFF
 UMHV   
 2jí05
 1gá05
 1au05
  10
 Þriðja mál
 Val um 1
 SPÆN
 FRAN
 ÞÝSK
 1gr05  1fr05 1ff05
 1gr05  1fr05 1ff05
 1gr05  1fr05 1ff05
  15
Fjármálalæsi  FjÁR  2fl05   5
 Saga  SAGA  2íl05 2ms05 3me05   15
 Félagsvísindi  FÉLV  1if05 2af05  3lv07   17
 Heimspeki  HEIM  2hh05    5
 Sálfræði  SÁLF  3is05 (kemur í stað UPPE2bm05)   5
 Fjölmiðlafræði  FJÖL  2aj05    5
 Lífsleikni  LÍFS  1sl03  1ns01   4
 Lýðheilsa  LÝÐH  1hl02   2
 Íþróttir  ÍÞRÓ  1hr1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5    9
 Einingafjöldi       150

 

BUNDIÐ VAL 
(val um 5 áfanga af 9 = 25 einingar)
 NÁMSGREIN           EIN.
 Saga  SAGA    3ss05                                                                        
 Sálfræði  SÁLF  3gs05  3þu05  3fs05  
 Fjölmiðlafræði              FJÖL  3kl05  3bl05      
 Félagsfræði   FÉLA  3ab05  3hþ05     
 Stjórnmálafræði  STJÓ  3is05      
 Einingafjöldi        25

 

KJÖRSVIÐ
 NÁMSGREIN                                                                                                       EIN.
Kjörsvið er 15 eininga val með það að markmiði að nemandinn dýpki þekkingu sína. Af þessum 15 einingum þurfa að   minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi.

 Nemandinn getur farið eftirfarandi leiðir:
 1.  Hægt er að taka 15 einingar í sömu námsgrein.
     Dæmi: FJÖL2AJ05-FJÖL3BL05-FJÖL3KL05
 2. Hægt er að taka 5, 10 eða 15 einingar sem framhald af áfanga/áföngum sem nemandinn hefur tekið í          kjarna brautar.
     Dæmi: ENSK3HR05 (kjarni brautar)-ENSK3US05 (kjörsvið)-ENSK3YL05 (kjörsvið)
     Dæmi: DANS3SO05-ÍSLE3BB05-SAGA3SS05
 3. Áfangar í viðskiptagreinum, listgreinum og íþrótta- og heilsugreinum (ekki almennir íþróttaáfangar)          þurfa ekki að vera í sömu námsgrein aðeins innan sama sviðs
     Dæmi: MARK2AM05-STJR2ST05-FRUM3FR02 og FRUM3FR03
     Dæmi: TEIK1GR05-LITA1LT05-LIST2FB05
     Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05-SERH3xx05-VIBS3VI05
     Dæmi: HBFR2HE05-LÍFF2LE05/ÍÞRF3íl05-LÍFF3le05/ÍÞRF3LS05
     Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05- SERH3xx05- SERH3xx05
     Dæmi: FATA1SS05-FATAUA05-FATA3KJ05
     Dæmi:TEIK1GR05-TEXT2VA05-TEXT3TV05
 4. Undantekning frá reglunni um áfanga á þriðja þrepi er ef teknir eru áfangar í þriðja/fjórða tungumáli,       í list-og  verkgreinum, íþrótta- og heilsugreinum.
 5. FÉLV2af05 getur staðið sem annar eða þriðji áfangi í kjörsviði með félagsgreinum (FÉLA-, FJÖL-,               SÁLF- og UPPE- áföngum.
 6. Ekki má nota undirbúningsáfanga á kjörsvið.
 7. Alla áfanga á þriðja þrepi má setja í kjörsvið ef nemandi hefur lokið undanförum.

 Einingafjöldi      15

 

FRJÁLST VAL
 NÁMSGREIN                                                                                                          EIN.
 Frjálst val eru 12 einingar að eigin vali.
 Einingafjöldi      12