27.02.2021
Alls brautskráðust 33 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, við athöfn sem haldin var föstudaginn 26.febrúar síðastliðinn. Af þeim sem brautskráðust voru sjö af viðskiptabrautum, sjö af hönnunar og markaðsbraut, fimm af félagsvísindabraut, fimm af listnámsbrautum, fjórir af náttúrufræðibraut, þrír af íþróttabraut og tveir af alþjóðabrautum.
Það var Sigurbjörg Eiriksdóttir sem var dúx á miðönn og hún fékk einnig verðlaun fyrir góða ástundun.
Emilía Ósk Friðjónsdóttir fékk verðlaun fyrir lokaverkefni á hönnunar og markaðsbraut og Hermann Óli Bjarkason fyrir góðan árangur í íþróttafræði.
Þá fékk Snædís Sól Geirsdóttir viðurkenningu Soroptimistafélags Garðabæjar fyrir framfarir í námi og hvatningu til áframhaldandi náms. Ávarp nýstúdents flutti svo Natalía Erla Arnórsdóttir.
Í ræðu sinni var skólameistara ástandið vegna kóvid-19 hugleikið, en hann vonast eftir að nú á vorönn, sem nýlega hófst, verði hægt að halda skólastarfi FG sem eðlilegustu: ,,Þó ég hrósi rafrænum lausnum í kennslu þá hefur verið mikið skemmtilegra í skólanum síðan nemendur sáust á göngunum. Gleði nemenda við koma aftur í skólann var auðséð og einn kennarinn sagði að þeir væru næstum því hressir á morgnana,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, skólameistari meðal annars þegar hann kvaddi nemendur.
Lesa meira
24.02.2021
Kennsla á vorönn fór af stað með látum, bókstaflega talað, miðvikudaginn 24.febrúar, en þá skalf jörð á Reykjanesi og um nánast allt land. Þeir sem voru mættir í FG fundu vel fyrir því sem á gekk. Kennt verður fram til 26.mars og þá hefst páskafrí, en að því loknu heldur svo kennsla áfram til þriðjudagsins 18.maí, sem er síðasti kennsludagur á vorönn. Brautskráning á vörönn verður svo laugardaginn 29.maí. Föstudaginn 26.febrúar kveður svo FG hópur nemenda sem er að útskrifast á miðönn. Athöfnin hefst kl. 15.00 í Urðarbrunni og þrátt fyrir að létt hafi verið á samkomubanni verður um fámenna athöfn að ræða.
Lesa meira
08.02.2021
Nú er kennslu á miðönn að ljúka og hefjast próf á föstudaginn, 12.febrúar. Nemendur hafa orðið varir við tilslakanir innan skólans í kjölfar tilslakana í samfélaginu, vegna kóvid19. Þetta þýðir meðal annars að ákveðnir sófar eru komnir á sinn stað, unnendum þeirra til mikillar ánægju.
Lið FG keppti i Morfís fyrir skömmu við Menntaskólann á Akureyri en þurfti að lúta í lægra haldi, þrátt fyrir gríðarlega jafna og spennandi keppni, þar sem yfir 3000 stig voru gefin.
Lið FG í Gettu betur hefur hinsvegar sjónvarpskeppni sína föstudaginn 12.febrúar þegar liðið mætir MR í beinni útsendingu á Ríkisútvarpinu, RÚV. Keppnin hefst stundvíslega kl. 19.40. Áfram FG!
Lesa meira
04.02.2021
FG býður 10. bekkingum í kynningu á námsframboði skólans.
Lesa meira
04.02.2021
Sameiginleg söngvakeppni FG og MK (Menntaskólans í Kópavogi), var haldin fimmtudagsvöldið 3.febrúar síðastliðinn. Fjöldi keppenda steig á svið og var keppnin send út á Youtube. Sigurvegarar keppninnar fara sem fulltrúar skólanna í Söngvakeppni framhaldsskólanna, sem haldin verður síðar í vor.
