Stefna skólans í forvörnum

MARKMIÐ:
Skólinn vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna og vinna gegn hverskyns sjálfseyðandi hegðun.

LEIÐIR:
Markmiðum þessum hyggst skólinn ná með því að 

  • hafa sérstakan forvarnafulltrúa sem annast skipulagningu forvarnarstarfs skólans
  • Forvarnarfulltrúi
  • er boðberi forvarna innan skólans. Hann er talsmaður ákveðinna hugmynda gagnvart stjórnendum,  starfsmönnum, nemendum og forráðamönnum.
  • miðlar upplýsingum til nemenda og aðstandenda þeirra með viðtalstímum, 
    upplýsingabanka og fræðslufundum 
  • vinnur að stefnumörkun skólans í forvarnarmálum 
  • gerir forvarnaráætlun fyrir starfstímabil skólans og er ábyrgur fyrir framkvæmd hennar 
  • aðstoðar við samþættingu forvarna við annað skólastarf, t.d. kennslu 
  • heldur utan um 1. stigs forvarnir og leitar leiða til að bæta slæmt ástand, t.d í félagslífi 
  • hefur inngrip í mál nemenda þar sem íhlutunar er þörf og metur hvert tilfelli fyrir sig 
  • gætir trúnaðar gagnvart skjólstæðingum sínum 
  • starfar með forvarnarteymi sem er honum til ráðuneytis.

  • standa fyrir forvarnarfræðslu fyrir nemendur, starfsmenn skólans og aðstandendur nemenda
  • Forvarnarfulltrúi hefur umsjón með allri fræðslustarfsemi um tóbak, áfengi og önnur vímuefni. Hann kemur á framfæri upplýsingum um niðurstöður rannsókna á stöðu og líðan unglinga, samskipti og fræðslu um fyrirbyggjandi þætti varðandi áhættuhegðun o.fl.
  • Fræðslan er fyrir þrjá markhópa; nemendur, starfsmenn skólans og aðstandendur nemenda.
  • Allir starfsmenn hljóti menntun og þjálfun í að þekkja einkenni, sem nemendur í vanda bera oft með sér, og viti hvert vísa á slíkum málum.
  • Haldnir verði reglulega umræðu- og fræðslufundir með foreldrum og forvarnarstarf skólans og viðtalstímar forvarnarfulltrúa sé vel kynnt meðal foreldra.
  • Ýmsir aðilar verði fengnir til að sjá um fræðslu fyrir nemendur. Jafnframt fræðslu um áhættu af neyslu fíkniefna sé lögð áhersla á að kynna aðra valkosti og lífshætti þar sem neysla fíkniefna á ekki við eða er ekki eftirsóknarverð.

  • flétta forvarnir með einum eða öðrum hætti inn í allar námsgreinar skólans
  • Forvarnarfulltrúi stýrir vinnu kennara við að finna leiðir til að flétta forvarnir inn í skólastarfið og kennsluna, t.d. með því að
  • halda vinnufundi þar sem kennarar safna hugmyndum innan faghópa og þverfaglega
  • safna skýrslum um samþættingu forvarnarefnis og annars námsefnis
  • dreifa sýnishornum af slíku efni meðal kennara

  • sjá nemendum fyrir viðfangsefnum sem styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu
  • Ráðgjöf um námsval miði að heilbrigðu sjálfsmati. Nemandi taki það nám sem hann hefur forsendur til að ráða við, kemur honum að gagni og er honum ekki á móti skapi, þannig að hann finni að hann tilheyri skólanum og geti náð árangri.
  • Leitað verði leiða til að þjálfa tilfinningalega færni, vitsmunalega færni og hegðunarfærni nemenda, sér í lagi nemenda sem vitað er að eiga í erfiðleikum og eru í áhættuhópi varðandi vímuefnanotkun.
  • reyna að koma í veg fyrir eða seinka reykingum, áfengisdrykkju og neyslu annarra fíkniefna

