09.05.2021
Hópur nemenda í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hefur búið til stærðfræðispil sem ætlað er börnum á aldrinum sex til þrettán ára en markmiðið með spilinu er að gera stærðfræði meira aðlaðandi fyrir krakka á grunnskólaaldri.
Lesa meira
05.05.2021
Hulda Fanný Pálsdóttir, sem er að útkskrifast af Hönnunar og markaðsbraut fékk þá skemmtilegu hugmynd að hanna tösku sem er úr endurnýttum leðursætum í bílum, sem og öryggisbeltum. Hulda vann þetta í samvinnu við fyrirtækið Netparta, sem er svokölluð partasala, rífur og endurvinnur bíla. Frá þessu er meðal annars sagt á vefsíðu fyrirtækisins.Taska Huldu flokkast sem ,,sjálfbær".
Lesa meira
05.05.2021
Kosningar til hinna ýmsu embætta í FG eru hafnar og þær fara fram í gegnum INNU. Kosningin sttendur til hádegis á föstudag. Mikið fjör var í skólanum í kosningabaráttunni og mikil "slikkerí" (nammi) í gangi, pízzur og allt. Bara alvöru! Hér eru nokkrar svipmyndir...
Lesa meira
04.05.2021
Mikið er um að vera í FG þessa dagana, enda kosningabarátta á fullu og bæði piltar og stúlkur að bjóða sig fram í hin ýmsu embætti í skólanum, hjá NFFG, Nemendafélaginu. Þeir sem eru í framboði eru aðilarnir sem t.d. bera ábyrgð á og skipuleggja félagslíf skólans. Opnað verður fyrir rafrænar kosningar miðvikudaginn 5.maí og standa þær yfir í tvo daga. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér kosningarétt sinn, því þetta er skólalýðræði í sinni fegurstu mynd.
Lesa meira
30.04.2021
Eins og fram hefur komið hér á fg.is tókst að frumsýna söngleikinn LEG eftir Hugleik Dagsson fyrir skömmu og standa sýningar nú yfir.
En flestir spá ekki í alla þá gríðarlegu vinnu og kostnað sem er við svona uppsetningu. ,,Ætli kostnaðurinn hlaupi ekki á einhverjum milljónum, kannski fjórum til fimm þegar upp verður staðið,“ sagði Eva Bryndís, fjármálastjóri leikfélagsins Verðandi, þegar tíðindamaður FG.is náði spjalli af henni.
Að sögn Evu var lítið til af peningum vegna síðustu sýningar, Reimt, árið 2020, en fljótlega eftir frumsýningu í fyrra skall kóvid á og skólanum lokað. Þannig fór um þá fínu leiksýningu, sem tíðindamaður var reyndar svo heppinn að sjá.
,,Skólinn er búinn að hjálpa okkur mjög mikið,“ sagði Eva og bætti við að það væri til dæmis búið að kaupa nýtt ljósaborð. Slík græja kostar að hennar sögn um tvær milljónir króna. Síðan þarf að borga höfundi, leikstjóra, kaupa í leikmynd og allt hvaðeina. ,,Þetta er sýning sem kostar mikla peninga,“ sagði Eva Bryndís að lokum.
Það er því mikið undir, en sýningar eru nú á fullu og miðar eru til sölu á www.tix.is
Lesa meira
27.04.2021
Nýlega var innréttað og sett upp vinnu og slökunarrými á fyrstu hæð FG. Þar geta nemendur sem sagt bæði unnið og stundað afþreyingu. Það er NFFG sem stendur fyrir framkvæmdinni í samvinnu við skólayfirvöld og ekki er útilokað að um meira af þessu tagi verði að ræða á næstunni.
Lesa meira
26.04.2021
Loksins tóks að frumsýna leikverkið LEG eftir Hugleik Dagsson í FG, en það gerðist laugardaginn 24.apríl. Viðtökur voru góðar og nú blasa við næstu sýningingar, sem eru þann 28. og 29.apríl og 1.maí. Allar nánari upplýsingar eru TIX.is.
Lesa meira
21.04.2021
Nemendur hjá Tinnu í frumkvöðlafræði kynntu og seldu afurðir sínar þann 20.apríl síðastliðinn. Þar voru ýmsar vörutegundir á boðstólum; kerti, töskur, handáburður, ís, jójó og hvaðeina. Gaman að sjá hversu mikil breiddin var og fjölbreytileikinn var í raun það sem einkenndi sýninguna.
Lesa meira
16.04.2021
Í tilkynningu frá Nemendafélagi FG (NFFG) kemur fram að þetta sé ádagskrá næstu þrjár vikurnar:
Góðgerðarvika: 19 - 23 . apríl 2021
- Fyrirlestur mánudaginn 19. apríl kl 10:30 á zoom
- Pylsur og tónlist í andyrinu 20. apríl í hádeginu
- Vikan og áheiti fara fram í gegnum Aur og Instagram
Salsavika: 26 - 30. apríl 2021
- Salsa FM útvarp
- Salsasósukappát live á facebook. Fyrstur að klára eina krukku fá vinning.
- Ami hefur Taco í matinn á miðvikudeginum.
- Litlum Doritos pokum dreift í stofur á mánudeginum.
- Artisti í andyrinu á fimmtudeginum.
- Salsa tónlist alla daga.
- Skólinn verður salsaður upp!
Kosningavika 3-7. maí 2021
- Kosningavaka á fimmtudagskvöldinu live á youtube
- Áróður eftir reglum en ólíklegt að það verði básar.
- Rafrænar kosningar á Innu
- IGTV um helstu stöður og formenn
Lesa meira
16.04.2021
Nemandi úr FG, Unndís Ida Ingvarsdóttir, hefur verið valin sem fulltrúi Íslands til að stunda nám við alþjóðlega menntaskólann í bænum Flekke í Noregi.(e. Red Cross Nordic United World College) í Flekke í Noregi. Skólinn er hluti af alþjóðlegu skólasamtökunum og er í fararbroddi alþjóðlegrar menntunar til stúdentsprófs, með það að markmiði að menntun ungmenna með ólíkan menningarbakgrunn auki skilning og samstarf milli þjóða og menningarheima. Flekke er smábær, með aðeins um 200 ibúa, norðan við Bergen (Björgvin).
,,Þetta er mjög spennandi og mig hlakkar til,“ sagði Unndís í stuttu spjalli við FG.is. Aðspurð sagðist hún ekki vita hvað tekur við að náminu loknu, sem tekur tvö ár. ,,Kannski kem ég aftur hingað og klára Leiklistarbrautina, en annars býður námið upp á allskonar möguleika í öðrum löndum, að því loknu,“ sagði Unndís. Náminu lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdentsprófi. Við óskum henni að sjálfsögðu góðs gengis.
Lesa meira