Fréttir

Kisa stal senunni í jarðfræðiferð Sigurkarls

Jarðfræðihópur Sigurkarls fór jarðfræðiferð um næsta nágrenni skólans fyrir skömmu. Gengið var meðfram Arnarneshamarslæk að stöpli á Arnarneshæð sem er til minningar um Alfred Wegener og landrekskenningu hans. Fræddust nemendur um hana og ýmislegt jarðfræðilegt sem hægt var að sjá eins og landslagið i kring sem er meira og minna mótað af jöklum auk eldgosa og hrauna sem runnið hafa í og í kringum höfuðborgarsvæðið. Dæmi um slíkt hraun er Gálgahraun sem rann úr Búrfellsgíg í Heiðmörk fyrir rúmum 7000 árum síðan. Bergmyndir þar eru með þeim flottari sem til eru hér á landi. Mælast svona ferðir yfirleitt vel enda er kennslan færð úr kennslustofunni út í náttúruna og nemendur frelsinu fegnir og upplifa jarðfræðina á annan hátt. Nemendur voru vel kæddir og enginn skalf(!) á beinunum. Síðan hitti hópurinn þessa fallegu kisu, sem er fyrir miðri mynd og stal senunni í myndatökunni.
Lesa meira

Skuggakosningu lokið

Skuggakosning fór fram í FG fimmtudaginn 9.9.2021 og voru þær hluti af lýðræðisvikunni í FG, í sambandi við kosningar til Alþingis. Hvernig kusu svo FG-ingar? Verður liturinn blár, grænn, eða rauður? Það verður áhugavert að sjá, en úrslit skuggakosninganna verða birtar þegar kjörstöðum í alvörukosningunum verður lokað, laugardagskvöldið 25.september. Nú, þeir FG-ingar sem eru komnir með kosningarétt eru eindregið hvattir til þess að nýta sér rétt sinn til að taka þátt og kjósa í lok september, en kosningaréttur er nokkuð sem ekki er sjálfgefið og alls ekki allir jarðarbúar sem njóta slíkra réttinda. Takið þátt - hafið áhrif
Lesa meira

Skuggakosningar í FG 9. september frá kl. 9:00 til 15:30

Skuggakosningar verða í FG fimmtudaginn 9. september. Kosið verður frá kl. 9:00-15:30. Kjörklefinn verður við andyri skólans. Í skuggkosningum, rétt eins og hefðbundnum kosningum, merkir kjósandinn við þann flokk sem honum lýst best á. Þetta er ekki alvöru kosningar heldur aðeins æfing á því hvernig kosningaferlið er, en niðurstaðan getur verið mjög áhugaverð. Við í FG viljum vera sá skóli þar sem flestir kjósa. Svo koma nú og drífa sig að kjósa. Nánari leiðbeiningar eru hér.
Lesa meira

Vel lukkað hraðstefnumót

Vel fór á með nemendum FG og fulltrúum þeirra framboða sem komu á hraðstefnumót sem haldið var þann 8.september síðastliðinn. Þetta var hluti af lýðræðisvikunni í FG, sem nú stendur vegna kosninga til Alþinngis þann 25.september. Á morgun eru svo skuggakosningar í FG og eru allir nemendur hvattir til að taka þátt.
Lesa meira

Lýðræðisvika í næstu viku

Vegna komandi þingkosninga hér á landi þann 25.september verður haldin lýðræðisvika í FG dagana 6. til 10.september. Rætt verður um mikilvægi lýðræðis, en í hugtakinu býr annað og meira en bara að kjósa í kosningum, t.d. mannréttindi og það sem kalla mætti réttindi þegnanna. Miðvikudaginn 8. september koma svo fulltrúar þeirra flokka sem eru í framboði til Alþingis í heimsókn og kynna stefnumál sín. Daginn eftir verður svo settur upp kjörklefi, þar sem nemendur geta kosið í því sem kallast Skuggakosningar. Lýðræðinu þarf að halda lifandi og það er eins og viðkvæm planta, því hægt er að rífa það upp með rótum. Dæmi úr heimssögunni sýna það.
Lesa meira

FG fékk vatnslitamynd

Derek Mundell vatnslitamálari færði FG þessa flottu vatnslitamynd þann 1.september, sem er eftir dönsku listakonuna Lena Gemzöe, sem þakkargjöf frá Vatnslitafélgi Íslands. Hér er mynd af Derek ásamt Sigríði kennslustjóra listgreina og Snjólaugu aðstoðarskólameistara.
Lesa meira

FG-ingar fengu HÍ-styrk

Þann 30.ágúst síðastliðinn tóku tveir fyrrverandi nemendur Fjölbrautaskólans í Garðabæ, þær Eva Bryndís Ágústsdóttir og Tinna Rúnarsdóttir, við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkirnir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.
Lesa meira

Skólaupphaf og heimsmeistartitill

Nám er hafið af fullum krafti í FG á haustönn árið 2021 og er skólinn stútfullur af nemendum, það komast hreinlega ekki fleiri í skólann. Eins og nemendur hafa tekið eftir er grímuskylda sem um gilda þó ákveðnar reglur. Eins og nemendur hafa líka tekið eftir kom upp kóvidsmit í mötuneyti skólans og er það því lokað þessa vikuna. Þá gildir að vera úrræðagóð/ur og það er kannski einn megin lærdómurinn af kóvid – að vera sífellt að bregðast við nýjum aðstæðum og takast á við þær. En svona til að enda þetta á jákvæðu nótunum, þá hlaut fyrrum nemandi FG, hún Agata Erna Jack, fyrsta sætið í samkvæmisdansi á Special Olympics fyrir skömmu og varð einfaldlega heimsmeistari! Bara snilld og til hamingju Agata!
Lesa meira

Tilkynning frá skólameistara !

Kæru nemendur og aðstandendur, Covid-19 hefur áhrif á skólastarf heldur fyrr en við bjuggumst við. Nú þegar eru nokkrir nemendur sýktir, nokkrir eru í sóttkví og talsvert fleiri í smitgát. Þeir aðilar sem þetta á við hafa þegar fengið tilkynningar í tölvupósti og eða símtölum.
Lesa meira

Til þeirra sem eru heima i sóttkví eða einangrun vegna Covid

Nauðsynlegt að tilkynna sóttkví og einangrun til skólans. Það er afar mikilvægt að vera í góðu sambandi við kennara og senda póst á þá sem fyrst og láta vita af stöðunni.
Lesa meira