19.08.2020
Framan af önn mun allt skólastarf litast af sóttvörnum. Grunnstoðir þess starfs eru eftirfarandi:
• Takmarka smitleiðir og samneyti meðal nemenda og starfsmanna.
• Veikir nemendur og starfsmenn koma ekki í skólann.
• Viðhafa gott hreinlæti og sóttvarnir.
Lesa meira
24.06.2020
Innritun nýnema í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir skólaárið 2020-2021 er nú lokið. Skólanum bárust afar margar umsóknir eða 630 talsins. Samtals voru um 200 nemendur innritaðir á átta brautir skólans og það var erfitt að þurfa að hafna góðum nemendum en við óskum þeim velfarnaðar. Við afgreiðslu umsókna var horft til einkunna í ensku, íslensku og stærðfræði auk frammistöðu í greinum sem tengjast umsóknarbraut.
Við bjóðum alla nýnema innilega velkomna í FG og við hlökkum til að sjá ykkur í haust.
Lesa meira
30.05.2020
Brautskráning á vorönn 2020 fór fram í Urðarbrunni laugardaginn 30.maí kl. 11.00, að viðstöddum brautskráningarefnum, helstu stjórnendum og tækniliði skólans.
Kóvid-veiran illskeytta setti því mjög svip sinn á þessa hátíðlegu athöfn, sem send var út beint á netinu fyrir aðstandendur. Kennarar biðu á kennarastofu skólans og fögnuðu síðan nemendum utandyra í lok athafnar.
Allt þetta breytti því þó ekki að hátíðlegur andi sveif yfir vötnum og athöfnin hin ánægjulegasta.
Alls voru 103 nemendu er sem kvöddu FG að þessu sinni, en af þeim voru 100 sem brautskráðust af stúdentsbrautum. Dúx að þessu sinni var Egill Andrason af listnámsbraut, með 9,5 í meðaleinkunn. Alls voru sex nemendur í hópnum með yfir 9,0 í meðaleinkunn.
Þá flutti Egill ennfremur eigið lag og texta á athöfninni, Óðurinn til vináttunnar. Helga S. Jónsdóttir, Ugla Helgadóttir og Hrefna Hlynsdóttir fluttu einnig í byrjun athafnar lagið „Coming Home“ eftir Sigurjón Brink og Valgerður L. Guðmundsdóttir flutti fína ræðu nýstúdents.
Fjöldi nemenda fékk svo hinar ýmsu viðurkenningar, bæði fyrir góðan árangur í námi og mætingu.
Hér er textinn eftir Egil: Óðurinn til vináttunnar.
Hlátrasköll ég heyri ennþá.
Hróp og hamingja.
Aðeins auðæfi úr manni
mig umkringja.
Framtíðar fortíðarþrá
Finn ég grípa um mig
leiði yfir að lífsgranni
fari að færa sig.
Þetta er óðurinn til vináttunnar
Un þá sem ég hef átt og mun unna.
Engin orð fá þeim lýst
sem líf mitt um snýst.
Saga eftir sögu, ævintýr,
saman allt er best.
Fyrir skilnað okkar
um bið ég skilafrest.
Við kaflaskiptum má alltaf við búast.
Þú ert ekki alveg eins og þú varst
en við njótum á meðan kostur er.
Þetta er óðurinn til vináttunnar.
Um þá sem ég hef átt og mun unna.
Engin orð fá þeim lýst
sem líf mitt um snýst.
Í gegnum súrt og sætt
mína daga litið svo skært.
Á réttri stund, á réttum stað
við komum saman.
Er nú komið að kveðjukossum
Ég kveð ykkur um hríð.
Strembið er að sigra
saknaðarstríð
Þetta er óðurinn til vináttunnar
Þá sem ég hef átt og mun unna.
Engin orð fá þeim lýst
sem líf mitt um snýst
Í gegnum súrt og sætt
mína daga litið svo skært.
Á réttri stund, á réttum stað
við komum saman.
Lesa meira
27.05.2020
Opnuð hefur verið ný vefsíða á vegum nemenda FG, en um er að ræða rafræna sýningu á lokaverkefnum nemendahóps af Hönnunar- og markaðsbraut, fatahönnun, myndlistasviði og leiklistasviði FG. Má segja að þetta sé í takti við þá þróun sem hefur verið í gangi undanfarið vegna Kórónaveirunnar, þ.e.a.s að fjölmargt sem ekki var rafrænt, er nú orðið það. Slóðin er: https://www.fglokaverkefni.com/ Skoðið og njótið!
Lesa meira
09.05.2020
Nemendur á Sérnámsbraut nýttu sér blíðuna þann 8.maí síðastliðinn og grilluðu sér góðgæti. Þeir eru nánast einu nemendurnir sem eru í skólanum, eftir að slakað var á samkomubanninnu fyrir skömmu. Með á myndinni eru þær Hrafnhildur og Guðmunda, sérkennarar. Gott að lífið er smám saman að færast í eðlilegt horf.
