2. fundur skólanefndar FG á skólaárinu 2024 – 2025

2. fundur skólanefndar FG á skólaárinu 2024 – 25 haldinn  miðvikudaginn 11. desember 2024 kl. 11:45.

Mætt voru:

  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður
  • Davíð Freyr Jónsson, fulltrúi í skólanefnd
  • Frosti Logason fulltrúi í skólanefnd
  • Harpa Valdimarsdóttir,  fulltrúi kennara
  • Inga Amal Hasan, fulltrúi í skólanefnd
  • Erla Hrönn Geirsdóttir, fulltrúi foreldraráðs
  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari

Fundargögn:

  • Útkomuspá 2024, áætlun 2025, jöfnuður í árslok 2025 og fjárheimildir 2024
  • Reiknilíkan framhaldsskólann 2025, skólablað FG
  • Greinargerð með ársáætlun 2025
  • Áætlun um tekjur og gjöld 2025-2027
  • Þriggja ára áætlun stofnanna – FG

Dagskrá fundar:

  1. Fjármál skólans
  2. Stefnumótun til þriggja ára
  3. Skólaþing FG
  4. Félagslíf nemenda
  5. Önnur mál

 

    1. Fjármál skólans

      Fjármál skólans eru í lagi en rekstur framhaldsskóla yfirleitt er aðeins að þyngjast. Viðbrögð skólans verða að gæta fyllsta aðhalds og draga úr fjarnámi. Vangaveltur um áhrif nýrra kjarasamninga sem og krafna um aukna þjónustu við nemendur sem og hugsanlegra breytinga á áherslumálum með nýjum menntamálaráðherra.
    2. Stefnumótun til þriggja ára

      Í síðustu viku áttu stjórnendur fund með fulltrúum úr framhaldsskólateymi mennta- og barnamálaráðuneytis þar sem farið var yfir skýrslu um innra mat fyrir árið 2024. Skólinn fékk lofsorð fyrir hvoru tveggja. Anna María sagði að ýmislegt í þriggja ára áætluninni sem er gerð í öllum ríkisfyrirtækjum félli ekki alls kostar að skólastarfi og nefndi sem dæmi atriði er varða hraða þjónustu.
    3. Skólaþing FG

      Kristinn segir frá skólaþingi FG sem haldið var þann 4. desember sl. Þingið er haldið annað hvert ár. Á því svara nemendur ýmsum spurningum er varða skólann, kennslu og félagslíf nemenda. Í samræmi við svör nemenda er svo unnið að úrbótum. Eftir þingið var nemendum boðið upp á köku í tilefni af 40 ára afmæli skólans.
    4. Félagslíf nemenda

      Kolfinna segir frá því er hæst hefur borið í félagslífi nemenda undanfarið og hvað er á döfinni. Auk hefðbundinna dagskrárliða stendur nemendafélagið fyrir skíðaferð til Noregs í lok janúar. Með í för verða þrír starfsmenn skólans. Kristinn segir að félagslíf hafi verið óvenjublómlegt í vetur og stjórn nemendafélagsins hafi staðið sig frábærlega.
    5. Önnur mál

      Ákveðið að næsti fundur verði um mánaðamótin febrúar-mars en það verður síðasti fundur þessarar skólanefndar.

 

Fundi slitið kl. 12:45

Fundarritari:

Anna María Gunnarsdóttir