1. fundur skólaráðs - vorönn 2025
1. fundargerð á vorönn 2025 miðvikudaginn 5. mars kl. 11:30
-
Umsóknir um leyfi
- Að þessu sinni lágu 15 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um
leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru
afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar.
Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem
sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum.
- Umsóknir um mat á íþróttum eru 26 að þessu sinni.
Vísað til afgreiðslu hjá deild íþrótta.
- Kristinn stingur upp á breytingu á skólareglum varðandi ferðalög nemenda erlendis og leggur fram
tillögu að breytingum.
Tillagan hljóðar svo:
Nemendur geta aðeins farið í eina skólaferð erlendis á hverri önn. Ekki er hægt að fá leyfi til annarra
utanlandsferða á sömu önn og farið er í skólaferð erlendis. Í sérstökum tilvikum er hægt að sækja um
undanþágu frá þessari reglu til skólameistara.
Umræður um tillöguna. Nemendur ætla að ræða og kynna í sínum ranni og sömuleiðis verður
tillagan til umfjöllunar í samráðsnefnd. Tillagan verður tekinn fyrir aftur á næsta fundi.
-
Af vettvangi NFFG
- Nemendum hrósað og þakkað fyrir mjög góða kynningu í morgun. Það er mat skólastjórnenda
að þau standi sig sérlega vel
- Ásgeir kynnir fjárhagsáætlun árshátíðar og fer yfir fjármál NFFG. Umræður um kostnað og
fram koma raddir um að kostnaður sé allnokkur.
- Berglind vekur athygli á hléi milli árshátíðarkvöldverði og árshátíðardansleiks. Umræður um
lausn, verður unnið áfra
- Rætt um leikýningu og tímasetningu hennar sem liggur enn ekki fyrir.
- Hinseginleikinn. Rætt um hvernig sé hægt að gera fjölbreytileikann sýnilegri í skólanum, mála
hluta af brúnni, hafa hinsegindag í vor o.s.frv.
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Berglind M, Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
- Dagný Broddadóttir, náms og starfsráðgjafi
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
- Kritinn Þorsteinsson, skólameistari
- Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
- Sigríður Anna Ásbjörnsdóttir, kennari
- Tinna Ösp Arnardóttir, kennar