Um námið

  • Hver eru inntökuskilyrði i FG?

    Skólinn setur ekki inntökuskilyrði á námsbrautir. Námsbrautir henta nemendum misvel út frá þeim undirbúningi sem þeir hafa úr grunnskóla
    Við afgreiðslu umsókna er horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut. Nemendur með einkunnina B og hærri fara beint inn á áfanga á öðru þrepi i dönsku, ensku, islensku og stærðfræði. Nemendur sem eru yngri en 18 ára njóta forgangs.

  • Hvernig virkar þriggja anna kerfið?

    Í stað tveggja anna koma þrjár jafnlangar annir, 60 dagar hver önn. Haustönn er frá ágúst – miðjan nóvember. Miðönn frá nóvember til febrúar og síðan vorönn frá febrúar til maí. Námsmatsdagar eru á hverri önn. Ekki er kennsla þá daga en mögulega verða nemendur kallaðir inn t.d. til ljúka námsmati sem þeir hafa misst af. Lokaprófum fækkar verulega en einhver lokapróf verða og gera má fyrir prófum fyrstu þrjá námsmatsdagana í lok annar.

  • Hvað þarf ég að taka mörg fög á önn til að útskrifast á þremur árum?

    Nemandi sem stefnir á útskrift á þremur árum þarf að taka 4 áfanga á önn ásamt íþróttum og 5 áfanga a.m.k. tvisvar sinnum. Þetta miðast við nemendur sem þurfa ekki að taka undirbúningsáfanga.

  • Má ég vera lengur en þrjú ár í námi?

    Já, nemendur stjórna námshraða sínum sjálfir og geta útskrifast á þremur árum eða meira.

  • Hvað er stúdentsprófið margar einingar?

    Stúdentspróf er 202 einingar.

  • Hvað eru margar brautir í FG?

    Við skólann eru 7 bóknámsbrautir til stúdentspróf. Einnig er starfrækt við skólann sérnámsbraut.

  • Er hægt að skipta um braut?

    Ef nemandi hefur áhuga á að skipta um braut er mikilvægt að panta tíma hjá námsráðgjöfum sem leiðbeina nemendum um næstu skref. Samþykki forráðamanna þarf að vera til staðar fyrir nemendur sem eru yngri en 18 ára.

  • Er hægt að útskrifast af tveimur brautum?

    Já það er hægt að útskrifast af tveimur brautum en þá þarf það að vera í fullu samráði við námsráðgjafa og áfangastjóra þar sem setja þarf upp námsferil miðað við tvær brautir.

  • Hvað eru námsmatsdagar?

    Námsmatsdagar eru auglýstir inn á skóladagatali FG. Kennarar geta kallað inn nemendur í ákveðin verkefni sem og sjúkrapróf hafi nemandi verið veikur þegar hlutapróf voru.

  • Þarf ég að eiga fartölvu/spjaldtölvu?

    Ætlast er til að nemendur komi með sín eigin tölvur/snjalltæki og þeir hafa aðgang að þráðlausu netkerfi skólans.

  • Hvar finn ég bókalista?

    Bókalisti er á heimasíðu skólans.

  • Hvar kaupi ég skólabækur?

    Hægt er að kaupa skólabækur í bókabúðum. Gott er að athuga skiptibókamarkaði t.d. í A4 og Pennanum – Eymundsson. Á miðönn er einnig hægt að kaupa skiptibækur og þarf að spyrja sérstaklega um það í bókabúðunum.

  • Hvað er smiðja?

    Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er öllum nemendum boðið upp á smiðjutíma í flestum greinum. Smiðjutímarnir eru fjórir og koma fram á stundatöflu nemenda. Í smiðju gefst nemendum kostur á að fá frekari aðstoð við nám sitt í fámennari hópum. Fagkennari er til staðar og leiðbeinir hverjum og einum nemanda með þá þætti sem hann þarf aðstoð með. Í smiðju geta nemendur m.a unnið heimavinnu, verkefni og/eða annað sem óljóst er í hverjum áfanga fyrir sig undir leiðsögn kennara.
    Hverjum og einum nemanda er frjálst að mæta í smiðju þegar honum hentar en skólinn hvetur alla nemendur til að nýta sér þetta góða aðgengi að kennurum til að ná enn betri árangri í námi.
    Kennarar geta boðað nemendur í smiðjur til að vinna að sérstækum verkefnum og tilkynna þeir það jafnóðum.

  • Hvað gerist ef ég fell í áfanga?

    Ef nemandi fellur í áfanga þarf hann að sitja sama áfanga aftur.

  • Eru lokapróf?

    Misjafnt er eftir áföngum hvernig námsmat er. Skoða þarf vel allar námsáætlanir þar kemur fram hvort um símat sé að ræða eða lokapróf.

  • Hvað er námsferilsáætlun og hvernig geri ég hana?

    Námsferilsáætlanir eru n.k. skipulag um það hvernig nemandi ætlar að haga námi sínu. Þessa áætlun gerir nemandi með umsjónarkennara sínum. Einnig er hægt að fá aðstoð hjá námsráðgjöfum skólans.

