Heimildavinna í FG
Í FG leggjum við mikla áherslu á vandaða heimildavinnu. Nemendur og kennarar skólans nota APA-kerfið útgáfu 7. Ýmis heimildakerfi eru til og eru öll í raun jafn rétthá en best er að allir styðjist við sama kerfið í skólanum. Þegar nemendur hafa lært eitt heimildavinnukerfi þá er auðvelt að læra á eitthvað annað síðar ef þörf krefur.
Athugið að í heimildavinnu eru fjöldamörg smáatriði og kennarar ekki alltaf á sama máli um allt. Einhver munur getur t.a.m. verið á milli kennslugreina. Nemendur skulu ávallt lúta verkstjórn kennara og fylgja fyrirmælum hans.
Til að fá nánari umfjöllun um hvernig nota skal APA-kerfið mælum við með:
Háskóli Íslands, ritver
Háskólinn í Reykjavík
APA-kerfið á ensku
Ritstuldur
Ef verið er að nota heimild án þess að geta hennar er um ritstuld að ræða. Nemendur FG mega gera ráð fyrir því að fá 0 í einkunn ef upp kemst um ritstuld. Í háskólum er ritstuldur litinn alvarlegum augum og getur varðað brottrekstur úr skólanum.