Fréttir

FG vann Leiktu betur í þriðja sinn

Óhætt er að segja að leiklistarlífið í FG blómstri, þrátt fyrir kóvid og allt, en FG vann fyrir skömmu spunakeppnina "Leiktu betur" í þriðja sinn í röð. Liðið er því ósigrað í spuna síðan 2019 og geri aðrir skólar betur. Það var Hitt húsið sem stóð að keppninni, en hún er opin öllum framhaldsskólum á landinu. Hreint út sagt frábær árangur og sigurgleðin leynir sér ekki meðal FG-inga á myndinni sem fylgir með.
Lesa meira

Solveig Þóra dúx á brautskráningu fyrir haustönn

Brautskráning nemenda frá FG fyrir haustönn 2021 fór fram í Urðarbrunni föstudaginn 19.nóvember.´Það var Solveig Þóra Þorsteinsdottir sem varð dúx að þessu sinni, en hún stundaði nám á íþróttabraut. Af þeim 38 sem útskrifuðust að þessu sinni voru 12 af hönnunar og markaðsbraut, sex voru af viðskiptabrautum, fimm af listnámsbrautum, fjórir voru af bæði félagsvísindabraut og íþróttabraut, þrír voru af bæði alþjóðabrautum og náttúrufræðibraut, og einn brautskráðist með lokapróf frá FG. Það kom svo í hlut Salnýjar Kaju Sigurgeirsdóttur að flytja ávarp nýstúdents, en athöfninni var streymt á YouTube vegna sóttvarnaraðgerða og því færri í Urðarbrunni en verið hefði við eðlilegar aðstæður.
Lesa meira

Haustönn að ljúka

Nú er haustönn 2021 að ljúka í FG, en í dag, á morgun og miðvikudag standa yfir próf. Birting einkunna er svo næstkomandi föstudag, 5.nóvember kl. 11.00. Þær birtast á INNU. Prófasýning verður sama dag frá 11.30-12.30. Brautskráning fer fram í Urðarbrunni föstudaginn 19.nóvember kl. 15.00.
Lesa meira

Sólveig Dóra byrjaði í FG - fær nú verðlaun

Það er alltaf gaman að segja frá því þegar fyrrum nemendum okkar gengur vel. Það er einmitt raunin með tískuhönnuðinn Sólveigu Dóru Hafsteinsdóttur, sem hóf feril sinn hér í FG í fatahönnun. Rætt var við hana fyrir skömmu í Dagmálum Morgunblaðsins, en þar segir að Dóra sé ...,,ný­út­skrifuð úr meist­ara­námi í ein­um virt­asta hönn­un­ar­skóla heims, Central Saint Mart­ins í London, og hef­ur út­skrift­ar­lína henn­ar úr skól­an­um hlotið verðskuldaða at­hygli um all­an heim." Sól­veig fékk aðal­verðlaun út­skrift­ar­nema fyr­ir lín­una. Vel gert!
Lesa meira

Fjölmiðlafræðinemar á Stöð 2

Nemendum í Fjölmiðlafræði hjá Gunnari Hólmsteini bauðst þann 21.október síðastliðinn það tækifæri að skreppa í heimsókn á Stöð2. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Suðurlandsbraut og þar tók fréttastjóri Stöðvar 2, Visis og Bylgjunnar, Kolbeinn Tumi Daðason, á móti hópnum. Var heimsóknin afar skemmtileg og áhugaverð og fékk hópurinn meðal annars að sjá atriði úr þættinum Stóra sviðið, sem var frumsýndur daginn eftir. Þá voru Auddi, Steindi og Gillz að taka upp í einu myndveranna, en rúsinan í pylsuendanum var svo að hitta RAX, Ragnar Axelsson, en hann er einn besti fréttaljósmyndari landsins og vinnur nú hjá Sýn/Stöð2.
Lesa meira

Fésbókarhópur fyrir foreldra

Settur hefur verið upp hópur á fésbókinni fyrir foreldra nemenda í FG. Síðan á að þjóna þeim tilgangi að koma upplýsingum til foreldra um skólastarfið og eins til að stuðla að góðum samskiptum, sem og að skiptast á hugmyndum. Þeir sem vilja vera með fara inn á þessa síðu og biðja um aðgang. Hvetjum við foreldra til þess að gera það.
Lesa meira

FG-nemar í frumkvöðlabúðum

Þær Dagmar Íris Hafsteinsdóttir og Birna Berg Bjarnadóttir, nemendur á viðskiptabraut í FG, eru nýkomnar frá Finlandi ásamt kennaranum sínum Tinnu Ösp Arnardóttur, þar sem þær tóku þátt í frumkvöðlabúðum ásamt nemendum frá fjórum öðrum framhaldsskólum, frá Noregi, Hollandi, Þýskalandi og Finnlandi. Heimsóknin var liður í Erasmus Evrópuverkefninu “Sustainability in the Rural Areas”, sem FG leiðir ásamt samstarfsskólum í áðurnefndum Evrópulöndum.
Lesa meira

Stjórnmálafræðinemar á þingi

Nemendur í stjórnmálafræði hjá Gunnari Hólmsteini gerðu góða ferð á Alþingi Íslendinga miðvikudaginn 20.október síðastliðinn. Það var þingkona Viðreisnar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sem tók á móti hópnum og fræddi þau um starf þingsins og fleira. Var ferðin afar fróðleg og áhuaverð, en mikið hefur gengið á í íslenskum stjórnmálum að loknum þingkosningunum, sem fram fóru í september og eftirmálum þeirra ekki lokið.
Lesa meira

Bergur Ebbi spjallaði við nemendur

Framtíðarfræðingurinn og uppistandarinn Bergur Ebbi kom í heimsókn í FG miðvikudaginn 13.október síðastliðinn. Bergur Ebbi lætur framtíðina skipta sig máli og ræddi við nemendur um allt milli himins og jarðar, en þemað var annars ,,virðing og velferð“, en í næstu viku verður sérstök forvarnarvika í Garðabæ. Bergur Ebbi er einnig rithöfundur og hans nýjasta bók heitir Skjáskot,en það er eitthvað sem ung fólk kannast vel við.
Lesa meira

Opinn fundur - sá fyrsti eftir kóvid

Fyrsti opni fundurinn eftir kóvid var haldinn í Urðarbrunni þann 6.október og var fjölmenni. Þar sáttu fulltrúar NFFG (nemendafélagsins) og stjórnenda fyrir svörum. Margt bar á góma og barst fjöldi spurninga úr sal. Ýmislegt er framundan í skólastarfinu og margt spennandi, til dæmis hinn víðfrægi íþróttadagur, FG gegn Flensborgarskóla.
Lesa meira