  • Hvað er kjörsvið?

    Kjörsvið er 15 eininga val með það að markmiði að nemandinn dýpki þekkingu sína. Af þessum 15 einingum þurfa að   minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi. Undantekning frá reglunni um áfanga á þriðja þrepi er ef teknir eru áfangar í þriðja/fjórða tungumáli, í list-og verkgreinum, viðskiptagreinum eða íþrótta- og heilsugreinum.

    Ekki má nota undirbúningsáfanga á kjörsvið.

    Alla áfanga á þriðja þrepi má setja í kjörsvið ef nemandi hefur lokið undanförum.

  • Hvar finn ég námsáætlanir fyrir áfanga sem ég er í?

    Námsáætlanir eru að finna á heimasíðu skólans.

  • Eru stöðupróf í tungumálum haldin í skólanum?

    Fjölbrautaskólinn í Garðabæ býður upp á stöðupróf fyrir nemendur sína í þeim tungumálum sem kennd eru við skólann. Uppfylla þarf eitt af eftirfarandi skilyrðum til þess að geta sótt um að taka stöðuprófin: að viðkomandi sé tvítyngdur, hafi verið búsettur erlendis í ákveðinn tíma eða verið skiptinemi erlendis. Sækja þarf um stöðupróf til skólaráðs.

    Próftaka fer fram fyrsta námsmatsdag haustannar. Greiða verður fyrir prófið á skrifstofu skólans a.m.k. viku fyrir próftöku, sjá gjaldskrá FG. Ef ekki er greitt fyrir prófið á réttum tíma er nemandi sjálfkrafa tekinn af lista yfir þá sem skráðir eru í stöðupróf.

  • Er fjarnám í boði í FG?

    Fjarnám er í boði á öllum önnum. Misjafnt er milli anna hvaða áfangar eru í boði. Allar upplýsingar má finna hér

  • Má ég taka fjarnám ef ég er í dagskóla?

    Nemandi getur tekið bæði áfanga í dagskóla og fjarnámi samhliða en miðað er við að áfangarnir séu ekki fleiri en sex samtals.

  • Ég er með kort í líkamsræktarstöð, er hægt að fá það metið sem likamsræktaráfanga?

    Íþróttir eru í kjarna allra brauta. Nemandi þarf að taka 9 einingar í íþróttum eða sex íþróttaáfanga (nema á íþróttabraut, þar er einn áfangi). Ekki er hægt að nota kort í líkamsræktarstöð í stað íþrótta.

Þjónusta

  • Hvar eru námsráðgjafar skólans með skrifstofu?

    Námsráðgjafar eru með skrifstofu á A-gangi, hægra megin við bókasafnið þegar gengið er inn i skólann.

  • Þarf að bóka tíma hjá námsráðgjöfum?

    Námsráðgjöfin er opin frá kl. 9-15 alla virka daga og nemendur geta komið við en einnig pantað tíma.

    dagny@fg.is og audur@fg.is

  • Eru einhver sérúrræði í boði fyrir nemendur?

    Skólinn reynir eftir fremsta megni að koma til móts við nemendur með sérþarfir. Allar upplýsingar eru að finna hér.

  • Er hægt að fá aðstoð hjá sálfræðingi/hjúkrunarfræðingi í skólanum?

    Skólinn er ekki með starfandi sálfræðing eða hjúkrunarfræðing. Námsráðgjafar geta aðstoðað nemendur með tímapantanir hjá sálfræðingum. Hægt er að senda tölvupóst á  audur@fg.is og dagny@fg.is eða komið við á skrifstofu námsráðgjafa.

  • Er bókasafn i FG?

    Bókasafn (skólans) er á annarri hæð beint á móti inngangi skólans.

  • Hvað gerist ef ég gleymi fartölvunni heima?

    Á bókasafni skólans eru tölvur til útláns til að nota í skólanum.

  • Hvernig get ég prentað út i skólanum?

    Við bókasafn skólans eru prentarar. Allir nemendur fá prentkvóta til notkunar í prentara skólans.
    Ef nemendur þurfa að auka við prentkvóta þá er hægt að kaupa viðbót á skrifstofu skólans.

  • Hvar fæ ég office pakkann?

    Nemendur hafa aðgang að Office365, hægt er að nálgast Office pakkann
    án endurgjalds meðan nemendur eru í námi.
    Aðgangur að Office365 er kennitala@fg.is og lykilorð.
    Ef nemandi er ekki með aðgang þá sendir hann póst á kerfisstjori@fg.is með nafni og
    kennitölu og fær aðgangsorðin ásamt upplýsingum hvernig nálgast á Office pakkann.

  • Er mötuneyti FG?

    Í FG er gott mötuneyti fyrir nemendur sem staðsett er á fyrstu hæð.

  • Er hægt að leigja skáp?

    Já, það er hægt að leigja skáp og það kostar 1500 kr. fyrir skólaárið.  Skrifstofan selur lása og kosta þeir 1200 krónur.

