Fundur foreldraráðs 11.4.2024

Foreldraráðsfundur

Fundargerð

Kaffistofa kennara, fimmtudaginn 11. apríl 2024

Fundinn sátu: Erla Hrönn Geirsdóttir, Berglind M. Valdimarsdóttir (forvarnarfulltrúi), Erlingur Jónasson, Hrefna Björk Ævarsdóttir, Silja Marteinsdóttir, Sverrir Óskarsson og Lilja Ýr Halldórsdóttir

Fundaritari: Lilja Ýr Halldórsdóttir

Fundarmálefni:

  1. Dagskrá síðasta fundar
  2. Fræðsluerindi fyrir nemendur
  3. Aðalfundur haust 2024
  4. Kynning á foreldraráði á foreldrafundi nýnema og nýjir meðlimir í stjórn foreldraráðs
  5. Önnur mál

 

  1. Dagskrá síðasta fundar
    Farið var yfir mál sem voru á dagskrá á síðasta fundi.
    1. Kynning á farsældarlögunum
      · Fróðlegt og upplýsandi.
    2. Spurningar til Önnu Maríu aðstoðarskólameistara
    3. Foreldrafélagssjóður
      · 600.000 kr
    4. Foreldrakvöld:
      · Mikil ánægja í foreldrahópnum með erindi Þórdísar Elvu.
    5. Viðburður/fræðsla fyrir nemendur:
      · Berglind upplýsir um að almennt hafi nýnemenar verið ánægðir með erind Þórdísar Elvu sem hún hélt fyrir þau. Nokkrir nemendur nýttu sér að spjalla persónulega við hana eftir erindið. Þórdís Elva bauð upp á eftirfylgd og að tengja eftirfylgdnina við skólann ef þurfa þætti. Enginn nemandi sem nýtti sér það.
  2. Fræðsluerindi fyrir nemendur
    • Þann 5. apríl fengu nemendur fræðsluerindi í boði foreldrafélagsins. Bjarklind sálfræðingur frá KVAN og stjórnandi jafningjafræðslu hjá Hinu húsinu flutti fyrirlestur um samskipti ungs fólks við foreldra sína og aðra fullorðna og þær flækjur sem þar geta komið upp. Erindið snerist einnig um að setja sig í sport hvers annars og reyna að skilja og virða mismunandi áherslur kynslóðanna.
    • Fræðslan var keyrð í 40 mín fyrir hvern hóp (3 hópar) á fyrirlestrarformi.
    • Fram kom að það voru skiptar skoðanir innan nemendahópsins á erindinu. Einhverjir nemendur óskuðu eftir að foreldrar sínir fengju svipaða fræðslu (slík fræðsla var veitt fyrir foreldra á síðasta skólaári, 2022-224).
  3. Aðalfundur haust 2024
    • Berglind ætlar að grennslast fyrir hjá skólastjórnendum hvort komin sé áætlun um tímasetningu fyrir foreldrafund og tímasetning fyrsta fundar foreldrafélagsins verður ákveðin eftir það.
    • Fyrsti fundur næsta skólaárs verður jafnframt Aðalfundur foreldrafélagsins.
    • Auglýsa þarf fundinn vel og láta koma fram að allir foreldrar nemenda við Fjölbrautaskólans í Garðabæ eru velkomnir á fundinn. Gjarnan mætti bjóða upp á smávægilegar veitingar.
    • Efni fundarins: Kjósa þarf nýja stjórn, fara yfir stefnu foreldrafélagsins og fyrir hvað foreldrafélagið stendur og afhverju er foreldraráð. Einnig skal farið yfir hver er staða foreldrasjóðsins og í hvað var eytt skólaárið 2023 – 2024? Staðan í sjóðnum 11.4.24 er 250.000 kr.
    • Formaður boðar á aðalfund, skólastjórnendur verða beðnir um að auglýsa fundinn. Ákveðið er biðja Tinnu Ösp félagsmálafulltrúa FG að koma á fundinn og segja frá sínu hlutverki og félagslífi nemenda.
    • Nánari umræða um skipulagningu aðalfundar mun fara fram á lokaðri Facebook síðu foreldraráðsins.
  4. Kynning á foreldraáði á foreldrafundi nýnema og nýir meðlimir í stjórn foreldraráðs
    • Erla og Lilja Ýr taka að sér að flytja erindi á nýnemakynningunni næstkomandi haust. Óskað er eftir að Linda formaður verði með.
    • Í kynningunni þarf að koma fram að sé áætlað að það séu fjórir fundir á ári og hver helstu verkefni foreldraráðs eru. Muna þarf að upplýsa um Facebook síðu foreldrafélagsins (opin síða) og foreldraráðsins (lokuð síða). Það er til skjal með punktum fyrir kynningu á foreldraráðinu sem hafa má til hliðsjónar og liggur afrit af því á Facebook síðu foreldraráðsins.
    • Nýir meðlimir í stjórn foreldraráðs verða kosnir í haust á foreldrafundi nýnema.
    • Fleiri núverandi meðlimir sem sjá fyrir sér að halda áfram í foreldraráðinu.
  5. Önnur mál
    • Félagslíf nemenda:
      • Árshátíðin:
        • Umræður um hvort að hægt væri að hafa minni tíma milli matarins og ballsins á næsta ári.
      • Nefndarvinna og kosningar, ásamt vorhátíð á vegum Nemendafélagsins í vændum hjá nemendum fram að skólalokum.
      • Umræður um partý sem er ekki á vegum skólans.
    • Ósk um að skólanefndarfulltrúi (Elísabet) miðli upplýsingum frá skólanefndarfundum á foreldraráðsfundum.
    • Umræður um stærðfræðina í skólanum í kjölfar umræðu á Facebook síðu foreldrafélagsins og hversu krefjandi fagið sé fyrir nemendur. Er of hátt fall-hlutfall? Eru nemendur að fá nægjanlegan stuðning? Ósk um að þetta verði skoðað af hálfu skólastjórnenda.

Næsti fundur, Aðalfundurinn, verður í byrjun skólaárs 2024 á kaffistofu starfsfólks FG, 3. hæðinni. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.