Fundur foreldraráðs 27.2.2025

Kaffistofa kennara, fimmtudagur 27. febrúar 2025

Fundinn sátu: Berglind, Linda, Lilja Ýr, Hrefna, Guðný, Erla og Áslaug

Fundarritari: Lilja Ýr Halldórsdóttir

Fundarmálefni:

  1. Foreldrafræðsla
  2. Styrkur til Nemendafélagsins (t.d. fyrir borðtennisborði, píluspjaldi)
  3. Styrkur vegna listaverks í tilefni 40 ára afmælis skólans
  4. Staðan á sjóð foreldrafélagsins
  5. Önnur málefni

 

  1. Foreldrafræðsla

    Upp kom hugmynd um að athuga með fræðslu um spilafíkn/veðmál á netinu og hafa svo eitthvað létt efni með:
    • Berglind athugar hjá Söru Mjöll sálfræðing hjá SÁÁ um að geta flutt erindi/fræðslu á Teams fyrir foreldra um fjárhættuspilahegðun og fræða foreldra einnig um aukið aðgengi að vímuefnum og áfengi.
    • Berglind ræðir við Kristján Hafþórsson frá Peppandi þegar hann kemur með erindi fyrir nemendur í næstu viku.
    • Áslaug athugar með Önnu Steinsen sem vara erindi.

      Lokaákvörðun um foreldrafræðslu verður tekin í gegnum Facebook síðu foreldraráðsins.

      Ef af því verður að foreldrafélagið bjóði upp á foreldrafræðslu verður send út tilkynning um erindin á Facebook síðu foreldrafélagsins, auk þess sem foreldrafélagið mun biðja Kristinn um að senda út tilkynningu með tölvupósti til foreldra. Berglind auglýsir einnig inn á Instagram og Facebook síðum FG.
  2. Styrkur til Nemendafélagsins

    Nemendur hættu við að kaupa borðtennisborð.
    • Ákveðið er að Berglind minnir Nemendafélagið á að foreldrafélagið getur veitt þeim styrk fyrir e-u til að athafnast með í frímínútum. (ATH að samtals styrkur fyrir þetta og vegginn (sjá punkt 3) fer þó aldrei yfir 150.000 kr.).
  3. Styrkur vegna listaverks í tilefni 40 ára afmælis skólans

    Það kom ósk frá Tinnu félagsmálafulltrúa um styrk vegna listaverks frá Skrípó art sem þau langar að setja á einn vegg skólans vegna 40 ára afmæli skólans. Verðið á veggnum er 550.000 kr, skólinn er tilbúinn að styrkja um 150.000 kr, auk þess mun vera sótt um styrki annarsstaðar frá.
    • Ákveðið er að foreldrafélagið veiti styrk í þetta, hámarksupphæð 150.000 kr.
    • Linda hefur samband við Tinnu varðandi stöðuna á styrkjum og styrktarfjárhæð foreldrafélagsins er háð hversu mikið vantar upp á (þó hámarks upphæð 150.000 kr).
  4. Staðan á sjóði foreldrafélagsins

    Staðan á sjóðnum er hærri enn skráð var í fundargerð á síðasta foreldrafélagsfundi vegna mistalningar á sjóðnum. Sjóðurinn stendur núna í 587.000 kr.
    • Það á eftir að leggja út 50.000 kr. í fyrirmyndarpottinn.
    • Ca. 30.000 kr. fyrir foreldrafræðslu.
    • Um 30.000 kr. fyrir Imbrudagana.
  5. Önnur málefni:

    • Berglind forvarnarfulltrúi segir frá félagslífi nemenda:

      • Tóku þátt í Gettu betur, nýtt lið sem stóð sig mjög vel.
      • Erum með lið í Morfís.
      • Skíðaferð til Oslóar gekk mjög vel fyrir sig.
      • Imbrudagar 12.-13. mars, lýkur með árshátíð fim 13. mars (frí í skólanum daginn eftir). Maturinn í Hörpunni. 16.000 kr. miðinn á heila pakkann, þ.e. 3. rétta matur + skemmtiatriði í Hörpunni, leikritið og ballið í Gamla bíó.
      • Nemendafélags kosningar í maí.
    • Umræður um dimmisjón:

      • Dagný námsráðgjafi sér um þennan hóp. Umræða á fundinum um að í stað þess að allir nemendur séu í eins búningum eru nemendur saman í minni hópum sem fá sér eins búninga sem getur skapað hættu á að sumir verði út undan. Berglind mun ræða þetta við Dagnýju.

     

Næsti fundur: Þriðjudagurinn 29. apríl kl.17.30 (staðsetning óákveðin).