2. fundur skólaráðs - miðönn 2024 - 2025

2. fundargerð á miðönn 2024-2025 miðvikudaginn 4. desember kl. 11:30

  1. Bréf

    • Að þessu sinni lágu 16 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.

      Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.

    • Talsmaður nemenda gerir athugasemd við afgreiðslu skólaráðs um leyfisósk, frá 1. fundi skólaráðs þann 20. nóvember sl. Athugasemd vísað til frekari umfjöllunar hjá kennslustjóra í viðkomandi deild í samráði við skólameistara.

    • Tveir nemendur segja sig frá námi.
  2. Af vettvangi NFFG

    Nemendur leggja fram undirskriftalista með bón 350 nemenda um að ballfrí verði til 10.30 föstudaginn 6.12 eftir salsaballið. Eftir töluverðar umræður var sæst á að lengja leyfið til 9.20 í þessu eina tilviki. Er það ekki á neinn hátt fordæmisgefandi. Kristinn mun senda skilaboð til kennara þar að lútandi.

    Nemendum var hrósað fyrir líflegt og gott félagslíf. Salsavika hefur verið skemmtileg og mikil þátttaka og má sem dæmi nefna að yfir 60 nemendur mættu í salsakennslu í gærkvöldi.

    Í næstu viku verður svo jólavika með ýmsum skemmtilegum uppákomum. Óskað verður eftir að kennarar og starfsfólk taki þátt í einhverjum þeirra, t.d. jólapeysudegi.
  3. Önnur mál

    Rætt um skólaþing sem haldið var í gær 3. desember og tókst mjög vel.

    Umræður um bílastæði teknar upp. Fulltrúar nemenda sammála um að draga ætti bíla sem er rangt lagt í burtu á kostnað eigenda. Slíkt er ákveðnum vandkvæðum bundið og væntanlega er besta leiðin að höfða til nemenda með jákvæðum hætti.

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
  • Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
  • Daníel Orri Árnason, varaforseti NFFG
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
  • Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari
  • Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi