05.02.2022
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur uppfyllt öll fimm skref ,, Grænna skrefa“ sem er verkefni ríkisstofnana sem vinna markvisst að umhverfismálum í rekstri sínum.
Umhverfisstofnun sér um úttekt og utanumhald verkefnisins og er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti.
Verkefnið er einnig hugsað sem leið til þess að virkja starfsmenn og nemendur og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.
Lesa meira
04.02.2022
Söngvakeppni NFFG, Jarmið 2022, fer fram í Urðarbrunni þann 10.febrúar næstkomandi.
Já, þið lesið rétt og það er að lifna yfir félagslífinu. Sá sem sigrar fer sem fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldsskólanna.
Skráning fer fram í gegnum nffg.live@gmail.com og þangað á að senda lag og nafn (höfundar/flytjanda).
Gleðilegt.
Skráningu lýkur 6.febrúar en sumir stíga sín fyrstu skref á stjörnuferlinum í þessari keppni.
Lesa meira
01.02.2022
Þeir Kjartan Leifur Sigurðsson, varaformaður NFFG og Jón Bjarni Snorrason frá Borgarholtsskóla lýstu yfir mikilli óánægju með stjórnvöld í fréttum Stöðvar 2 þann 31. janúar síðastliðinn, aðallega vegna ástandsins í ,,ballmálum" menntaskólanema.
Eins og allir vita hefur félagslíf þeirra verið mjög fátæklegt þau tvö ár sem faraldurinn hefur staðið yfir, en fréttina um þetta má sjá hér.
Lesa meira
24.01.2022
Það er gaman að segja frá því að Salsa FM er komið í loftið á 106.5, en það er galvaskur hópur nemenda sem ætlar að hald úti stífri dagskrá alla þessa vikuna. Meðal annars er hægt að hlusta í appi sem heitir ,,Spilarinn". Dagskrá má finna á Instagrammi aðalstjórnar NFFG.
Þegar tíðindamaður fg.is leit við var það hresst "morgungengi" (mynd) sem búið var að koma sér fyrir hljóðverinu og allt komið á fullt.
Útvarp er skemmtilegt!
Lesa meira
20.01.2022
Dregið hefur verið í átta liða úrslitum Gettu betur, en þau fara fram í sjónvarpinu, RÚV.
Þau líta svona út:
4. febrúar - Verzlunarskóli Íslands - Fjölbrautaskóli Suðurlands
11. febrúar - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Fjölbrautaskólinn Vesturlands á Akranesi
18. febrúar - Verkmenntaskóli Austurlands - Menntaskólinn í Reykjavík
25. febrúar - Kvennaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Kæmi ekki á óvart að lið FG væri sátt við þennan drátt.
Lesa meira
18.01.2022
Lið FG í Gettu betur sigraði lið Tækniskólans í Reykjavík í spurningakeppni framhaldssólanna, en liðin áttust við mánudgainn 17.janúar.
FG-ingar kræktu í 39 stig, Tækniskólinn náði hins vegar bara 25 stigum í hús og situr því eftir með sárt ennið.
Þar með er ljóst að FG tekur þátt í átta liða úrslitu keppninnar, en þau fara fram í sjónvarpi ("imbakassanum").
Þá færist nú heldur betur fjör í leikinn og gjarnan er mikið stuð í þessum útsendingum.
FG vann Gettu betur árið 2018 með mögnuðum hætti í Háskólabíói. Væri gaman að sjá hljóðnemann aftur í FG.
Lesa meira
17.01.2022
FG og Tækniskólinn mætast í kvöld kl. 21.15 í spurningakeppni framhaldskólanna, Gettu betur.
Keppnin fer fram á Rás 2, RÚV, www.ruv.is
Allir að hlusta! Kemst FG í sjónvarpið?
Áfram FG!
Lesa meira
17.01.2022
,,Við þurfum bara að anda með nefinu og fara eftir vindinum,“ sagði Örn Gauti Jóhannsson, leikstjóri á söngleiknum Gretti, sem verið er að hefja æfingar á um þessar mundir í Urðarbrunni hér í FG, er hann var spurður um stöðuna hjá leikfélaginu Verðandi. Þegar tíðindamaður FG.is var að vinna þessa frétt glumdu rokktónar úr Urðarbrunni...eitthvað magnað var á seyði!
