3. fundur skólaráðs - miðönn 2024 - 2025
3. fundargerð á miðönn 2024-2025 miðvikudaginn 8. janúar kl. 11:30
-
Bréf
-
Umsóknir um leyfi:
Að þessu sinni lágu 17 leyfisbeiðnir fyrir fundinum og var afgreiðsla þeirra hefðbundin.
Afgreiðsla umsókna um leyfi verður send á netfang viðkomandi nemanda. Ekki er hægt að sækja um leyfi fyrir fleiri en fimm dögum á önn. Leyfi vegna íþrótta og þátttöku í ungmennastarfi eru afgreiddar strax en umsóknir um önnur leyfi fá ekki endanlega afgreiðslu fyrr en í lok annar. Samþykkt leyfisumsókna er háð því að skólasókn sé að minnsta kosti 97% fyrir utan þá 1-5 daga sem sótt er um leyfi fyrir. Skólinn gefur ekki leyfi á námsmatsdögum. Bent er á að leyfið er veitt frá tímasókn en ekki námi á umræddum tíma.
-
Önnur bréf
Fjórir nemendur segja sig frá námi.
Nemandi í fjarnámi sækir um að taka tvö lokapróf þann 12. febrúar eða annað prófið fyrir hádegi þann 13. febrúar vegna ferðar erlendis eftir hádegi þann. 13. febrúar nk.
-
Af vettvangi NFFG
Skíðaferð:
Kynningarfundur fyrir nemendur með þátttöku starfsfólks sem fara í ferðina verður í smiðjutíma þriðjudaginn 14. janúar. Farið verður yfir hagnýt atriði og ýmsar leiðbeiningar gefnar.
Gettu betur:
Keppnin verður mánudaginn 13. janúar kl. 19:40. FG keppir við Framhaldsskólann á Húsavík.
Imbrudagar:
Nemendur gera athugasemd við að aðeins verði einn Imbrudagur. Nemendur gera jafnframt athugasemd við ólýðræðislega ákvarðanatöku skólastjórnenda. Kristinn segir þetta réttmæta athugasemd. Ákveðið að ræða áfram.
Söngkeppnin:
Verður haldin 16. febrúar. Undirbúningur ekki komin mjög langt.
Árshátíð nemenda:
Nemendur hafa áhuga á að hafa árshátíð glæsilega og hafa um hana ýmsar hugmyndir. Umræður um fyrirkomulag. Ballið verður haldið í Gamla bíó.
Árshátíðarsýning Verðandi og samstarf við NFFG:
Umræður um markaðssetningu o.fl. Ákveðið að forsvarsmenn NFFG og Verðandi fundi saman með Tinnu Ösp og Ylfu Ösp og ræði málin.
-
Önnur mál
Fundinn sátu:
- Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari og fundarritari
- Auður Konn Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Ásgeir Óli Egilsson, gjaldkeri NFFG
- Berglind M. Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi
- Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Daníel Orri Árnason, varaforseti NFFG
- Guðmundur Stefán Gíslason, verkefnastjóri
- Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti NFFG
- Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
- Kristín Helga Ólafsdóttir, áfangastjóri
- Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, kennari
- Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi