Opinn fundur í hátíðarsal FG - 16. október 2024

  1. Kristinn Þorsteinsson opnaði fundinn og bauð nemendur velkomna.

  2. Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG, talað um það sem er framundan. Hún ítrekaði að allir viðburðir og upplýsingar koma fram á „Instagram“ reikninum NFFG og viðkomandi nefnda. Þangað má einnig beina fyrirspurnum. Hún hvatti einnig nemendur til að stofna nýjar nefndir undir merkjum NFFG og líta við á skrifstofu NFFG.

    Dagsettir viðburðir

    • október – FG-Flens
    • desember – Salsaball
    • janúar – 3. febrúar – skíðaferð
    • febrúar – Jarmið (söngvakeppni FG)
    • mars – Árshátíð

    Ódagsettir viðburðir

    • Andvökukvöld
    • Fótboltamót
    • Morfís
    • Gettu betur

  3. Trausti Jóhannsson, formaður og Smári Hannesson, varaformaður Leikfélagsins Verðandi kynntu dagskrá vetrarins. Þar ber hæst:

    • nóvember verður barnaleikritið Geimvera í Garðabæ frumsýn, 2. nóvember verður góðgerðasýning þar sem ágóðinn rennur til góðs málefnis.
    • Prufur fyrir söngleikinn, Gulleyjuna verða fljólega og sama má segja um jólaleikrit.
    • Fyrir Salsaballið ætlar verðarni að gangast fyrir salsadanskennslu.
    • Leikfélagið Verðandi kynnti dagskrá vetrarins

  4. Ásgeir Óli Egilsson, fjármálastjóri NFFG minnti á nemendafélagskortið og kynnti kosti þess.

  5. Daníel Orri Árnason, varaforseti NFFG kynnti fyrirhugaða skíðaferð til Noregs 30. janúar - 3. febrúar.

  6. Kristín Jóhanna Svansdóttir, skemmtanastjóri NFFG kynnti Salsaball og hugmyndir um að ballið yrði jafnvel smátt í sniðum og aðeins fyrir innanskólanemendur.

  7. Rakel Eva Kristmannsdóttir úr málfundafélaginu kynnti Gettu betur og Morfís. Hún sagði að Gettu betur æfingar væru hafnar og hvatti nemendur til að taka þátt.

  8. Jónas Breki Kristinsson, formaður íþróttanefndar, kynnti FRÍS sem er tölvuleikjakeppni sem hefst eftir áramót.

  9. Spurningar: Nokkrar spurningar komu fram úr sal um félagslífið og var þeim öllum svarað greiðlega.

  10. Í lok fundar þakkaði Krisitnn nemendum fyrir góðan fund og óskaði þeim skemmtunar á FG- Flens. Hann talaði um að mjög gott svigrúm sé til að bæta umgengni, hún væri slæm og sagði frá að aðgerðir væru væntanlegar vegna bíla sem væri lagt ólöglega og í stæði fatlaðra.

Fundargerð ritaði Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari.