Ísland og FG skulfu þann 24.febrúar 2021
Kennsla á vorönn fór af stað með látum, bókstaflega talað, miðvikudaginn 24.febrúar, en þá skalf jörð á Reykjanesi og um nánast allt land. Þeir sem voru mættir í FG fundu vel fyrir því sem á gekk.
Kennt verður fram til 26.mars og þá hefst páskafrí, en að því loknu heldur svo kennsla áfram til þriðjudagsins 18.maí, sem er síðasti kennsludagur á vorönn. Brautskráning á vörönn verður svo laugardaginn 29.maí.
Föstudaginn 26.febrúar kveður FG hópur nemenda sem er að útskrifast á miðönn 2020/2021. Athöfnin hefst kl. 15.00 í Urðarbrunni og þrátt fyrir að létt hafi verið á samkomubanni verður um fámenna athöfn að ræða.
Hér má lesa um viðbrögð við jarðskjálftum.