Keppendur FG í Leiktu betur 2020, en FG vann keppnina (eins og í fyrra).
Nemendur frá FG unnu spunaleiklistarkeppnina „Leiktu betur 2020“ sem fram fór í nóvember. Í keppninni voru nokkrir aðrir mennta og framhaldsskólar. Keppnin fór að þessu sinni fram á Zoom (hvað er það???) og fengu keppendurnir fjórir frá FG úthlutað sérstökum leikstíl, sem þau áttu að spinna út frá. Að spinna þýðir í raun að búa til á staðnum.
Skemmst er frá því að segja að þau Karín Dís, Hugi Einarsson, Stefán Óskar og Ólafur Dofri unnu keppnina. Fengu þau í verðlaun verðlaunagrip, sem var (og er) búinn að vera hér í FG frá því í fyrra, því FG vann líka þá. Það þurfti því ekkert að þvæla verðlaunagripnum úr FG.
Það var Starkaður Pétursson, fyrrum nemandi hér í FG, sem þjálfaði og valdi liðið í keppnina. Vel gert!
Ps. Fyrir áhugasama er hér slóð á spunann: https://www.twitch.tv/videos/810666916