3. fundur skólaráðs - miðönn 2024 - 2025

3. fundargerð á miðönn 2024-2025 miðvikudaginn 8. janúar kl. 11:30

    1. Bréf

        • Umsóknir um leyfi:

          Að þessu sinni lágu 17 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
          Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum. Bent er á að leyfið er veitt frá tímasókn en ekki námi á umræddum tíma.
        • Önnur bréf

          Fjórir nemendur segja sig frá námi.
          Nemandi í fjarnámi sækir um að taka tvö lokapróf þann 12. febrúar eða annað prófið fyrir hádegi þann 13. febrúar vegna ferðar erlendis eftir hádegi þann. 13. febrúar nk.

       

       

    2. Af vettvangi NFFG

      Skíðaferð:

      Kynningarfundur fyrir nemendur með þátttöku starfsfólks sem fara í ferðina verður í smiðjutíma þriðjudaginn 14. janúar. Farið verður yfir hagnýt atriði og ýmsar leiðbeiningar gefnar.

      Gettu betur:

      Keppnin verður mánudaginn 13. janúar kl. 19:40. FG keppir við Framhaldsskólann á Húsavík.

      Imbrudagar:

      Nemendur gera athugasemd við að aðeins verði einn Imbrudagur. Nemendur gera jafnframt athugasemd við ólýðræðislega ákvarðanatöku skólastjórnenda. Kristinn segir þetta réttmæta athugasemd. Ákveðið að ræða áfram.

      Söngkeppnin:

      Verður haldin 16. febrúar. Undirbúningur ekki komin mjög langt.

      Árshátíð nemenda:

      Nemendur hafa áhuga á að hafa árshátíð glæsilega og hafa um hana ýmsar hugmyndir. Umræður um fyrirkomulag. Ballið verður haldið í Gamla bíó.

      Árshátíðarsýning Verðandi og samstarf við NFFG:

      Umræður um markaðssetningu o.fl. Ákveðið að forsvarsmenn NFFG og Verðandi fundi saman með Tinnu Ösp og Ylfu Ösp og ræði málin.
    3. Önnur mál

 

Fundinn sátu:

  • Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
  • Auður Konn Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
  • Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
  • Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Daníel Orri Árnason, varaforseti NFFG
  • Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
  • Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
  • Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
  • Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, kennari
  • Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi