Grettir frumsýndur - miðar á Tix.is

Grettir frumsýndur og pizza-partý í boði FG að frumsýningu lokinni.
Grettir frumsýndur og pizza-partý í boði FG að frumsýningu lokinni.

Söngleikurinn Grettir var frumsýndur við góðar viðtökur og fullan sal, í Urðarbrunni, fimmtudaginn 17.mars. Um er að ræða nýjustu uppsetninguna hjá leikfélagi FG, Verðandi, en leikstjóri verksins er Örn Gauti Jóhannsson, fyrrum nemandi skólans.

Nú fer stykkið í almennar sýningar og miða er hægt að nálgast á Tix.is, en þar segir í kynningu: ,,Grettir Ásmundsson er strákur sem er að reyna sitt besta til að passa inn í hópinn. Þegar stelpan sem hann er ástfangin af leggur fyrir hann 3 þrautir gerir hann allt til þess að uppfylla þær. Hverjar eru þrautirnar? Að stela bjórkassa, verða massaður og verða heimsfrægur. Þetta er skemmtileg og orkumikil sýning sem inniheldur allt milli himins og jarðar... bókstaflega. Þetta er spaugileg túlkun á Grettis sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson, Egil Ólafsson og Þórarinn Eldjárn."