Bergrún ræðir við nemendur.
Rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir er fyrrum FG-ingur og hún heimsótti nemendur í skapandi skrifum hjá Ingibjörgu íslenskukennara fyrir skömmu. Bergrún útskrifaðist frá FG árið 2005 og undanfarin ár hefur hún unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín. Meðal verðlauna sem hún hefur fengið eru Íslensku bókmenntaverlaunin árið 2020 í flokki barna og unglingbókmennta fyrir bókina Langelstur að eilífu. Mæltist heimsókn Bergrúnar vel fyrir meðal nemenda.
Hér er svo allur verðlaunalistinn:
2020 Vest Norrænu barnabókaverðlaunin: Lang-elstur að eilífu.
2020 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Lang-elstur að eilífu.
2020 Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna: Kennarinn sem hvarf.
2019 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur: Kennarinn sem hvarf.
2016 Vorvindar, viðurkenning IBBY fyrir framlag til barnamenningar.