Kristinn Þorsteinsson skólameistari opnaði fundinn og bauð fundargesti velkomna.
Byrjað var á að skoða spurningar sem nemendur sendu inn fyrir fundinn.
Nokkuð margar spurningar voru um bílastæðið – nemendur kvarta um að bílastæði séu of fá. Því var
svarað á þann hátt að þeim verður ekki fjölgað og nemendur þurfa að leggja í merkt bílastæði. Átak vegna
bíla sem illa er lagt hefur gengið vel og því verður áfram haldið.
Nokkrar spurningar voru til nemendafélagsins. Þeim var öllum svarað í kynningu um árshátíðina sem
Kolfinna, forseti nemendafélagsins gerði svo góð skil. Tíu nemendur verða að sitja saman á borði í
matnum og senda þarf til stjórnar hverjir vilja vera saman. Að öðrum kosti mun nemendum verða raðað
niður þar sem pláss leyfir.
Peysurnar eru væntanlegar um mánaðarmótin mars/apríl, munu kosta 10 – 15.000.
Góðgerðarvika FG verður endurvakin 7. – 11. apríl. Nemendur hvattir til að taka þátt og hafa gaman.
Safnað verður fyrir barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Markmiðið sett á að safna a.m.k. einni
milljón. Nokkrum áskorunum var hent í loftið og Kristinn lofar að fá sér húðflúr ef safnast 100.000 krónur.
Rakel Eva, nýnemafulltrúi talar um kosningavikuna sem verður 5. – 9. maí. Allar upplýsingar verða birtar á
helstu miðlum nemenda. Hún hvatti nemendur til að bjóða sig fram í nefndir.
Fulltrúar Verðandi mæta á sviðið og segja frá Gulleyjunni sem frumsýnd verður fljótlega. Sýnt var atriði
sem var fjörugt og skemmtilegt.
Fríða og Tinna komu og sögðu frá Imbru í næstu viku, allan miðvikudaginn og fyrir hádegi á fimmtudaginn.
Dagskrá verður opinberuð á föstudaginn og skráning byrjar á mánudaginn. Dagskráin byggist aðallega upp
á hugmyndum sem nemendur sendu inn. Þær vöktu athygli á að margir viðburðanna verða með
fjöldatakmarkanir og þá gildir að vera fljótur að skrá sig.
Sigríður Eir, fulltrúi hinseigins félagsins, stígur á svið og kynnir sig. Hún ætlar að boða til hittings fljótlega.
Þá var komið að spurningum úr sal sem var aðeins ein að þessu sinni:
- Hvaða listamenn verða á árshátíðinni.
Það kemur fram í myndbandi sem sýnt verður fljótlega á Instagram.
Ekki fleiri spurningar og fundi slitið.
Fundargerð ritaði Kristín Helga Ólafsdóttir