Dómnefnd skipuðu þau: Páll Óskar Hjálmtýsson, Birna Eiríksdóttir og rapparinn Úlfur Úlfur.
Sem fulltrúi MK varð Tindra Gná Birgisdóttir fyrir valinu, en hún flutti lagið Fix You eftir stórsveitina Coldplay.
Sigurvergari kvöldsins varð hinsvegar Sigrún Ósk Karlsdóttir, nemi á Listabraut FG, en hún flutti lagið At Last, sem söngkonan Etta James söng á sínum tíma. Sigrún verður því fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Til hamingju!
Lesa meira
27.01.2021
Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldskólanna, er að rúlla af stað þessa dagana. Að sjálfsögðu er FG með. Tíðindamaður FG.is hitti annan þjálfara liðs FG, Daníel Breka Johnsen, á göngum skólans, þar sem hann var að bíða eftir æfingu. Að sögn Daníels hefur lið FG æft stíft að undanförnu undir stjórn hans og Mörtu Öldu Pitak.
Liðsmenn FG eru þau Karen Ósk Kjartansdóttir, Guðmundur Grétar Magnússon og Halldóra Björg Einarsdóttir. Liðið leggur í fyrstu alvöru viðureignina um næstu helgi, þegar rúllað verður til Akureyrar og att kappi við Menntaskóla Akureyrar.Umræðefnið laugardaginn 30.janúar verður: Maður á að elta drauma sína. FG mælir með en MA á móti. Daníel er bjartsýnn á gengi liðsins og hafa æfingar að hans sögn gengið vel. Gott gengi FG og nú er bara að tala norðanmenn í rot og þrot.
Lesa meira
20.01.2021
Lið FG er komið í sjónvarpskeppni Gettu betur eftir að hafa unnið Menntaskólann á Ísafirði í síðustu viðureign, sem fram fór á Rás 2 fyrir skömmu. Lið FG vann með 25 stigum gegn 12. Nú færist keppnin yfir í sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Þar bíður FG erfiður mótherji, sem er MR. MR er ásamt MH sá skóli sem hefur unnið Gettu betur oftast, en FG hefur líka staðið fyrir sínu, vann keppnina árið 2018 eins og sjá má í þessari frétt Morgunblaðsins. Þetta verður brekka, en þá er bara að berjast - áfram FG!
Lesa meira
08.01.2021
Hin sívinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu getur, er hafin að nýju, með spritti, 2ja metra reglu og alles. Fyrstu viðureignir fara alltaf fram í útvarpi, á Rás 2 RÚV, eða Ríkisútvarpsins. Og það var einmitt þar sem lið FG mætti liði Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 7.janúar og vann FG með 26 stigum gegn 22. Lið FG skipa; Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Sara Rut Sigurðardóttir og Kjartan Leifur Sigurðsson. Að lokinni keppni var dregið í næstu umferð sem fram fer dagana 12. og 13. janúar en þá mætir FG liði Menntaskólans á Ísafirði. Áfram FG!
Lesa meira
04.01.2021
Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2021 hefst 4. janúar og stendur til og með 5. febrúar.
Umsækjendur nota auðkenni frá island.is eða rafræn skilríki. Ef sótt er um Íslykil á netinu er hægt að velja um að fá hann sendan á lögheimili, sem tekur 2-5 virka daga eða í netbanka, sem skilar sér samdægurs (undir „rafræn skjöl“). Rafræn persónuskilríki er hægt að sækja um hjá viðskiptabanka.
Lesa meira
01.01.2021
Kæru nemendur og aðstandendur
Ég vona að þið hafið haft það gott um jólin og munið njóta skemmtilegra og öruggra áramóta.
Nokkuð er farið að skýrast með hvernig kennslu verður háttað eftir áramót. Reglugerð frá heilbrigðismálaráðuneytinusem tekur gildi 1. janúar gerir okkur kleift að auka staðkennslu verulega. Samt er nauðsynlegt að hafa í huga að lítið þarf að breytast í samfélaginu til að verulega verði hert á reglum um skólahald í framhaldsskólum.
Lesa meira