5. fundur skólaráðs - haustönn 2024

Haustönn 2024 - miðvikudaginn 23. október kl. 11:15 

  1. Bréf til skólaráðs

    Að þessu sinni lágu tólf leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.

    • Umsóknir um leyfi

      Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.

    • Aðrar umsóknir

      Nemandi sækir um undanþágu í dönsku til stúdentsprófs. Umsóknin er samþykkt.

      Nemandi sækir um undanþágu frá stærðfræðiáfanganum STÆR2ts05 og íþróttum. Vísað til umsagnar hjá viðkomandi kennslustjórum.

    • Úrsagnir

      Einn nemandi segir sig frá námi í FG.

  2. Af vettvangi NFFG

    • FG-Flensborg. Nemendur lýsa óánægju sinni með framgöngu Flensborgar, reglur voru brotnar, enginn kennari var með nemendum og þeir tóku ekki þátt í frágangi að lokinni keppni. Umræður um hvernig sé hægt að bregðst við og hvort frekar eigi að leita eftir keppni við aðra skóla.

    • Knattspyrnumót. Skipulagnig knattspyrnumóts með þátttöku FG, MK, MS og VÍ er langt komin og átti mótið að vera 30. nóvember sem hefur nú komið í ljós að er kjördagur. Vonandi tekst að hafa mótið í febrúar í staðinn.

    • Í vikunni var kosið um hvort salsaball sem haldið verður 5. desember verði með eða án gesta. Um 70% þeirra sem tóku þátt vildu að ballið væri „opið“ Það verður því haldið í Kolaportinu. Reiknað er með að eitthvað tap verði á ballinu þar sem í salnum er hvorki svið né hljóðkerfi og leigja þarf hvort tveggja. Nemendur hafa hug á að setja smá púður í markaðsmál fyrir ballið og jafnvel setja upp stóran mexíkanahatt á hringtorginu við Skólastræti. Það mál er í ferli.

    • Í næstu verða uppákomur á skólatíma og m.a. keppt í armbeygjum, graskersútskurði og kötturinn sleginn úr tunnunni. Þar að auki verða einhver atriði á vegum „Skemmtó“.

    • Skíðaferð. Undirbúningur gengur vel og langflestir hafa greitt staðfestingargjald.

    • Leikfélagið Verðandi frumsýnir barnaleikritið: Geimvera í Garðabæ föstudaginn 1. nóvember kl. sjö. Vakin athygli á að nauðsynlegt er að koma auglýsingu á heimasíðu FG. Sýningar verða alla vega fjórar og þess utan þrjár skólasýningar.

  3. Önnur mál:
    Skuggakosningar og stefnumót við stjórnmálaflokka.

    • Ákveðið hefur verið að taka þátt í svokölluðum skuggakosningum 21. nóvember nk. Til þeirra er efnt í tilefni alþingiskosninga þann 30. nóvember nk. Til skuggakosninganna boða Landssamband ungmennafélaga (LUF) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Skuggakosningar eru liður í lýðræðisverkefninu #ÉgKýs sem hefur það að markmiði að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Sýnt er að kosningarnar hafa jákvæð áhrif á kjörsókn.

    • Þá hefur verið ákveðið að skólinn standa fyrir stefnumóti við stjórnmálaflokka 18.-20. nóvember í samstarfi við NFFG en þá koma fulltrúar stjórnmálaflokka og ræða við nemendur og kennara. 

    • Umsjón hvors tveggja er í höndum Guðmundar Stefáns Gíslasona, verkefnisstjóra í samstarfi við NFFG.

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
  • Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Jónas Breki Kristinsson, formaður íþróttanefndar NFFG
  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
  • Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari
  • Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi
  • Ylfa Ösp Áskelsdóttir, kennari