Skólinn

  • Hvernig sæki ég um niðurfellingu á fjarvistum vegna veikinda eða leyfa?

    Nemendur geta sótt um  niðurfellingu veikinda undir lok annar eða áður en kennslu lýkur. Þá er skólasóknin skoðuð og ef mætingahlutfall er 97% eða hærra að frádregnum veikindum verða fjarvistir vegna veikinda felldar niður.

  • Hvenær er skrifstofan opin?

    Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08.00-15.30 mánudaga til fimmtudaga.
    08.00-15.00 föstudaga.

  • Hver eru skólagjöldin FG?

    Skólajöldin eru 12.500 kr. á önn en nýnemar greiða 17.500 fyrstu önnina við skólann.

  • Hvar finn ég skólareglurnar?

    Skólareglur eru að finna á heimsíðu skólans.

  • Hvar og hvernig tilkynni ég veikindi?

    Veikindi skal tilkynna fyrir kl. 11 í Innu hvern veikindadag og staðfesta skriflega ef um veikindi lengur en tvo daga er að ræða. Staðfestingin skal undirrituð af foreldri, forráðamanni eða lækni  ef neminn býr enn í foreldrahúsum – og gildir þá einu þótt hann sé orðinn 18 ára. Ef það gengur ekki þarf annan fullorðinn einstakling til að votta veikindin. Skila skal staðfestingu innan þriggja daga frá því að veikindum lýkur. Eyðublað  til staðfestingar veikindum fæst á skrifstofu og heimasíðu skólans. 

  • Hvað gerist ef ég veikist á miðjum skóladegi?

    Ekki er hægt að skrá veikindi eftir kl. 11:00, hvorki í skólanum né í gegnum Innu. Veikindi er aðeins hægt að skrá í heilan dag.

  • Fæ ég fjarvist ef ég þarf að fara til t.d. læknis á skólatíma?

    Já, það gefur fjarvist. En hægt er að skila inn staðfestingu t.d. ef nemandi fer til tannlæknis, í ökupróf eða sjúkraþjálfun: Þá er fjarvistin skráð sem  útskýrð fjarvist (T) þar sem fram kemur ástæða fjarvistar.

  • Hvar sæki ég um leyfi til að fara í t.d. ökupróf?

    Hægt er að skila inn  staðfestingu  vegna ökuprófs, sjá svar hér að ofan.

  • Er hægt að sækja um leyfi til að fara í frí á skólatíma?

    Ef nemendur þurfa leyfi frá kennslustundum skal sækja um það til skólaráðs. Leyfi vegna keppni eða ferðar á vegum íþróttafélags er veitt ef staðfesting frá þjálfara liggur fyrir. Ef nemendur þurfa leyfi vegna annarra ferða er það skoðað og síðan afgreitt í lok annar á þann hátt að ef skólasókn er óaðfinnaleg að öðru leyti er leyfið veitt í flestum tilfellum.

  • Þetta svarar ekki spurningum mínum. Við hvern á ég að tala?

    Alltaf er hægt að ræða við námsráðgjafa skólans, stjórnendur, kennara og starfsmenn á skrifstofu ef eitthvað er óljóst.

  • Get ég fengið einingu fyrir mætingu?

    Nemendur sem mæta vel geta unnið sér inn námseiningar. Nemendur sem fá 9 eða 10 í skólasókn fá eina einingu á önn, að því tilskildu að raunmæting sé yfir 89%, sem fer í val á öllum námsbrautum. Nemandi sem mætir mjög vel fær þannig einingar í val fyrir það eitt að mæta; auk þess sem hann nær líka oftast betri árangri í námi. Nemandi getur að hámarki fengið 9 einingar fyrir skólasókn á námsferli sínum.

  • Er hægt að falla á mætingu?

    Við leggjum ríka áherslu á  góða skólasókn og mjög mikilvægt er að nemendur og forráðamenn fylgist vel með mætingum til að komast hjá því að nemandi fá áminningu, brottvísun og/eða höfnun á skólavist. Nemandi sem ekki nær 87% skólasókn á ekki vísa skólavist næstu önn . Nemanda sem mætir minna en 85% er heimilt að vísa úr skóla.

  • Hvað er skólinn opinn lengi?

    Skólinn opnar 7:30 á virkum dögum og lokar kl 17:00

  • Eru bílastæði við skólann?

    Fjölmörg bílastæði eru við skólann en við hvetjum nemendur til að nýta sér vistvænni leiðir til að ferðast til og frá skóla.

  • Hvað eru margir nemendur í FG?

    Í FG er nemendafjöldinn um 700-750, misjafnt á milli anna.

  • Er nemendafélag i skólanum?

    Við skólann er starfandi nemendafélag NFFG og má finna allar upplýsingar um það hér

  • Hvar fæ ég að vita hvaða viðburðir eru á vegum nemendafélagsins?

    Gott er að fylgja NFFG á samfélagsmiðlum en þar eru allir atburðir auglýstir vel. Einnig eru fréttir af helstu atburðum  settir á heimasíðu skólans.