Nemendur í fjölmiðlafræði fóru fyrir skömmu í heímsókn á Stöð 2/SÝN og kynntu sér starfsemina, Alls starfa um 450 manns hjá fyrirtækinu, staðsett á Suðurlandsbraut. Það var fréttastjórinn sjálfur, Kolbeinn Tumi Daðason, sem tók á móti hópnum og rölti með FG-ingum um svæðið í skemmtilegu spjalli og fróðleik um fyrirtækið og viðfangsefni þess.
Strax í byrjun æstust leikar, en þá þrömmuðu Steindi Jr. og Hjálmar Örn Jóhannsson, fram á hópinn, en þeir voru á leið í tökur á þættinum Stóra sviðið. Gáfu þeir sér tíma til að spjalla við nemendur - og þeir voru auðvitað til í mynd (sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson tók). Síðar hitti hópurinn svo útvarpsfólkið Ósk Gunnarsdóttur (enginn skyldleiki við GHÁ) og áhrifavaldinn Gústa B, en hann er nýbýrjaður á FM957. Þau voru einnig alveg til í mynd. Þess má geta að Ósk er stúdent frá FG. Skemmtilegt.