Lesa meira
08.05.2020
Nú eru úrslit kunn í keppni frumkvöðla sem fram fór um daginn og nemendur hjá Tinnu Ösp tóku þátt í. Alls átti FG fimm fyrirtæki í topp 25 í Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla. Fyrirtækið Draumaljós hreppti þriðja sætið og Mysey var valið besta matvælafyrirtækið. Flottur árangur og til hamingju!
Lesa meira
21.04.2020
Nemendur hjá Tinnu Ösp í frumkvöðlafræði tóku þátt í keppni frumkvöðla fyrir skömmu, en alls voru fyrirtækin frá FG alls 13 talsins. Undir venjulegum kringustæðum hefðu fyririrtækin sem nemendurnir sköpuðu haft sölusýningu í Smáralindinni, en það gekk ekki að þessu sinni vegna kórónaveirunnar. Þess vegna var fyrirkomulagið þannig núna að allir seldu á netinu (eins og allir eru að gera núna). Einnig sendu liðin/fyrirtækin inn myndbönd. Úrslit verða tilkynnt þann 6.maí næstkomandi.
Lesa meira
04.04.2020
Okkur langaði að senda ykkur kveðju inn í páskafríið. Þið eruð búin að standa ykkur frábærlega síðustu vikur.
Gleðilega páska
Lesa meira
27.03.2020
Kæru nemendur og forráðamenn.
Nú eru komnar tvær vikur síðan hurðinni var lokað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eins og í öðrum framhaldsskólum landsins. Í einum vettfangi var kennslunni breytt í dreifnám. Eitthvað sem hafði ekki áður verið gert í FG. Kennt eftir stundatöflu, en með rafrænum hætti. Ég get ekki annað en dáðst að nemendum og kennurum. Báðir aðilar hafa sýnt hugmyndaauðgi og dugnað.
Nú er ein vika fram að páskum og þá fá nemendur og kennarar verðskuldað hlé. Á þessari stundu vitum við ekki hvernig skólastarf verður eftir páska. Þó er rétt fyrir nemendur að búa sig undir það að kennslan verði með sama formi eftir páska. Þó vil ég taka skýrt fram að við gerum ráð fyrir að annarlok breytist ekki, við munum brautskrá nemendur 30. maí.
Miðannarmat verður skráð í næstu viku og getið þið í lok vikunnar séð hvar þið, nemendur, standið. Talsvert er eftir af önninni og hvet ég ykkur sem alltaf áður að leggja ykkur fram og leita aðstoðar ef þið eruð í erfiðleikum. Foreldrum ráðlegg ég að fylgjast vel með námi og veita aðstoð. Oft er þörf en nú er nauðsyn, stuðningur foreldra getur skipt sköpum við svona aðstæður. Kæru nemendur þiggið þá aðstoð sem í boði er og leyfið foreldrum að fylgjast með.
Kv, Kristinn Þorsteinsson skólameistari.
Lesa meira
20.03.2020
Kæru nemendur og foreldrar
Nú eru liðin ein vika í breyttu námsfyrirkomulagi. Sem fyrr er ég fullur aðdáunar á nemendum og kennarum. Báðir aðilar hafa tekist við þessar aðstæður af krafti og sýnt mikla útsjónarsemi.
Nú eru tvær vikur til páska og alveg ljóst að engin staðkennsla mun verða á þeim tíma. Við erum ólík og breytt fyrirkomulag reynist okkur miserfitt bæði kennurum og nemendum. Því bið ég foreldra um að fylgjast vel með hvernig gengur og hafa samband við náms- og starfsráðgjafa ef nemendur lenda í erfiðleikum. Hægt er að hringja í skólann 520 1600 virka daga frá kl. 8-15 og fá samband við náms- og starfsráðgjafa og stjórnendur. Ef þeir eru uppteknir verður hringt til baka. Einnig er hægt að senda tölvupóst en sjá má öll netföng hér: www.fg.is/is/foreldrar/nefndir-og-rad/starfsfolk
Nú er þriðjungur nemenda í sóttkví og fjöldi starfsmanna einnig og ekki ólíklegt að það einhverskonar met. Ég þakka viðbrögð nemenda og foreldra við póstum varðandi sóttkví. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sýktir af Covid-19 og virðast sýkingar koma úr ýmsum áttum.
Í næstu viku eru þrír hefðbundnir kennsludagar. Fimmtudagur og föstudagur eru námsmatsdagar og er þá tilvalið að líta á stöðuna og vinna upp það sem hefur dregist aftur úr.
Ef einhverjir nemendur vantar tölvubúnað bið ég þá um setja sig í samband við náms- og starfsráðgjafa. Við munum reyna að aðstoða eins og hægt er.
Að lokum minni ég alla á að njóta þess að vera í samneyti við sitt fólk. Það hafa allir upp á eitthvað að bjóða.
Góða helgi,
Kristinn Þorsteinsson,
stoltur skólameistari FG.
Lesa meira