- Kristinn Þorsteinsson opnaði fundinn og bauð nemendur velkomna.
- Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG, talað um það sem er framundan. Hún ítrekaði að allir viðburðir og upplýsingar koma fram á „Instagram“ reikninum NFFG og viðkomandi nefnda. Þangað má einnig beina fyrirspurnum. Hún hvatti einnig nemendur til að stofna nýjar nefndir undir merkjum NFFG og líta við á skrifstofu NFFG.
Dagsettir viðburðir
- október – FG-Flens
- desember – Salsaball
- janúar – 3. febrúar – skíðaferð
- febrúar – Jarmið (söngvakeppni FG)
- mars – Árshátíð
Ódagsettir viðburðir
- Andvökukvöld
- Fótboltamót
- Morfís
- Gettu betur
- Trausti Jóhannsson, formaður og Smári Hannesson, varaformaður Leikfélagsins Verðandi kynntu dagskrá vetrarins. Þar ber hæst:
- nóvember verður barnaleikritið Geimvera í Garðabæ frumsýn, 2. nóvember verður góðgerðasýning þar sem ágóðinn rennur til góðs málefnis.
- Prufur fyrir söngleikinn, Gulleyjuna verða fljólega og sama má segja um jólaleikrit.
- Fyrir Salsaballið ætlar verðarni að gangast fyrir salsadanskennslu.
- Leikfélagið Verðandi kynnti dagskrá vetrarins
- Ásgeir Óli Egilsson, fjármálastjóri NFFG minnti á nemendafélagskortið og kynnti kosti þess.
- Daníel Orri Árnason, varaforseti NFFG kynnti fyrirhugaða skíðaferð til Noregs 30. janúar - 3. febrúar.
- Kristín Jóhanna Svansdóttir, skemmtanastjóri NFFG kynnti Salsaball og hugmyndir um að ballið yrði jafnvel smátt í sniðum og aðeins fyrir innanskólanemendur.
- Rakel Eva Kristmannsdóttir úr málfundafélaginu kynnti Gettu betur og Morfís. Hún sagði að Gettu betur æfingar væru hafnar og hvatti nemendur til að taka þátt.
- Jónas Breki Kristinsson, formaður íþróttanefndar, kynnti FRÍS sem er tölvuleikjakeppni sem hefst eftir áramót.
- Spurningar: Nokkrar spurningar komu fram úr sal um félagslífið og var þeim öllum svarað greiðlega.
- Í lok fundar þakkaði Krisitnn nemendum fyrir góðan fund og óskaði þeim skemmtunar á FG- Flens. Hann talaði um að mjög gott svigrúm sé til að bæta umgengni, hún væri slæm og sagði frá að aðgerðir væru væntanlegar vegna bíla sem væri lagt ólöglega og í stæði fatlaðra.
Fundargerð ritaði Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari.