04.09.2021
Vegna komandi þingkosninga hér á landi þann 25.september verður haldin lýðræðisvika í FG dagana 6. til 10.september.
Rætt verður um mikilvægi lýðræðis, en í hugtakinu býr annað og meira en bara að kjósa í kosningum, t.d. mannréttindi og það sem kalla mætti réttindi þegnanna.
Miðvikudaginn 8. september koma svo fulltrúar þeirra flokka sem eru í framboði til Alþingis í heimsókn og kynna stefnumál sín. Daginn eftir verður svo settur upp kjörklefi, þar sem nemendur geta kosið í því sem kallast Skuggakosningar.
Lýðræðinu þarf að halda lifandi og það er eins og viðkvæm planta, því hægt er að rífa það upp með rótum. Dæmi úr heimssögunni sýna það.
Lesa meira
01.09.2021
Derek Mundell vatnslitamálari færði FG þessa flottu vatnslitamynd þann 1.september, sem er eftir dönsku listakonuna Lena Gemzöe, sem þakkargjöf frá Vatnslitafélgi Íslands.
Hér er mynd af Derek ásamt Sigríði kennslustjóra listgreina og Snjólaugu aðstoðarskólameistara.
Lesa meira
01.09.2021
Þann 30.ágúst síðastliðinn tóku tveir fyrrverandi nemendur Fjölbrautaskólans í Garðabæ, þær Eva Bryndís Ágústsdóttir og Tinna Rúnarsdóttir, við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands.
Styrkirnir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.
Lesa meira
24.08.2021
Nám er hafið af fullum krafti í FG á haustönn árið 2021 og er skólinn stútfullur af nemendum, það komast hreinlega ekki fleiri í skólann.
Eins og nemendur hafa tekið eftir er grímuskylda sem um gilda þó ákveðnar reglur. Eins og nemendur hafa líka tekið eftir kom upp kóvidsmit í mötuneyti skólans og er það því lokað þessa vikuna.
Þá gildir að vera úrræðagóð/ur og það er kannski einn megin lærdómurinn af kóvid – að vera sífellt að bregðast við nýjum aðstæðum og takast á við þær.
En svona til að enda þetta á jákvæðu nótunum, þá hlaut fyrrum nemandi FG, hún Agata Erna Jack, fyrsta sætið í samkvæmisdansi á Special Olympics fyrir skömmu og varð einfaldlega heimsmeistari! Bara snilld og til hamingju Agata!
Lesa meira
22.08.2021
Kæru nemendur og aðstandendur,
Covid-19 hefur áhrif á skólastarf heldur fyrr en við bjuggumst við. Nú þegar eru nokkrir nemendur sýktir, nokkrir eru í sóttkví og talsvert fleiri í smitgát. Þeir aðilar sem þetta á við hafa þegar fengið tilkynningar í tölvupósti og eða símtölum.
Lesa meira
19.08.2021
Nauðsynlegt að tilkynna sóttkví og einangrun til skólans.
Það er afar mikilvægt að vera í góðu sambandi við kennara og senda póst á þá sem fyrst og láta vita af stöðunni.
Lesa meira
09.08.2021
Kæru nemendur - velkomin í skólann á haustönn 2021.
Opnað verður fyrir stundatöflur ekki síðar en 17. ágúst.
Töflubreytingar verða eingöngu á rafrænu formi og er hægt að sækja um breytingar frá þeim tíma sem stundatöflur eru opnar. Farið er í töflubreytingar hægra megin á
Lesa meira
08.06.2021
Arnar Freyr Hjartarson er einn af þeim sem útskrifuðust frá FG í lok maí, af Listnámsbraut, í fata og textílhönnun. Arnar var í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu þann 6.júní síðastliðinn. Þar segir hann að áhugi hans á tísku hafi kviknað í efstu bekkjum grunnskóla og að í tíunda bekk hafi hann ákveðið að leggja þetta fyrir sig. Í viðtalinu ræðir hann meðal annar áhrifavalda og segir frá því sem honum finnst áhugavert í sambandi við tísku. Arnar vinnur nú í fatabúðinni 17 í Kringlunni.
Lesa meira
30.05.2021
Í kjölfar brautskráningar þann 29.maí síðastliðinn voru þrír starfsmenn FG kvaddir, eftir farsælan feril innan veggja skólans. Þetta eru þau Svavar Bragi Jónsson, þýsku og sögukennari, Hulda Friðjónsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri og Leifur Helgason íslenskukennari. Þeim eru þökkuð störfin og óskað velfarnaðar.
Lesa meira
29.05.2021
Brautskráning fór fram í Fjölbrautaskólanum Garðabæ laugardaginn 29.5 við athöfn sem var nokkurn veginn eðlileg, miðað ástandið í samfélaginu undanfarnar vikur, en hátíðarsalur skólans, Urðarbrunnur, var setinn samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum.
Að þessu sinni voru það þrjár stúlkur sem sköruðu fram úr og dúx skólans var Tinna Rúnarsdóttir með 9.1 í meðaleinkunn af Listnámsbraut. Eva Bryndís Ágústsdóttir (einnig af Listnámsbraut) og Rakel Rebekka Sigðurðardóttir af Náttúrufræðibraut komu svo fast á eftir Tinnu, með 9.0 í meðaleinkunn.
Af þeim 95 sem útskrifuðust voru 26 af listnámsbrautum, 17 af náttúrufræðibraut, 13 af félagsvísindabraut, 12 af hönnunar og markaðsbraut, 11 af íþróttabraut, 8 af viðskiptabrautum, 4 af alþjóðabrautum, 3 af sérnámsbraut og einn var með lokapróf af framhaldsskólabraut.
Um var að ræða fjórðu ,,kóvid-útskriftina“ en vonandi þá síðustu eins og Kristinn Þorsteinsson, skólameistari kom inn á í ræðu sinni. Nám í FG er samkvæmt þriggja anna kerfi og útskýrir það aukinn fjölda útskrifta.
Fjöldi nemenda fékk verðlaun fyrur góðan námsárangur, mætingu og fleira og sérstök Samfélagsverðlaun FG hlutu þær Eva Bryndís Ásgeirsdóttir og Anna Sóley Stefánsdóttir.
Þessi verðlaun fá nemendur sem eru til mikillar fyrirmyndar í skólastarfinu.
Lesa meira