Arnar Freyr Hjartarson í Kringlunni. Mynd: Morgunblaðið/Ásdís
Arnar Freyr Hjartarson er einn af þeim sem útskrifuðust frá FG í lok maí, af Listnámsbraut, í fata og textílhönnun. Arnar var í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu þann 6.júní og hér má lesa netútgáfu þess.
Þar segir hann að áhugi hans á tísku hafi kviknað í efstu bekkjum grunnskóla og að í tíunda bekk hafi hann ákveðið að leggja þetta fyrir sig.
Í viðtalinu ræðir hann meðal annar áhrifavalda og segir frá því sem honum finnst áhugavert í sambandi við tísku. Arnar vinnur nú í fatabúðinni 17 í Kringlunni.