  • Unnið verði að því með 
  • fræðslu um langtímaskaðsemi tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna
  • með skýrum reglum um umgengni um ávana- og fíkniefni og viðurlögum við brotum á þeim
  • námskeiðum fyrir þá sem vilja hætta að reykja
  • framboði og fræðslu um aðra valkosti sem veita upplifun, s.s. áreynslu í íþróttum, ferðamennsku, listiðkun (söng, dans, leiklist), verkstæðisvinnu, glímu við gátur og þrautir og önnur viðfangsefni sem stuðla að aukinni lífsnautn og lífsgleði
  • hvatningu til nemenda til að taka þátt í hjálparstarfi eða öðru starfi þar sem nemandinn finnur að hann getur látið gott af sér leiða
  • stuðningi við hvers konar áhugamál sem gætu aðstoðað einstaklinginn við að lifa merkingarbæru lífi

  • stuðla að viðburðum á vegum skólans og félagslífi nemenda sem einkennast af heilbrigðum lífsháttum og efla lífsgleði
  • Tómstundastarf og skemmtanalíf án vímuefna verði styrkt í sessi með því að skólinn gangist fyrir sérstökum uppákomum, s.s. danskennslu og vímulausum skemmtikvöldum.
  • Nemendur verði hvattir og styrktir til að leita upplifunar með þátttöku í listum, hönnun, íþróttum, ferðamennsku eða öðrum viðfangsefnum sem aðstoða nemandann við að finna lífi sínu tilgang.

  • setja skýrar reglur um til hvers sé ætlast af nemandanum varðandi umgengni um ávana- og fíkniefni og hver séu viðurlög við brotlegri hegðun
  • Reglur skólans eru:
    • Skólinn er reyklaus. Nemendum og starfsmönnum er óheimilt að reykja í húsnæði skólans og á skólalóð (frá og með 15. júní 1999).
    • Neysla áfengis eða annarra vímuefna er stranglega bönnuð í húsnæði skólans. Sé nemandi uppvís að neyslu vímuefna innan skólans getur hann valið á milli þess að leita sér aðstoðar sérfræðinga eða víkja úr skóla. 
    • Á skólaskemmtunum og ferðalögum í nafni skólans ber nemendum að sýna góða hegðun. Ósæmileg hegðun, svo sem ölvun, getur varðað brottvísun úr skóla og ber skólaráði að fjalla um öll slík mál. 
    • Öllum alvarlegri málum, svo sem sölu eða milligöngu um sölu áfengis, sölu eða dreifingu ólöglegra fíkniefna er umsvifalaust vísað til lögreglu. Skólaráð ákveður hvort nemanda sé vísað úr skóla á meðan rannsókn fer fram.
  • gera áætlun um viðbrögð til að aðstoða ungmenni sem eru í áhættuhópi
  •  Stofna stuðningshópa fyrir nemendur í áhættuhópi.
  • Skilgreina tilvísunaraðila innan og utan skólans þegar íhlutunar er þörf og stofna til tengsla við þá, s.s.
    • námsráðgjafa
    • heilsugæslu skólans
    • almenna heilsugæslu
    • sálgæslu og áfallahjálp (prests, djákna)
    • sálfræðing
    • meðferðaraðila

  • taka þátt í að samstilla krafta þeirra sem vinna gegn áfengis- og fíkniefnanotkun í umhverfi nemenda sinna
  • Forvarnarfulltrúi og forvarnarteymi séu í beinu sambandi við og fái hugmyndir frá m.a.
  • fræðslumiðstöð í fíknivörnum, FRÆ 
  • forvarnarstarfi á vegum menntamálaráðuneytis
  • forvarnarstarfi á vegum Garðabæjar og Bessastaðahrepps
  • forvarnarumræðu á vegum samtaka skólastjórnenda
  • SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann
  • lögreglu
  • kirkju

  • vera með stefnumörkun í forvörnum í sífelldri endurskoðun
  • Stefnumörkunin verði endurskoðuð reglulega af
  • forvarnarteymi
  • kennarafundi
  • skólanefnd
  • stjórn NFFG eða þeim aðila sem stjórnin vísar til