Fréttir

Nýr sigur í Gettu betur - nú MR!

Lið FG er komið í sjónvarpskeppni Gettu betur eftir að hafa unnið Menntaskólann á Ísafirði í síðustu viðureign, sem fram fór á Rás 2 fyrir skömmu. Lið FG vann með 25 stigum gegn 12. Nú færist keppnin yfir í sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Þar bíður FG erfiður mótherji, sem er MR. MR er ásamt MH sá skóli sem hefur unnið Gettu betur oftast, en FG hefur líka staðið fyrir sínu, vann keppnina árið 2018 eins og sjá má í þessari frétt Morgunblaðsins. Þetta verður brekka, en þá er bara að berjast - áfram FG!
Lesa meira

Gettu betur af stað aftur - FG vann fyrstu viðureign

Hin sívinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu getur, er hafin að nýju, með spritti, 2ja metra reglu og alles. Fyrstu viðureignir fara alltaf fram í útvarpi, á Rás 2 RÚV, eða Ríkisútvarpsins. Og það var einmitt þar sem lið FG mætti liði Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 7.janúar og vann FG með 26 stigum gegn 22. Lið FG skipa; Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Sara Rut Sigurðardóttir og Kjartan Leifur Sigurðsson. Að lokinni keppni var dregið í næstu umferð sem fram fer dagana 12. og 13. janúar en þá mætir FG liði Menntaskólans á Ísafirði. Áfram FG!
Lesa meira

Innritun hafin á vorönn 2021

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2021 hefst 4. janúar og stendur til og með 5. febrúar. Umsækjendur nota auðkenni frá island.is eða rafræn skilríki. Ef sótt er um Íslykil á netinu er hægt að velja um að fá hann sendan á lögheimili, sem tekur 2-5 virka daga eða í netbanka, sem skilar sér samdægurs (undir „rafræn skjöl“). Rafræn persónuskilríki er hægt að sækja um hjá viðskiptabanka.
Lesa meira

Upphaf kennslu eftir jólafrí á miðönn 2020-2021

Kæru nemendur og aðstandendur Ég vona að þið hafið haft það gott um jólin og munið njóta skemmtilegra og öruggra áramóta. Nokkuð er farið að skýrast með hvernig kennslu verður háttað eftir áramót. Reglugerð frá heilbrigðismálaráðuneytinusem tekur gildi 1. janúar gerir okkur kleift að auka staðkennslu verulega. Samt er nauðsynlegt að hafa í huga að lítið þarf að breytast í samfélaginu til að verulega verði hert á reglum um skólahald í framhaldsskólum.
Lesa meira

Jólakveðja frá okkur til ykkar

Gleðileg jól!
Lesa meira

Jólahlýja frá nemendum til kennara

Hún hlýjaði um hjartarætur kennara FG, gjöfin sem blasti við þeim mánudagsmorguninn 14.desember. ,,Leynifélag" nemenda hafði tekið sig til og keypt góðgæti handa kennurum og látið fylgja með falleg orð. Það var ekki vanþörf á þessu, því undanfarnar vikur og mánuðir hafa reynt á alla, bæði kennara og ekki síst nemendur. En allir hafa gert sitt besta. Þetta var virkilega falleg gjöf og er ,,Leynifélagi" nemenda þakkað kærlega fyrir. Frá þessu skemmtilega ,,uppátæki" var meðal annars sagt frá á mbl.is og ruv.is. Kennslu fyrir jól er nú að ljúka í FG og samkvæmt dagatali skólans á hún að hefjast aftur mánudaginn 4.janúar 2021. GLEÐILEG JÓLIN!
Lesa meira

Pálmar Ragnarsson í rafræna heimsókn

Á miðvikudag fengum við Pálmar Ragnarsson í rafræna heimsókn til okkar í FG til að tala um jákvæð samskipti. Frábær þátttaka. Takk fyrir okkur Pálmar
Lesa meira

FG vann spunakeppnina Leiktu betur 2020

Nemendur frá FG unnu spunaleiklistarkeppnina „Leiktu betur 2020“ sem fram fór í nóvember. Í keppninni voru nokkrir aðrir mennta og framhaldsskólar. Keppnin fór að þessu sinni fram á Zoom (hvað er það???) og fengu keppendurnir fjórir frá FG úthlutað sérstökum leikstíl, sem þau áttu að spinna út frá. Að spinna þýðir í raun að búa til á staðnum. Skemmst er frá því að segja að þau Karín Dís, Hugi Einarsson, Stefán Óskar og Ólafur Dofri unnu keppnina. Fengu þau í verðlaun verðlaunagrip, sem var (og er) búinn að vera hér í FG frá því í fyrra, því FG vann líka þá. Það þurfti því ekkert að þvæla verðlaunagripnum úr FG. Það var Starkaður Pétursson, fyrrum nemandi hér í FG, sem þjálfaði og valdi liðið í keppnina. Vel gert!
Lesa meira

LEG verður söngleikur vorsins 2021 - Hugleikur skrifar og Birna Rún stýrir

Þrátt fyrir kóvid og önnur leiðindi tengd því heldur lífið áfram og Leikfélag FG, Verðandi, er engin undantekning frá því. Nú er búið að ákveða hvaða söngleikur verður tekinn til sýninga á vordögum 2021. Á fésbókarsíðu Verðandi segir:"Leg fjallar um unga stelpu sem er í menntaskóla í Garðabæ. Hún verður ófrísk og þarf að taka ákvörðun um framtíð hennar á meðan líf hennar er á niðurleið. Leg er stórskemmtilegur, litríkur og bráðfyndinn söngleikur fyrir alla aldurshópa." Höfundur verksins er einn frægasti skopteiknari landsins, Hugleikur Dagsson. Leikstjórinn, eða leikstýran, er Birna Rún Eiríksdóttir. Hún kemur á ,,fornar slóðir" en hún er fyrrum nemandi hér í FG. Spennó! Hér má sjá kynningarmyndband um LEG.
Lesa meira

Opinn fundur fyrir aðstandendur nemenda

Stjórnendur skólans verða með opinn fund fyrir aðstandendur nemenda fimmtudaginn 3.des. kl. 17:00. Fundurinn fer fram á Zoom og mun skólameistari, aðrir stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar sitja fyrir svörum. Fundurinn hefst með stuttri framsögu frá skólameistara en aðstandendur geta sent inn fyrirspurnir í gegnum spjallið á Zoom. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir fyrir fundinn á fg@fg.is. Einnig má senda fyrirspurnir á það netfang á meðan fundurinn stendur yfir. Slóð á fundinn verður send út á fimmtudaginn í tölvupósti og með sms skilaboðum.
Lesa meira