Stefnt er á frumsýningu þann 17.mars (Imbrudagar) og þá verða vonandi allar hundleiðinlegar kóvidreglur fyrir bí. Það eru því um tveir mánuðir í frumsýningu á leikritinu, sem yfirleitt er einn af hápunktum skólaársins. Það voru þeir Ólafur Haukur Símonarson, Þórarinn Eldjárn (pabbi Ara Eldjárn) og Egill Ólafsson sem sömdu Gretti á sínum tíma.
Stykkið var frumsýnt í Reykjavík árið 1980, við feykilega góðar viðtökur, enda spilaði hljómsveitin Hinn Íslenski Þursaflokkur tónlistina, en það er nánast samdóma álit manna að sú sveit sé besta þjóðlagarokksveit Íslands fyrr og síðar. Fyrir henni fór nefndur Egill Ólafsson.
Söngleikurinn var svo aftur settur upp árið 2007 og grein í Morgunblaðinu frá þeim tíma segir: ,,Grettir fjallar um samnefndan heldur ólánsaman dreng sem lendir í fangelsi fyrir misheppnaðan glæp og stundar þar líkamsrækt af miklum móð. Í kjölfarið býðst honum hlutverk í sjónvarpsþætti og frægð og frami eru á næsta leiti. Leiðin á toppinn er þó ekki eintómur dans á rósum og Grettir þarf að glíma við drauginn Glám og fylgifiska frægðarinnar.“
Og nú er leiklistarhópurinn sem sagt að hefja æfingar á fullu. Örn Gauti Jóhannsson, leikstjóri er fyrrum nemandi FG, en hann var einnig á sínum tíma trymbill í hljómsveitinni Hórmónar, sem unnu Músiktilraunir árið 2016. Faðir hans er Jóhann Sigurðarson, einn ástsælasti leikari þjóðarinar, sem sýnir um þessar mundir snilli sína í þáttunum Verbúðin á RÚV. Þetta er í fyrsta sinn sem Örn Gauti leikstýrir og því frumraun hans á því sviði.
Tónlistin í söngleiknum Gretti að þessu sinni verður útfærsla sem trommuleikarinn Hallur Ingólfsson (HAM/Skepna) sá um.
Lesa meira
15.01.2022
Í Fréttablaðinu þann 15.1 var sagt frá nýrri kvikmynd sem fyrrum FG-ingurinn Elías Helgi Kofoed-Hansen er að gera. Ber hún heitið And Anne og gerist hér á landi. Og það er enginn viðvaningur sem mun semja tónlistina í myndinni, en það er enginn annar en John Paul Jones, bassaleikari einnar mestu rokksveitar allra tíma, Led Zeppelin.
Í frétt FRBL segir orðrétt: ,,Ég bara trúði því ekki að þetta væri hann. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá nafnið var bara hvað það væri óheppilegt fyrir tónlistarmann að heita John Paul Jones! Nei, nei, nei! Svo fattaði ég bara að þetta er hann,“ segir Elías Helgi Kofoed Hansen, handritshöfundur kvikmyndarinnar And Anne, um fyrstu viðbrögð sín við því að John Paul Jones ætli að semja tónlistina fyrir myndina.Jones, sem vitaskuld er þekktastur sem bassaleikari hinnar goðsagnakenndu rokkhljómsveitar Led Zeppelin, semur tónlistina með hljómsveitinni Snoweye, sem hann stofnaði árið 2017.“
Ja hérna! Þetta er verulega spennandi og sýnir að FG-ingum eru allir vegir færir.
Lesa meira
12.01.2022
FG komst áfram í Gettu betur með því að sigra Verkmenntaskólann á Akureyri í viðureign sem fór fram á Rás 2 þriðjudaginn 11.janúar síðastliðinn.
Lið FG vann með 22 stigum gegn 13 stigum frá norðanmönnum. Þar með er lið FG komið í 16 liða úrslit, sem einnig fara fram í útvarpi, en að þeim loknum færast átta liða úrslitin yfir í sjónvarpið.
Lesa meira