Fréttir

Brautskráning í FG - Blær fékk samfélagsverðlaunin

Brautskráning af haustönn 2020 var haldin í Fjölbautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 21.nóvember síðastliðinn. Að þessu sinni voru 30 nemendur brautskráðir, flestir af viðskipta og listnámsbrautum. Þessi brautskráning var mjög óvenjuleg, þar sem einungis stúdentarnir og örfáir úr starfsliði skólans voru viðstaddir. Það er að sjálfsögðu vegna þess óskemmtilega fyrirbæris er ber heitið ,,kórónaveiran“. En allri athöfninni var streymt á netinu og þar gátu vandamenn og vinir fylgst með. Að venju voru veitt ýmisleg verðlaun, bæði fyrir námsárangur og skólasókn, en samfélagsverðlaun FG að þessu sinni hlaut Blær Hinriksson. Þessi verðlaun eru veitt þeim nemendum sem skara fram úr í samskiptum við bæði nemendur, kennara og aðra sem vinna í skólanum. Flutt var tónlist, ræður haldnar og að lokum kvöddu svo stúdentarnir FG með húfur á kolli og fóru út í fremur kaldan, en stilltan nóvemberdaginn, til að hitta fjölskyldur og ættingja. FG óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Lesa meira

Brautskráning haustannar 2020

Brautskráning haustannar fer fram kl. 11 í Urðarbrunni laugardaginn 21. 11. 2020. Athöfninni verður streymt á YouTube og er slóðin https://youtu.be/uU9RIkKqRNM
Lesa meira

Upphaf miðannar 2020-21

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 16. nóvember. Kennsla á sérnámsbraut og á listnámsbraut verður að mestu í skólanum.
Lesa meira

Próf hefjast á morgun - 2. nóvember

Próf hefjast í FG mánudaginn 2.nóvember. Prófdagar eru 2. og 3.nóvember og 4.nóvember er sjúkraprófsdagur. Vegna hertra sóttvarnarðagerða eru mjög mörg próf núna rafræn og var sumum prófum breytt úr skriflegum í rafræn með stuttum fyrirvara. Kennarar hafa tilkynnt það í tilfellum sem við á. Sömu reglur eiga hinsvegar við þessi próf t.d. varðandi veikindi, sé nemandi veikur skal tilkynna það til skrifstofu í síma 5201600
Lesa meira

Stofnun ársins: FG í öðru sæti í sínum flokki

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ varð í öðru sæti í sínum flokki í keppninni um "stofnun ársins". Stjórnendum skólans var afhent viðurkenningarskjal af því tilefni föstudaginn 16.október. Flokkurinn sem FG keppti í eru stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Sú stofnun sem vann í þessum flokki var Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að ráðherra nýsköpuarmála hyggst leggja hana niður. Ef það gerist færist FG þá ekki upp um sæti? Er nema von að spurt sé?
Lesa meira

Stofnun ársins: FG í öðru sæti í sínum flokki

Fjölbrautaskólinn í Garðabær varð í öðru sæti í sínum flokki í keppninni um "stofnun ársins". Stjórnendum skólans var afhent viðurkenningarskjal af því tilefni föstudaginn 16.október. Flokkurinn sem FG keppti í eru stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Sú stofnun sem vann í þessum flokki var Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að ráðherra nýsköpuarmála hyggst leggja hana niður. Ef það gerist færist FG þá ekki upp um sæti? Er nema von að spurt sé?
Lesa meira

Tómlegt - en þó hlutir að gerast

Allt skólastarf í FG er nú með álíka hætti og varð í lok mars þegar Kóvid-plágan skall á landsmönnum. Bæði kennarar og nemendur eru þó að gera sitt ítrasta til þess að halda skólastarfinu sem ,,venjulegustu" undir þessum sérkennilegu kringumstæðum. Listnám er (enn) kennt með hefðbundum hætti og sérnámsbraut starfar að hluta til með eðlilegum hætti. Lítið hefur verið um atburði meðal nemandi, en það er þó ekki þar með sagt að ekkert gerist í FG. Fyrir skömmu kynnti NFFG, nemendafélagið, nýtt APP til sögunnar fyrir nemendur. Nú þegar eru fréttir, viðburðir, upplýsingar um nemendafélagið og skólakortsafslætti í appinu. En samkvæmt Önnu Sóley, forseta FG er á dagskrá er að setja stundatöflu þarna inn, skólakortið og alla sölu. ,,Appið er í stöðugri þróun,“ sagði Anna Sóley við FG.is Þá stóð NFFG einnig fyrir viðburði, svokölluðu ,,netuppistandi“ með rithöfundinum og grínaranum Bergi Ebba í hádeginu þann 7.október síðastliðinn. Fór þetta fram á fésbókarsíðu skólans. Kennslu á haustönn lýkur svo þann 30.október og þá hefjast próf, sem verða að miklu leyti rafræn. En mikilvægt er að fylgjast með upplýsingum um þau, bæði frá kennurum og skólayfirvöldum. Miðönn hefst svo þann 16.nóvember næstkomandi. Þá verður ástandið vonandi orðið skárra.
Lesa meira

Dapurt félagslíf framhaldsskólanema

Það er margt leiðinlegt sem fylgir árans Kóróna-veirunni. Eitt það skemmtilegasta sem gerist í lífi hvers einstaklings er einmitt að byrja í menntaskóla, fari viðkomandi í menntaskóla! Og það er fátt skemmtilegra en að fara t.d. á busaball, sýna sig og sjá aðra og fleira slíkt. Því er hinsvegar ekki að fagna á þessum hrútleiðinlegu kóróna-tímum sem við lifum á. Um þetta var fjallað í frétt á RÚV, þ.e.a.s félagslífið í framhaldsskólunum. Í fréttinni var meðal annars rætt við forseta NFFG, hana Önnu Sóley.
Lesa meira

FG með í plastlausum september

Nú er í gangi átakið plastlaus september og FG tekur að sjálfsögðu þátt í því, enda umhverfisvænn skóli. Miklu skiptir að fara rétt með plastið, en helst að sleppa því að nota það. Hér eru frekari leiðbeiningar: https://plastlausseptember.is/taktu-skrefid/
Lesa meira

Aðgangur að Snöru

Nemendur FG hafa aðgang að uppflettiritum Snöru frá staðarneti skólans. Nemendur geta keypt ársaðgang að Snöru til að hafa heima á aðeins 990 kr. Nemendur þurfa að skrá sig inn á Snöru með Microsoftinnskráningu og skólanetfanginu.
Lesa meira