Forvarnir við Fjölbrautaskólann íGarðabæ
Stefna Fjölbrautaskólans í Garðabæ í forvörnum er að stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, jákvæðri lífssýn nemenda sinna og vinna gegn sjálfseyðandi hegðun. Forvarnarfulltrúi skólans er Berglind M. Valdimarsdóttir og ásamt forvarnarteymi annast hún skipulagningu forvarnarstarfs skólans.
Í forvarnarteymi skólans sitja auk hennar tveir námsráðgjafar, félagsmálafulltrúi og áfangastjóri. Forvarnarfulltrúi situr einnig í skólaráði og starfar með foreldraráði FG.
Starf forvarnarfulltrúa er að láta sér annt um velferð nemenda, aðstoða, vera til staðar og leiðbeina þeim sem þurfa á hjálpinni að halda.
Starfið er mjög fjölbreytt sem tekur engan enda. Allt frá því bjóða uppá heilsugraut, skipuleggja íþróttamót, forvarnarfræðslu og fá forvarnarkynningar inn í skólastarfið. Starfa á böllum og öðrum viðburðum tengdum félagslífi skólans.
Skrifstofa forvarnarfulltrúa er uppi á þriðju hæð beint á móti stiganum,
hægt er að kíkja þar við.
Einnig er hægt að hringja í síma (520-1600) eða senda tölvupóst (berglindmv@fg.is) og fá fastan tíma.
Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
Fræðsluefni um forvarnir
- SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengis og vímuefna vandann.
Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík, s. 530 7600.
- Fræðslumiðstöð í fíknivörnum FRÆ
Brautarholti 4a, 105 Reykjavík, s. 511 1588.
- Vímulaus æska - foreldrahús
Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, s. 511 6160.