Frá brautskráningu á miðönn 2022. Sóley Harðardóttir varð dúx.
Brautskráning frá miðönn 2021-22, fór fram í Urðarbrunni föstudaginn 4.mars síðastliðinn.
Um var að ræða ,,eðlilega“ brautskráningu, en lítið hefur verið um slíkt vegna kóvid. Þetta var því grímulaus brautskráning, gaman að því.
Af þeim 30 sem útskrifuðust voru átta af hönnunar og markaðsbraut, sex af viðskiptabrautum, fjórir af félagsvísinda, íþrótta, listnáms og náttúrufræðibraut, hverri braut.
Dúx á miðönn var Sóley Harðardóttir, af félagsvísindabraut, sem einnig fékk bæði verðlaun í ensku og félagsvísindum.
Soroptimistafélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar veitti verðlaun fyrir framfarir og þrautseigju í námi og þau fékk Annika Singh Helgadóttir.
Sérstök Samfélagsverðlaun FG fékk svo Björn Gabríel Björnsson, fyrir einstaka ljúfmennsku og jákvætt viðhorf, bæði til nemenda og kennara á sínum námsferli í FG.
Sunna Dís Helgadóttir flutti ávarp nýstúdents og einnig fluttu nemendur tónlistaratriði.
Í ræðu sinni kom Kristinn Þorsteinsson, skólameistari, víða við og fjallaði meðal annars um kóvidið og áhrif þess, fordóma og átökin í Úkraínu, en nú geisar því miður stríð í Evrópu sem ekki sér fyrir endann á.
Myndir: Fríða Gylfadóttir