Fréttir

Mikið mannfall í hraðskákmóti

Föstudaginn 13(!) desember síðastliðinn tóku nokkrir nemendur sig til í anddyri skólans og skelltu í hraðskákmót á meðan dagsbirtu naut. Eins og sjá má á neðri myndinni var allt "í beinni" á samfélagsmiðlum. Hart var tekist á og mannfallið mikið! Talið er að sögu skákarinnar megi rekja að minnsta kosti 1500 ár aftur í tímann, til Indlands, og þess svæðis sem einu sinni kallaðist Persía. Þess má einnig geta Íslendingar eiga óvenju marga stórmeistara í skák, miðað við hina margfrægu höfðatölu. Gott ef við áttum ekki, eða eigum heimsmet í þessu. Hvernig væri nú að skella í Skákfélag FG?
Lesa meira

Textílskreytingar á göngunum

Nemendur hjá Ingibjörgu textílkennara hafa verið að skreyta skólann í skammdeginu og hér má sjá dæmi um afrakstur vinnu þeirra.
Lesa meira

Kennsla fellur niður

Vegna veðurs fellur öll kennsla niður í FG eftir hádegi þann 10.desember.
Lesa meira

Vegna veðurspár: Tilkynning frá skólameistara

Vegna veðurspár fyrir næsta sólarhring hefur skólameistari FG sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Kæru nemendur og forráðamenn: Vegna slæmrar veðurspár hvet ég nemendur utan höfuðborgarsvæðisins til að halda sig heima á morgun. Hvað aðra nemendur varðar þá mun veðrið ekki skella á fyrr en seinnipartinn og munum við skoða ástandið í fyrramálið hvað varðar kennslu eftir hádegi.
Lesa meira

Líður að jólum

Næsta vika er síðasta heila kennsluvikan í FG fyrir jól. Kennslu lýkur síðan formlega þriðjudaginn 17.desember, en dagarnir 18. og 19.des eru námsmatsdagar. Kennsla hefst síðan aftur eftir jól mánudaginn 6.janúar og þá verður komið árið 2020. Hugsa sér!
Lesa meira

Innanhúsmót í körfu: Aron, Ernir og Magnús unnu

Innanhúsmót FG í körfubolta var haldið miðvikudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Átta lið voru skráð til leiks, spilað var í tveimur riðlum og tvö efstu lið úr hvorum riðli léku til úrslita. Það voru nemendur af íþróttabraut úr áfanganum ÍÞRG3kk05 sem sáu um að setja mótið upp og framkvæma. Að lokum stóðu þeir Aron, Ernir og Magnús uppi sem sigurvegarar.
Lesa meira

Útvarp Salsa komið í loftið á fm 106,5

Hið alþekkta Salsa-ball FG verður haldið á fimmtudagskvöldið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fólk er búið að panta tíma í "brúnkun" og hvaðeina, því enginn vill vera eins og næpa á ballinu. Upphitunin á öldum ljósvakans er einnig komin á fullt, Útvarp Salsa, fm 106,5 er komið í loftið. Tíðindamaður fg.is leit við í stúdíóinu og þar var margt um manninn, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það var símatími í gangi og því lítið spjallað. Ritari komst þó að því að sá með hvítu derhúfuna, er sjálfur útvarpsstjórinn, hann Andri Páll Guðmundsson. Á ballinu taka Stuðmenn, band kvöldsins, MJÖG sennilega þetta lag (frá tónleikum í Royal Albert Hall í London).
Lesa meira

Anna Lilja Atladóttir dúxaði

Fyrsta brautskráningin í nýju 3ja anna kerfi Fjölbautaskólans í Garðabæ fór fram föstudaginn 15.nóvember í Urðarbrunni. Dúx á haustönn 2019 varð Anna Lilja Atladóttir, nemandi á Alþjóðabraut, með 9.3 í meðaleinkunn og einnig fékk hún fjölda annarra verðlaun fyrir góðan námsárangur. Af þeim 45 sem útskrifuðust voru 13 af listnámsbrautum, 12 af alþjóðabrautum, 8 af félagsvísindabraut, 5 af íþróttabraut, 3 af náttúrufræðibraut, þrír af viðskiptabraut og einn af hönnunar og markaðsbraut. Einn nemandi lauk námi af náttúrufræði og listnámsbraut. Sérstök samfélagsverðlaun FG hlaut Davíð Elí Heimisson, en hann þótti skara fram úr í samskiptum og viðmóti gagnvart nemendum, kennurum og starfsmönnum skólans. Fleir myndir hér
Lesa meira

Upphaf miðannar

Þriðjudagur 12. nóvember Stundatöflur nemenda verða birtar í síðasta lagi kl. 16:00. Á sama tíma verður opnað fyrir rafrænar töflubreytingar. Miðvikudagur 13. nóvember Töflubreytingar kl. 10:00 – 12:00 og 14:00 – 16:00 Snjólaug tekur á móti nemendum sem ætla að útskrifast í febrúar til að yfirfara námsferilinn og framkvæma töflubreytinga sé þess þörf.
Lesa meira

Lið FG sigraði í spunakeppni

Þann 4. nóvember síðastliðinn fór keppnin Leiktu betur fram í Borgarleikhúsinu. Þangað mættu sex framhaldsskólar og kepptu í spuna. Spunaformið er þannig að leikarar spinna stuttar senur þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið. Hitt Húsið heldur þessa keppni árlega og í ár kepptu Borgarholtsskóli, Flensborg, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Það er skemmst frá því að segja að lið FG sigraði í keppninni. Við óskum þeim Helgu, Halldóri, Uglu og Nataliu innilega til hamingju með sigurinn! Þjálfari liðsins var Pálmi Freyr Hauksson.
Lesa meira