Nú er kennslu á miðönn að ljúka og hefjast próf á föstudaginn, 12.febrúar. Nemendur hafa orðið varir við tilslakanir innan skólans í kjölfar tilslakana í samfélaginu, vegna kóvid19. Þetta þýðir meðal annars að ákveðnir sófar eru komnir á sinn stað, unnendum þeirra til mikillar ánægju.
Lið FG keppti i Morfís fyrir skömmu við Menntaskólann á Akureyri en þurfti að lúta í lægra haldi, þrátt fyrir gríðarlega jafna og spennandi keppni, þar sem yfir 3000 stig voru gefin.
Lið FG í Gettu betur hefur hinsvegar sjónvarpskeppni sína föstudaginn 12.febrúar þegar liðið mætir MR í beinni útsendingu á Ríkisútvarpinu, RÚV. Keppnin hefst stundvíslega kl. 19.40. Áfram FG!